Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 29.01.2016, Page 64

Fréttatíminn - 29.01.2016, Page 64
Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300 ritstjorn@frettatiminn.is www.frettatiminn.is Hrósið … …fær Guðrún Kvaran fyrir sitt þús- undusta svar á Vísindavef Háskólans í vikunni. Í 16 ár hefur Guðrún svalað fróðleiksfýsn landsmanna og heldur ótrauð áfram. Leikstjórinn Haf- steinn Gunnar Sigurðsson og skemmtikrafturinn Dóri DNA sitja nú sveittir við skriftir á sjónvarpsþáttunum Aftureldingu sem Zik Zak mun framleiða og fara í tökur á næsta ári. Í vikunni fengu þeir góðan liðsstyrk þegar leikararnir Jóhanna Friðrika Sæmundsdóttir og Jörundur Ragnarsson bættust í hóp hand- ritshöfunda. Þættirnir fjalla um gamlan handboltamann sem fer að þjálfa kvennalið og má muna fífil sinn fegurri frá velmektarár- unum í kringum B-keppnina 1989... Miklu er til kostað vegna 30 ára af- mælis Eurovision hér á landi. Mar- grét Erla Maack, fyrrum dómari í Gettu betur, segir á Twitter-síðu sinni að Gettu betur sé einnig 30 ára í ár og kveðst hlakka til að sjá hversu „grand“ keppnin verður að þessu sinni. Margrét virðist þó ekki vongóð um að svo verði en lengi hefur verið reynt að fá meiri peninga í framleiðslu þáttanna... Magnús Leifsson hefur verið á miklu flugi með tónlistar- myndbönd sín. Tvö myndbönd með Úlfur Úlfur slógu í gegn og í kjölfarið fylgdi eitt slíkt með Young Karin. Í vikunni var svo frumsýnt myndband hans við nýtt lag Of Monsters and Men svo óhætt er að fullyrða að hann sé á hraðri uppleið. Næsta verkefni Magnúsar er svo auglýsing fyrir próteindrykkinn Hámark sem tekin var upp í Brussel... Snjóblinda eftir Ragnar Jónasson er á fjölmörgum árslistum fjölmiðla og bókabloggara í Bretlandi yfir bækur sem komu út árið 2015. Independent sagði að Snjóblinda væri meðal átta bestu glæpasagna ársins. The Times sagði á dögunum að breskir glæpasagnaunnendur þekktu tvo frábæra íslenska höfunda, Arnald og Yrsu, og nú bættist sá þriðji við: Ragnar Jónasson. Snjóblinda komst á toppinn á metsölulista Amazon í Bretlandi og Ástralíu og lesendur úti í heimi bíða spenntir eftir næstu bókum Ragnars... jaha.is Eigðu betri dag með okkur kubbur.indd 1 21.1.2016 14:55:44

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.