Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 14
74 LÆKNAblaðið 2016/102 R A N N S Ó K N sjúklingum (22,2%). Rótarskipti (aortic root replacement) voru gerð hjá 14 (31,1%) sjúklingum og hjá 10 þeirra þurfti einnig að skipta um ósæðarloku en hjá fjórum var lokan varðveitt (valve sparing root replacement). Ósæðinni var skipt út með Dacron®­gerviæð í 86,7% tilfella en hjá fjórum einstaklingum var komið fyrir stífri innæða­ gerviæð (intraluminal ring graft) í flysjaða rishluta ósæðar í opinni aðgerð. Síðarnefndu aðgerðirnar voru allar gerðar á nokkurra ára tímabili á fyrri hluta tímabilsins og þessi tækni hefur ekki verið notuð á Íslandi síðan 1995. Í einu tilfelli var ekki notast við gerviæð heldur voru lög ósæðar saumuð saman. Fimm sjúklingar (11,1%) gengust undir kransæðahjáveitu samtímis aðgerð á ósæð. Notuð var blóðrásarstöðvun í djúpri kælingu hjá 14 (31,1%) sjúklingum og var meðallengd blóðrásarstöðvunar 30 ± 18 mínútur. Notkun á blóðrásarstöðvun í djúpri kælingu jókst marktækt á rann­ sóknartímabilinu og síðustu 6 árin (2009­2014) voru 47,8% aðgerða framkvæmdar á þann hátt, miðað við 13,6% fyrir 2008 (p=0,04). Aðgerðirnar tóku að meðaltali 394 ± 162 mínútur (bil: 207­944), þar af var tími í hjarta­ og lungnavél 213 ± 87 mínútur (bil: 75­477) og meðaltangartími 114 ± 58 mínútur (bil: 18­327). Blæðing eftir aðgerð og notkun blóðhluta hjá sjúklingum sem lifðu aðgerðina og lögðust inn á gjörgæslu er sýnd í töflu IV. Allir sjúklingarnir fengu bæði rauðkornaþykkni og blóðvökva eftir aðgerð og öllum nema fjórum voru gefnar blóðflögur (91,1%). Fíbr ínógen fengu 27 einstaklingar (60,0%), tranexam­sýra var gefin í 29 tilfellum (64,4%) og virkjaður faktor VII í 11 (24,4%) tilfellum. Fylgikvillar eftir aðgerð eru sýndir í töflu V. Alvarlegir fylgi­ kvillar greindust hjá 60,1% sjúklinga. Algengastir voru endur­ aðgerð vegna blæðinga (29,3%), en tveir sjúklingar fóru í slíka enduraðgerð oftar en einu sinni og hjá 7 (17,1%) þurfti að skilja brjóstholið eftir opið vegna mikilla blæðinga. Aðrir alvarlegir fylgi­ kvillar voru hjartadrep eftir aðgerð (20,0%) og heilaáfall (14,6%). Minniháttar fylgikvillar greindust hjá 87,8% sjúklinga og var með­ ferð í öndunarvél lengur en 48 klukkustundir algengust (63,4%) ásamt nýkomnu gáttatifi/flökti (63,4%) og aftöppun á fleiðruvökva (36,6%). Tími í öndunarvél eftir aðgerð var að meðaltali 68 klukku­ stundir (± 393, bil: 13­2477). Upplýsingar um kreatínín­mælingu lágu fyrir hjá 40 sjúklingum. Nýrnaskaði samkvæmt skilmerkjum RIFLE greindist hjá 19 þeirra (47,5%), þar af voru 9 (22,5%) í RISK­ flokki, 3 (7,5%) í INJURY­ og 7 í FAILURE­flokki (17,5%).10 Þörf var á nýrnaskilun eftir aðgerð hjá fjórum sjúklingum en enginn þeirra fékk langvarandi nýrnabilun. Tveir sjúklingar þurftu að gangast undir endurteknar aðgerðir á neðri útlimum vegna blóðþurrðar í ganglimum en í hvorugu tilfellinu þurfti að grípa til aflimunar. Miðgildi legutíma á gjörgæslu voru 5 dagar (bil: 1­61) en heildarlegutími á sjúkrahúsi voru 17 dagar (bil: 1­125). Tíu sjúklingar (22,2%) létust innan 30 daga eftir aðgerð, þar af fjórir á