Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 3

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 3
Listamaðurinn Kristján Steingrímur Jónsson (f. 1957) hefur áralangan feril að baki sem á rætur í uppbroti og frjálsræði hins svokallaða nýja málverks. Snemma tók hann að huga sérstaklega að ýmsum táknkerfum sem notuð eru við skrán- ingu umhverfisins og blandaði þeim hugmyndum saman við hefðir og sögu málverksins. Hann hefur til dæmis skoðað sérstaklega þau jarðefni sem notuð eru við gerð listmálunarlita, útbúið sína eigin liti frá grunni eða málað beint með jarðvegi. Þannig hefur hann leikið sér með lands- lagshefðina í nýstárlegum samruna málverks og staðar þar sem ekki er um eiginlega mynd af viðkomandi stað að ræða. Mun fremur eru verkin einhvers konar efnisleg lýsing sem gefur svigrúm fyrir persónulegar minningar og upplifun af staðnum. Kristján Steingrímur hefur allan sinn feril ástundað teikningu samhliða tilraunum með málverk. Hann teiknar iðulega úti undir berum himni og þá gjarnan á Fjarðarheiði á Austurlandi. Þar beinir hann sjónum niður á við og skoðar sérstaklega jarðveginn, melana og gróðurinn. Við þessa náttúru- skoðun hefur honum komið til hugar hve nærtækt það væri að horfa einnig upp fyrir sig, upp í himininn, því veröld hins smágerða og hins stórgerða kallast jú á. Þegar rýnt er í smæstu korn og eindir kemur fram ekki ósvipuð mynd og sú sem blasir við í geimnum. Í þessum pælingum varð málverkið til sem nú er til sýnis á forsíðu Læknablaðsins. Það er án titils frá árinu 2012, málað með olíulit, litadufti og tússlit á striga. Listamaðurinn hefur aukinheldur fræst og rispað í yfirborðið þannig að liturinn sest í misfellurnar og myndar sérstaka áferð. Verkið er töluvert stórt, eða tveir metrar á hæð, þannig að það mætir áhorfandanum með afgerandi hætti og býður upp á skoðun bæði úr fjarlægð og í nærmynd. Það er nostursamlega unnið í smáatriðum sem eru innblásin af rannsókn á yfirborði jarðar. Um leið hefur verið hugað að heildarmyndinni sem sýnir markvissa, hringlaga upp- byggingu. Listamaðurinn vitnar í fresku- málverk fortíðar, þar sem listamenn máluðu beint á veggi og loft með slíkri fjarvíddartækni að engu var líkara en horft væri í gegnum efnið, út í óræða fjarlægð. Í málverki Kristjáns Steingríms myndar samspil ljóss og skugga sem og skipulögð stað- setning punkta og lína fjarvídd sem kalla fram óravíddir himingeimsins. Markús Þór Andrésson LÆKNAblaðið 2016/102 63 Læknablaðið THE ICELANDIC MEDICAL JOURNAL www.laeknabladid.is Hlíðasmára 8 201 Kópavogi sími 564 4104 Útgefandi Læknafélag Íslands Læknafélag Reykjavíkur Ritstjórn Engilbert Sigurðsson, ritstjóri og ábyrgðarmaður Gerður Gröndal Hannes Hrafnkelsson Magnús Gottfreðsson Sigurbergur Kárason Tómas Guðbjartsson Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir Tölfræðilegur ráðgjafi Thor Aspelund Ritstjórnarfulltrúi Védís Skarphéðinsdóttir vedis@lis.is Blaðamaður og ljósmyndari Hávar Sigurjónsson havar@lis.is Auglýsingastjóri og ritari Sigdís Þóra Sigþórsdóttir sigdis@lis.is Umbrot Sævar Guðbjörnsson