Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 24
Þverfagleg offitumeðferð með eftirfylgd, eins og fram fer á FSN, er
líkleg til að bæta árangur til lengri tíma.15
Markmið rannsóknarinnar var að leggja mat á skammtímaár
angur fjögurra vikna upphafsmeðferðar á FSN, auk langtímaár
angurs frá upphafi meðferðar í að meðaltali tvö og hálft ár. Árang
ur var metinn með tilliti til þyngdar, andlegrar líðanar og lífsgæða
ásamt því að bera saman árangur þeirra sem fóru í hjáveituaðgerð
og þeirra sem ekki gengust undir slíka aðgerð.
Efniviður og aðferðir
Íhlutandi rannsókn án samanburðarhóps var gerð til að meta
ávinning offitumeðferðar á FSN og náði til sjúklinga sem komu til
meðferðar á FSN á árunum 2007 til 2012. Notuð voru gögn fyrir og
eftir fjögurra vikna meðferð auk gagna sem aflað var með þver
sniðsgagnasöfnun í ágúst 2012. Alls komu 129 sjúklingar til með
ferðar á tímabilinu. Sjúklingunum var vísað í meðferð af heim
ilislæknum, oftast nær á Austurlandi, vegna mikillar offitu (LÞS
≥35). Tilskilin leyfi voru fengin frá framkvæmdastjóra lækninga
hjá Heilbrigðisstofnun Austurlands og Vísindasiðanefnd (VSN 09
038) og rannsóknin var tilkynnt til Persónuverndar. Upplýsinga
bréf með beiðni um þátttöku var sent í pósti til allra sjúklinga (129)
í ágúst 2012 auk spurningalista sem þátttakendur voru beðnir að
svara og senda til baka. Um var að ræða sömu lista og þátttakend
ur svöruðu við upphaf og lok meðferðar á FSN. Einnig skrifuðu
þeir undir upplýst samþykki. Ef svör bárust ekki var haft sam
band við þátttakendur símleiðis og þeir beðnir um að svara. Alls
samþykktu 100 þátttöku í rannsókninni (87 konur og 13 karlmenn,
meðalaldur var 47 ár) og var þátttökuhlutfall því 77,5%. Af þessum
100 höfðu 28 gengist undir hjáveituaðgerð í kjölfar fjögurra vikna
upphafsmeðferðar (2 karlar og 26 konur, meðalaldur 49 ár) og 72
höfðu ekki gengist undir aðgerð (11 karlar og 61 kona, meðalaldur
41 ár). Mislangt var liðið frá lokum meðferðar hjá þátttakendum
við gagnasöfnun 2012. Meðaltími frá upphafi meðferðar hjá þátt
takendum var tvö og hálft ár; sumir höfðu þá lokið tveggja ára
eftirfylgd, aðrir ekki.
Þeir 29 sem ekki svöruðu spurningalistunum voru sambæri
legir þátttökuhópnum við upphaf og lok fjögurra vikna upphafs
meðferðar hvað varðar þyngd og andlega líðan. Erfitt er að full
yrða hvort meðferðarheldni þessa hóps var eftir það sambærileg
við árangur þátttakenda í rannsóknarhópnum. Vitað er að 7 úr
þessum hópi fóru í hjáveituaðgerð með góðum árangri hvað
þyngd varðar, einn lést af sjúkdómi ótengdum offitu, einn fékk
krabbamein, tvær konur urðu óléttar og voru útilokaðar frá þátt
töku, tveir voru fluttir til útlanda þegar gagnasöfnun hófst og ekki
náðist í þá, og einn var ófær um að taka þátt vegna aldurstengdrar
hrörnunar. Aðrir fengu listana senda en svöruðu ekki af ókunnum
ástæðum.
Offitumeðferð FSN
Offitumeðferð FSN byggir á þverfaglegum grunni og beinist að
því að breyta hegðun og móta lífsstíl til frambúðar, einkum að
breyta matarvenjum, auka hreyfingu, styrk og þol með líkams
rækt, auk þess að bæta andlega líðan. Til að ná þessum markmið
um kemur fjölbreytt teymi sérfræðinga að meðferðinni; læknir,
hjúkrunarfræðingur, sjúkraþjálfarar, iðjuþjálfi og sálfræðingur.
Teymið býður upp á hópmeðferð sem felur í sér styrktar og þol
þjálfun, slökun, fræðslu um hreyfingu og hollt mataræði auk þess
að huga að bættri andlegri líðan með beitingu hugrænnar atferlis
meðferðar. Þessi nálgun byggir á gagnreyndum aðferðum sem
meðal annars hafa birst í nýlegum klínískum leiðbeiningum16 og í
leiðbeiningum frá National Institute of Exellence, síðast útgefnum
í nóvember 2014.17
R A N N S Ó K N
84 LÆKNAblaðið 2016/102
Mynd 1. Yfirlit offitumeðferðar á Fjórungssjúkrahúsinu í Neskaupstað.