Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 29.01.2016, Side 32

Fréttatíminn - 29.01.2016, Side 32
Magnús Magnússon fór óhefðbundnar leiðir eftir útskrift úr menntaskóla. Hann ferðaðist sem sjálf- boðaliði til Palestínu og varð áttundi strákurinn til þess að útskrifast úr Hússtjórnar- skólanum. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Magnús Magnússon útskrifaðist úr Hússtjórnarskóla Reykjavíkur í fyrra. Eftir menntaskóla hefur hann fengist við ólík hlutverk en hann ferðaðist til Palestínu sem sjálfboðaliði, lét til sín taka í stjórn félagsins Ísland-Palestína og saum- aði á sig kjól í Hússtjórnarskól- anum. Kórdrengurinn úr Hamra- hlíðarkórnum hefur þó ekki náð að sinna saumaskapnum í vetur en hann hóf nám við rafmagns- og tölvuverkfræði við Háskólann í haust. „Viku áður en ég fór til Palest- ínu hitti ég vinkonu mína í Hús- stjórnarskólanum og hún seldi mér hugmyndina um að sækja um námið þar. Ég kunni lítið að elda og var ekki handlaginn. Ég lærði að elda, þvo þvott, hreinsa silfur og pússa skó. Í lok annar var okkur falið að halda heljarinnar veislu þar sem ég gróf laxinn sjálfur og bakaði kransaköku. Samhliða elda- mennskunni prjónaði ég á mig lopapeysu og lokaverkefnið var að sníða og sauma á okkur kjól.“ Magnús segir skólann góða tilbreyt- ingu eftir fjórtán ár af bóklegu námi, að læra eitthvað hagnýtt laust við alla teoríu. „Að byrja á einhverju og sjá afraksturinn er frábært. Ég lærði margt sem mig óraði ekki fyrir að ég væri fær um.“ Magnús situr í stjórn félagsins Ísland-Palestína sem berst gegn afnámi hernáms Ísraelsmanna í Palestínu. Hann segir vinnuna felast í því að fræða almenning um þá kúgun sem Ísraelsmenn beita Palestínumenn og þrýsta á stjórn- völd að láta til sín taka. Sigrar hafa áunnist en Ísland var fyrsta vest- ræna ríkið til þess að viðurkenna sjálfstæði Palestínu árið 2011. Eitt prósent þjóðarinnar mætti á mót- mæli þegar árásirnar á Gaza stóðu sem hæst og segir Magnús Íslend- inga vel upplýsta. „Það kom tillaga frá borgarstjórn um að sniðganga vörur frá Ísrael og mín upplifun er sú að almenningur hafi samúð með Palestínumönnum.“ Magnús fór sem sjálfboðaliði til Palestínu árið 2013 og dvaldi þar í tvo og hálfan mánuð. „Sem sjálf- boðaliði ertu ekki að fara til þess að bjarga Palestínumönnum eða segja þeim hvernig á að fást við ástandið. Þeir hafa streist á móti hernámi síðan 1948 og þekkja það best sjálfir. Einn sjálfboðaliði getur ekki bjargað heiminum heldur ertu fyrst og fremst þarna til að sýna samstöðu og láta fólkið vita að heimurinn er ekki búinn að gleyma því.“ Magnús segir félagið leggja mikla áherslu á að sjálfboðaliðastörf séu á forsendum Palestínumanna og gengið sé í það hlutverk sem þeir vita að nýtist best. Nærvera fólks úr vestrænum heimi er hluti af því. „Í Palestínu er ég í mikilli forréttinda- stöðu, kemst inn og út úr landinu og það er fréttnæmt ef eitthvað kemur fyrir mig. Fyrsta mánuðinn tók ég þátt í ólífuuppskeru Palestínu- manna í borginni Nablus við Vestur- bakkann. Þangað komu hermenn og landræningjar með byssur en það sem Ísraelsmenn óttast helst er að alheimurinn sjái framkomu þeirra, kúgunina og hryðjuverkin. Nær- vera fólks frá vestrænum heimi með myndavélar og rödd til að segja frá, veitir því Palestínumönnum vernd.“ Aðspurður hvort hann hafi verið smeykur á einhverjum tímapunkti segir hann það margsinnis hafa komið fyrir. „Ég var oft hræddur enda ekki vanur að vera í kringum byssur. Ofbeldið þarna er mikið. Það sem kom mér á óvart var hvern- ig fólk finnur leið til að halda sínu lífi áfram þrátt fyrir að hernámið snerti alla fleti samfélagsins.“ Eftir ævintýri síðustu ára er Magnús snúinn aftur til akademí- unnar í rafmagns- og tölvunarverk- fræði. Hann segir áskorun að finna tíma fyrir handavinnuna en mikilvægt að halda sér við. „Hús- stjórnarskólinn kenndi mér að bera virðingu fyrir hlutum og handverki. Reynslan sjálf var bæði dýrmæt og mannbætandi.“ Það kom oft fyrir að ég var hræddur enda ekki vanur að vera í kringum byssur. Magnús Magnússon Frá Palestínu í Hússtjórnarskólann Magnús saumaði á sig kjól í Hússtjórnarskólanum. Mynd | Rut Sigurðardóttir 32 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 Bíldshöfða 18 - 110 Reykjavík - sími: 557 9510 - www.patti.is Opið virka daga kl. 10-18 laugard. 11-15 AFSLÁTTUR AF VÖLDUM VÖRUM 70% Allt a ð ÚTSALA Rín hornsófi 2H2 verð 149.900 áður 299.900 Kansas tungusófi verð 99.900 áðu r 224.900 Valencia sett 311 verð 187.900 áður 4 69.900 Skenkar Speglar Bókahillur Púðar Borðstofuborð Sófaborð Sjónvarpsskápar Fjarstýringavasar Sófasett Tungusófar Hornsófar Stakir sófar Sjónvarpsskápar Barnarúm stærð 106x213 Púðar og fjarstýringavasar Verð 221.900 kr. 155.330 kr. Skenkur 216,5x55x84 cm Þú sparar 34.900 kr. 5.000 kr. *Verð án dýnu Verð áður 83.900 kr. 7.500 kr.frá Borð Verð áður 40.900 kr. 14.900 kr. frá nokkrir litir 2.900 kr.frá

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.