Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 44

Fréttatíminn - 29.01.2016, Qupperneq 44
Airbnb Yfir 3900 íbúðir skráðar á Íslandi Götulistamenn héldu stofutónleika í stofunni minni gegn því að fá afslátt af gistingu. Mynd | Hari Stormurinn gerir mig hamingjusama „Ég bjó í fimm ár í Rotterdam þar sem ég var að vinna við mynd- list og þar kynntist ég hópi af Íslendingum,“ segir Rebecca Erin Moaran sem er frá Oregon í Bandaríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár. „Það virðist vera dálítið þannig að þar sem einn Ís- lendingur er, eru fleiri. Vinir mínir voru duglegir við að hvetja mig til að sækja um vinnurými á Íslandi og vera þar í einhvern tíma og á endanum sló ég til,“ segir Rebecca sem fékk vinnurými hjá Kling og Bang í 3 mánuði árið 2005. „Vinir mínir í Rotterdam höfðu rétt fyrir sér, mér leið strax eins og heima hjá mér og nú eru liðin tíu ár og enn er ég hér.“ „Ég er algjörlega farin að líta á Ísland sem heimili mitt. Ég hef skotið rótum hér og sé það ekki fyrir mér að ég eigi eftir að fara héðan. Ég flutti hingað 29 ára og nú er ég 39 ára svo ég hef búið hér öll mín fullorðinsár,“ segir Rebecca sem hefur unnið við leik- myndagerð fyrir bíó og auglýs- ingar meðfram listinni auk þess að kenna við Listaháskólann og Myndlistarskóla Reykjavíkur. Í list- inni er ég aðallega að vinna með 16 mm filmu og í kringum það stofn- aði ég ásamt öðrum Kino Smiðj- una og við sýndum mánaðarlega í Rebecca Erin Moaran er frá Oregon í Banda- ríkjunum en hefur búið á Íslandi í tíu ár. Hafnarhúsinu en í dag sýnum við í Mengi.“ „Alls staðar í heiminum eru plúsar og mínusar. Hér eru pólitík- usar sem hugsa í skammtíma- lausnum pottþétt stærsti mínusinn en það besta við Ísland er samfé- lagið. Í myndlistarheiminum og í kvikmyndagerðinni standa allir svo þétt saman og allir eru alltaf boðnir og búnir til að hjálpast að. Ég elska hvað fólk er jákvætt hérna og til í að framkvæma hvað sem því dettur í hug, allir trúa því að hlutirnir muni reddast að lokum. Þetta reddast er uppáhalds íslenski frasinn minn, en hann virkar auð- vitað bara ef allt samfélagið trúir á hann. Svo verð ég að bæta því við að ég elska veðrið hérna! Óveður og stormur gerir mig hamingju- sama.“ | hh Vinsælasti Airbnb gestgjafi landsins Í fjögur ár hefur Ragnhildur Sigurðardóttir leigt út íbúðir í gegnum Airbnb. Hún er með 1569 ummæli og fimm stjörnur og segir lykillinn vera hlýleg samskipti við gesti. Svanhildur Gréta Kristjánsdóttir svanhildur@frettatiminn.is Sífellt fleiri hafa tekið að sér hlut- verk gestgjafans með auknum ferðamannastraumi til landsins. Samkvæmt vefsíðunni turisti. is eru yfir 3900 íbúðir á Íslandi skráðar á vef Airbnb. Mikil sam- keppni hefur myndast milli gest- gjafa enda er vefur Airbnb byggð- ur upp þannig að gestirnir gefa dvölinni ummæli og stjörnur fyrir hreinlæti, samskipti, staðsetningu og aðbúnað. Samkvæmt Airbnb er Ragnhild- ur Sigurðardóttir einn vinsælasti gestgjafi landsins. Samtals er hún með 1569 ummæli frá gestum og fimm stjörnur. Í ummælum er hún sögð vingjarnleg og hjálpleg, auðvelt að leita til hennar og gefur góðar ábendingar um hvað skal bardúsa í Reykjavík. Hún segir starfinu fylgja ýmsar skemmti- legar uppákomur. „Götulistamenn héldu stofutónleika í stofunni minni gegn því að fá afslátt af gist- ingu. Ég bauð vinum og fjölskyldu að koma og þetta voru frábærir tónleikar. Ég er fínu sambandi við þau í dag.“ Ragnhildur segir Airbnb snúast um persónuleg tengsl, að taka á móti gestum og vera innilegur. „Ég spjalla við þá um daginn og veginn, vísa þeim á það sem lóka- llinn gerir eins og að fara í sund og fá sér kaffi á Kaffivagninum.“ Ragnhildur segir góð samskipti vera lykilinn og gjarnan þessi auka fyrirhöfn. „Ég aðstoða gestina ef þeir eru veðurtepptir, að fá far eða gistingu annarsstaðar. Ég reyni að svara skilaboðum um hæl, vera hlýleg í netsamskiptum og bjóða fólk velkomið. Á sama tíma er mik- ilvægt að virða einkalíf fólks, finna þennan fína milliveg. Ég hef lengi unnið í ferðamannaiðnaðinum og hef alltaf gaman af þessu, sérstak- lega þegar gestirnir koma aftur.“ Mynd | Hari Mikil samkeppni hefur myndast milli gest- gjafa og er Ragnhildur fremst í flokki. 44 | fréttatíminn | Helgin 29. Janúar-31. Janúar 2015 Fákafen 9 | Sími 581-1552 | www.curvy.is Kjóll Stærðir 14-22Verð: 7.590 kr Afgreiðslutímar í verslun okkar að Fákafeni 9 Alla virka daga KL: 11-18 Laugardaga KL: 11-16 280cm 98cm Bláu húsin Faxafeni | S. 588 4499 | Opið mán.-fös. | 11-18 | lau. 11-16 Tískuvöruverslun fyrir konur RUGL BOTNVERÐ Peysur, jakkar, tunikur, kjólar og margt fl. Verð frá 1.000 - 5.000 kr. Ekkert hærra en 5.000 kr Nú er bara að hlaupa og kaupa. Krakkapakkinn inniheldur vítamín og bætiefni, sérvalin fyrir íslenskar aðstæður. Fyrir börnin. Kynntu þér úrvalið á gulimidinn.is FYRIR OKKUR TILBOÐ 3 fyrir 2
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.