saevar@lis.is Upplag 1800 Prentun, bókband og pökkun Prenttækni ehf. Vesturvör 11 200 Kópavogi Áskrift 12.900,- m. vsk. Lausasala 1290,- m. vsk. © Læknablaðið Læknablaðið áskilur sér rétt til að birta og geyma efni blaðsins á rafrænu formi, svo sem á netinu. Blað þetta má eigi afrita með neinum hætti, hvorki að hluta né í heild, án leyfis. Fræðigreinar Læknablaðsins eru skráð- ar (höfundar, greinarheiti og útdrættir) í eftirtalda gagnagrunna: Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Cita- tion Reports/Science Edition, Scopus og Hirsluna, gagnagrunn Landspítala. The scientific contents of the Icelandic Medical Journal are indexed and abst- racted in Medline (National Library of Medicine), Science Citation Index (SciSearch), Journal Citation Reports/ Science Edition and Scopus. ISSN: 0023-7213 L I S T A M A Ð U R M Á N A Ð A R I N S Ég um Mig frá Mér til Mín Leynigesturinn við setningu Læknadaganna var enginn annar en hinn fjölfróði og fágaði menningar­ viti Frímann Gunnarsson en samkvæmt kynningu var honum ætlað að rýna í helstu persónueinkenni lækna. Frímann kom sér þó aldrei almennilega að efninu enda uppteknastur af sjálfum sér og fannst greinilega veruleg upphefð að félagsskapnum. Hann kvaðst sjálfur vera læknir í eðli sínu, þar sem marg­ ir hefðu notið góðs af skörpu innsæi hans og hlýlegri nærveru. Í lok erindis síns um allt og ekkert kallaði hann þrjá nafntogaða lækna upp á svið til sín og bauð þeim að setja lokahnykkinn á nokkrar ljóðlínur sem hann hafði samið fyrr um daginn. Var gerður góður rómur að framlagi læknanna þó Frímanni þætti eigið framlag markverðara. Óttar Guðmundsson átti þó bestu innkomuna þegar hann kvað dís drauma sinna minna mest á Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Varð Frímanni sjálfum orðfall eitt augnablik áður en hann náði að jafna sig og þurrka þessa óþægilegu mynd út úr hugskoti sínu. NÝTT Ný meðferð við langvinnri lungnateppu —byggt á sterkum rótum SPIRIVA1–5 IS S pl -1 5- 01 -0 3 A ug us t 2 01 5 • SPIOLTO RESPIMAT er SPIRIVA RESPIMAT eflt með STRIVERDI RESPIMAT6 • Virka efnið kemst langt niður í lungu sjúklinganna7–9 • Skammtur gefinn óháð innöndunarflæði10 SPIRIVA® (tíótrópíum) STRIVERDI® (olodaterol) SPIOLTO® RESPIMAT ® (tíótrópíum/olodaterol) TÍÓTRÓPÍUM OG OLODATEROL SPIOLTO RESPIMAT— nýr möguleiki Ábending: Berkjuvíkkandi viðhaldsmeðferð til að lina einkenni langvinnrar lungnateppu (LLT). Heimildir: 1. Keating GM. Drugs 2014;74(15):1801–1816. 2. Bateman ED, et al. Respir Med 2010;104:1460–1472. 3. Bateman E, et al. Int J Chron Obstruct Pulmon Dis 2010;5:197–208. 4. Wise RA, et al. N Engl J Med 2013;369(16):1491–1501. 5. Tashkin DP, et al. N Engl J Med 2008;359(15):1543–1554. 6. Buhl R, et al. Eur Respir J 2015;45(4):969–979. 7. SPIOLTO RESPIMAT - Samantekt á eigilenkum lyfs. 8. Ciciliani AM, et al. Respiratory Drug Delivery 2014;2:453–456. 9. Pitcairn G, et al. J Aerosol Med 2005;18(3):264–272. 10. Lyseng-Williamson KA, Keating GM. Drugs Ther Perspect 2015;31(2):39–44.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.