Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.01.2016, Page 10

Fréttatíminn - 29.01.2016, Page 10
við verkamennina á staðnum og sýnt þeim reglugerðir sem banna þetta.“ Hjálmtýr segir fyrirtækið hafa lokað Grettisgötunni fyrirvara- laust, bílar hafi því lokast inni. Íbúar þurfi að hafa glugga lokaða til að draga úr hljóðmengun. En sumir íbúar við götuna segja að verkamennirnir við bygg- inguna hafi reynt að leggja sig fram um að eiga góð samskipti við nágranna. Þannig segja íbúar á Grettisgötu 16, sem sjálfir hafa staðið í framkvæmdum, að þeir hafi hjálpað þeim að flytja þung byggingarefni með krana. Viljum vinna með íbúum Nikulás Úlfar Másson byggingar- fulltrúi segir að það sé mjög sér- stakt að honum hafi ekki verið gert viðvart um óánægju íbúanna með framkomu verktaka á bygg- ingarsvæðinu. Það gangi ekki að menn fari út fyrir skilgreindan vinnutíma og hávaðatakmarkanir, ekki síst með tilliti til nábýlisins í miðbænum. Hann segist hafa haft samband við eigandann sem hafi lofað að skoða málið og grípa til ráðstafana til að bæta ástandið. Hann segist hafa beðið garð- yrkjustjórann að skoða gamla silf- urreyninn. Honum sé óhætt. Þótt það hafi verið fjarlægðar nokkrar greinar, þegar gamalt hús var flutt á sínum tíma, sé börkurinn óskemmdur og tréð vel varið. Hilmar Þór Kristinsson og Rannveig Eir Einarsdóttir eru eigendur Lantan ehf sem er að láta reisa hótelið sem á að vera tilbúið í sumar. Hótelið er 60 herbergja. Aðalinngangur þess er við Laugavegi 34a og 36 en á baklóðinni eiga að rísa tvær jafnháar byggingar í sama stíl og húsin við Laugaveg. Nágrannarnir við Grettisgötu voru einnig reiðir yfir því að engin grenndarkynning var áður en teikningar af hótelinu voru samþykktar. Skipulagsbreyt- ingar á reitnum hafi aðeins verið auglýstar í Fréttablaðinu, og það á Þorláksmessu. Rannveig Eir Einarsdóttir segir að Lantan hafi ráðið Brotafl til að steypa hótelið. Brotafl hefur áður unnið verk fyrir Lantan við fram- kvæmdir við Baldursgötu. Hún segist harma ef byggingarfram- kvæmdirnar hafi valdið íbúum í nágrenninu ónæði. „Það er okk- ar vilji að vinna í góðri samvinnu við nágranna og það skiptir okk- ur miklu máli. Óhjákvæmilega valda stórar framkvæmdir raski í miðri íbúabyggð. Það er lítið annað sem við getum gert en að sýna tillitssemi og klára verkið hratt og vel.“ Rannveig segir að eigendur hótelsins hafi komið til móts við kröfur íbúa um að vernda silfur- reyninn, og komið með tillögur að breytingum á byggingunum sem á endanum voru samþykktar af borginni. Fyrirtæki hennar hafi verið mikið í mun að ná sáttum við íbúa þrátt fyrir að það hafi tafið ferlið verulega. Stríðir gegn öllu Rannveig segist vita til þess að í tvígang hafi steypuvinna á reitn- um dregist fram undir kvöld, það hafi meðal annars komið til vegna þess að steypupöntun hafi borist seint. Aðspurð um handalögmál milli eiganda Brotafls og íbúa við Grettisgötu, segist Rannveig ekki hafa heyrt af atvikinu. „Slíkt stríðir gegn öllum okkar gildum og vinnureglum. Mér finnst mjög leiðinlegt ef þetta hefur átt sér stað.