skurðstofu. Ekki var marktækur munur á dánartíðni á milli fyrri og síðari hluta rannsóknartímabilsins (25% á móti 21%, p=0,79). Heildarlifun var 71,4% ± 8,2% eftir 5 ár og 65,4% ± 9,4% 10 árum eftir aðgerð. Umræða Ósæðarflysjun er tiltölulega sjaldgæfur en lífshættulegur sjúk­ dómur sem er bæði erfitt að greina og meðhöndla. Þetta er fyrsta rannsóknin þar sem árangur aðgerða vegna ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi er kannaður en aðgerðirnar voru allar fram­ kvæmdar á einni stofnun af aðeins fjórum skurðlæknum. Á fyrri hluta tímabilsins var gerð um það bil ein aðgerð á ári en þeim fjölgaði verulega á síðari hluta tímabilsins, og á árunum 2012­2014 voru þær rúmlega 5 á ári. Ástæða þessarar fjölgunar er ekki augljós en í erlendum rannsóknum hefur verið lýst aukinni tíðni bæði gúlpa í brjóstholshluta ósæðar og flysjunar.11 Hugsan­ lega getur bætt aðgengi að myndgreiningu og vitundarvakning um sjúkdóminn hin síðari ár skýrt hluta af þessari aukningu. Einnig er hugsanlegt að í byrjun rannsóknartímabilsins hafi sjúk­ lingum ekki alltaf verið boðið upp á aðgerð þar sem reynsla af slíkum aðgerðum hér á landi var takmörkuð þá. Á næstu árum verður vonandi hægt að svara þessum vangaveltum, en í gangi er rannsókn á nýgengi ósæðarflysjunar á Íslandi þar sem einnig er litið á sjúklinga sem ekki gengust undir aðgerð, meðal annars með því að fara yfir krufningaskýrslur og allar sjúkrahúslegur á Íslandi sem tengjast ósæðarflysjun. Sjúklingar voru margir alvarlega veikir við komu á sjúkra­ hús, til dæmis var nær helmingur þeirra í losti (með lágan blóð­ þrýsting) og þriðjungur hafði einkenni um hjartaþröng. Einnig hafði fjórðungur sjúklinga einkenni blóðþurrðar til líffæra, sem er svipað hlutfall og í erlendum rannsóknum þar sem því er lýst í 25­31% tilfella.4,12,13 Ástand sjúklings við komu á sjúkrahús hefur verulegt forspárgildi um skammtímalifun, en sjúklingar með bæði hjartaöng og blóðþurrðareinkenni við komu eru í rúmlega áttfaldri hættu á dauða eftir aðgerð borið saman við þá sem eru án slíkra einkenna.14 Tölvusneiðmyndataka var langalgengasta myndgreiningar­ aðferðin sem leiddi til greiningar flysjunar. Hún er fljótleg og til­ tölulega einföld í framkvæmd en krefst þó gjafar skuggaefnis sem Tafla V. Snemmkomnir fylgikvillar. Sjúklingur getur haft fleiri en einn fylgikvilla. Fjórum sjúklingum sem létust í aðgerð er sleppt. Fjöldi sjúklinga og hlutfall. Fjöldi % Alvarlegir fylgikvillar 25 60,1 Enduraðgerð vegna blæðinga 12 29,3 Hjartadrep tengt aðgerð* (n=35) 7 20,0 Barkaraufun 4 9,8 Nýrnaskilun 4 9,8 Heilaáfall 6 14,6 Djúp sýking í bringubeini 1 2,4 Minniháttar fylgikvillar 36 87,8 Nýtilkomið gáttatif/flökt 26 63,4 Öndunarvélameðferð >48 klukkustundir 26 63,4 Tímabundin blóðþurrð í heila (TIA) 2 4,9 Lungnabólga 13 31,7 Aftöppun fleiðruvökva 15 36,6 Þvagfærasýking 3 7,3 Yfirborðssýking í skurðsári 0 0,0 Dauði í aðgerð (n=45) 4 8,9 Dauði innan 30 daga (n=45) 10 22,2 *CK-MB mæling yfir 70 µg/L (hjá sjúklingum sem ekki höfðu hjartadrep fyrir aðgerð). TIA = transient ischemic attack.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.