“ Íbúar sögðust sumir hverjir hafa fengið sig fullsadda af ástandinu og íhuguðu að losa sig við íbúðir sínar og flytja burt. Þeir sögðust smeykir við að tjá sig við fjölmiðla þar sem eigandi verktakafyrirtæk- isins hefði verið ógnandi. Þá þýddi lítið að kvarta við borgina. Þaðan væri engin viðbrögð að fá. Við nágrann- arnir höfum þurft að hringja á lög- reglu í fimm eða sex skipti vegna þess að hávaðasamar fram- kvæmdir hafa staðið yfir langt fram yfir leyfilegan tíma. Það leikur allt á reiði- skjálfi í nærliggjandi húsum þegar þeir nota höggbora og stórar vinnuvélar. Hjálmtýr Heiðdal Mynd | Rut byko.is nú er rétti tíminn Fræ í miklu úrvalI frá 195kr Vnr. 55029184-314 ÚTSALA 30-60% afsláttur af völdum vörum Bláu húsin Faxafeni / S. 555 7355 / www.selena.is Selena undirfataverslun við svæðið. „Að sprauta vatni í steypumótið getur valdið margra milljóna tjóni,“ segir Sigurjón. Fyrirtækið byggir hótel á baklóð við Grettisgötu, fyrir eignarhalds- félagið Lantan. Framkvæmdirnar eru í svo miklu nábýli við íbúa að þegar fólk stendur við útidyr heim- ila sinna horfir það nánast beint ofan í grunninn að hótelinu. Lög- reglan hefur þurft að skakka leik- inn og stöðva vinnuvélar fyrirtæk- isins eftir lögboðinn vinnutíma. „Það var aldrei friður. Þeir voru með loftpressu að hamast fram eftir öllum kvöldum og ég veit að nágranninn hellti einhverntímann mjólk yfir bílinn hans. En þá voru þeir búnir að hamast hér mörg kvöld í röð og sletta drullu á tröpp- urnar hjá honum,“ segir Halla Pálsdóttir. „Viðhorf verktakanna til íbúa í hverfinu endurspeglast í frekjunni sem þeir keyra þessa framkvæmd áfram, með því að virða ekki lög og reglur, með því að upplýsa okk- ur ekki um lokanir götunnar og með því að valda hávaða fram eftir kvöldi,“ segir Brynja Dögg Frið- riksdóttir, kvikmyndagerðarkona og íbúi við Grettisgötu. Silfurreynirinn óskemmdur Í fyrstu snerist barátta íbúanna við Grettisgötu um verndun gamals silfurreynis sem stendur á bygg- ingarreitnum en talið er að tréð sé meira en hundrað ára gamalt. Alls skrifuðu rúmlega 2400 manns undir áskorun til borgarinnar um að hlífa trénu. Úr varð að þeir sem ætla að reisa hótelið, skuldbundu sig til að láta það standa. „En það stórsér á því. Tréð er allt laskað og þeir eru búnir að mölbrjóta það,“ segir Hjálmtýr Heiðdal kvik- myndagerðarmaður sem býr við Grettisgötu, en hann hefur staðið í stappi við Brotafl vegna fram- kvæmdanna. „Við nágrannarnir höfum þurft að hringja á lögreglu í fimm eða sex skipti vegna þess að hávaðasamar framkvæmdir hafa staðið yfir langt fram yfir leyfilegan tíma. Það leikur allt á reiðiskjálfi í nærliggjandi húsum þegar þeir nota höggbora og stórar vinnuvélar.“ Hjálmtýr segir að gömlu húsin í nágrenninu standi á sömu klöpp og fyrirhuguð hótelbygging. Húsin séu svo gömul að þau þoli ekki að klöppin sé sprengd. „Þessvegna var þeim gert að nota höggbor. En þeir hamast á kvöldin og það eru hamarshögg og borhljóð langt fram eftir, líka um helgar. Við höfum ítrekað gefið okkur á tal Eigandi Brotafls, Sigurjón Halldórsson, var einn eigenda SR-verktaka og hefur áður lent í átökum við nágranna fram- kvæmda sem hann hefur staðið að. Þannig kallaði hann íbúa á Hverfisgötu 42 og nágrenni villimenn, sem hefðu stolið frá sér, brotið rúður og rifið niður girðingu, í viðtali við Vísi í október 2007. Það sama ár var hann áminntur af heilbrigðis- eftirlitinu fyrir að láta pólska verkamenn rífa niður asbestklæðningu með stórvirk- um vinnu- vélum án þess að vera í viðeigandi hlífðarfatnaði. Kallaði íbúa við Hverfisgötu villimenn Svona á fyrirhugað hótel að líta út þegar það verður tilbúið í sumar. Íbúar segja húsin leika á reiðiskjálfi þegar verkamennirnir hamast meðhöggbor á lóðinni. Mynd/Hjálmtýr Heiðdal Range Rover eiganda verk- takafyrirtækisins fékk að kenna á reiði eins íbúans. Byggingarfulltrúi segir að borgin sé með svakalega vaxtarverki þessa dagana en íbúar eru lang- þreyttir á óþægindum vegna framkvæmda í miðborginni. 10 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.