Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 20
80 LÆKNAblaðið 2016/102
þar af voru þrír sjúklingar sem lögðust inn á endurhæfingardeild
Grensás. Hjá 23 sjúklingum var þörf á innlögn á gjörgæsludeild
þar sem meðallegutími voru 2,6 dagar. Af þeim sjúklingum sem
lögðust inn þurftu 46,8% aðgerð en í 18,5% tilfella var um aðgerð á
neðri útlim að ræða, í 15,3% tilvika þurfti aðgerð á efri útlim, í 6,5%
tilvika þurfti aðgerð á andliti og í 2,4% þurfti aðgerð á brjóstkassa.
Hjá þeim sjúklingum sem lögðust inn gengust 46,0% undir tölvu
sneiðmynd af höfði og í 34,7% tilvika var gerð tölvusneiðmynd af
kvið en hjá 23,4% var framkvæmd tölvusneiðmynd af brjóstkassa.
Í 25,0% tilvika var tekin röntgenmynd af efri útlim, í 20,2% tilvika
röntgenmynd af neðri útlim og í 8,1% tilvika var gerð röntgen
mynd af lungum. Einungis þrír sjúklingar sem lögðust inn fóru í
ómskoðun sem myndgreiningarrannsókn.
Umræða
Í þessari stærstu rannsókn til þessa á hjólreiðaslysum á Íslandi
reynast þau vera nokkuð algeng en yfirleitt ekki alvarleg. Þó má
ekki horfa fram hjá þeirri staðreynd að um fimmtungur slasaðra
var með beinbrot og að um 20 manns leggjast inn á sjúkrahús á ári
hverju vegna reiðhjólaslysa. Enginn hjólreiðamaður lést í kjölfar
slyss á rannsóknartímabilinu. Í desember 2015 varð banaslys hjá
reiðhjólamanni en þá hafði ekki orðið banvænt reiðhjólaslys síðan
árið 1997. Til samanburðar er heildarfjöldi látinna í umferðar
slysum 102 á rannsóknartímabilinu.12
Skráning
Alls leituðu 3472 einstaklingar á bráðamóttöku vegna afleiðinga
reiðhjólaslysa á rannsóknartímabilinu. Á sama tíma voru einungis
317 reiðhjólaslys skráð hjá Samgöngustofu fyrir árin 20052010, eða
9,1% af skráðum reiðhjólaslysum hjá bráðamóttökunni. Því virðist
ljóst að opinber skráning á heildarfjölda reiðhjólaslysa hefur ekki
gefið nákvæma mynd af tíðni slysanna. Er þetta sambærilegt við
niðurstöður erlendra rannsókna, meðal annars í Finnlandi og
Þýskalandi, þar sem skráning lögreglu eða samgönguyfirvalda
hefur ekki náð til nema um 1030% þeirra sem leita aðstoðar á
bráðamóttökum.1,8,9 Líklegasta ástæða
þessa misræmis er að minniháttar slys séu
ekki tilkynnt til lögreglu enda reyndust
65,6% einstaklinga vera með lágt áverka
skor (ISS <3stig).
Rannsóknin sýnir einnig að þessi slys
verða yfirleitt hjá ungum karlmönnum
og gerast við leik eða tómstundaiðju.13-15
Í þessari rannsókn voru 68,3% slasaðra
karlkyns en í 31,7% tilvika konur, sem er
svipað og sést hefur meðal annars í rann
sókn frá Bretlandi.14 Virðist þessi munur
til kominn vegna þess að reiðhjólaslys
eru algengari meðal drengja en stúlkna
en slysatíðni kynjanna virðist sambærileg
hjá fullorðnum eins og sjá má á mynd 3.
Slysatíðnin er einnig mismunandi milli
aldurshópa en meirihluti slysanna verður
á aldrinum 019 ára, eða 62,4% allra slysa.
Það er viðbúið að slysatíðnin sé mest hjá
yngsta hópi sjúklinga sé tekið mið af aldurssamsetningu þjóðar
innar en 43,5% fólks á rannsóknartímabilinu var á aldrinum 029
ára, en einnig ef litið er á könnun á ferðavenjum fólks árið 2011.22
Þó umrædd könnun nái út fyrir okkar rannsóknartímabil virðist
reiðhjólanotkun vera mest hjá yngri aldurshópum.16
Hjálmar
Ýmsar rannsóknir hafa borið saman þá sem hjóla með og án
hjálms. Skráning á notkun reiðhjólahjálms var ábótavant á rann
sóknartímabilinu en í 85,8% tilvika var hjálmanotkun ekki skráð.
Þetta er hærra hlutfall en sést hefur í öðrum sambærilegum rann
sóknum þar sem vanskráning hefur verið á bilinu 3060%.9,17,18
Hlutfall skráningar um notkun hjálms hjá innlögðum sjúklingum
var einnig lág en upplýsingar um notkun hjálma voru til staðar
hjá 43,5% sjúklinga. Þeir sjúklingar sem höfðu notað hjálm lögðust
síður inn, höfðu síður áverka á höfði og höfðu lægra áverkaskor.
Konur hjóluðu frekar með hjálm á höfði og er það í samræmi við
það sem hefur sést erlendis frá.19-21 Í ljósi þess hve vanskráning
reiðhjólahjálms var mikil á tímabilinu er erfitt að meta gagnsemi
reiðhjólahjálms út frá þessari rannsókn þó ýmsar erlendar rann
sóknir hafi bent til þess að hjálmanotkun dragi marktækt úr tíðni
höfuðáverka.19
Tíðni slysa og öryggi reiðhjóla
Niðurstöður okkar sýna að heildarfjöldi reiðhjólaslysa virðist
aukast lítillega á rannsóknartímabilinu (mynd 5). Fæst voru þau
árið 2006, eða 497 talsins, en flest, 644, árið 2010. Alvarlegum
áverkum fjölgaði ekki á tímabilinu en árið 2007 voru 15 slasaðir
með áverkaskor 9≥ og árið 2010 voru 13 slasaðir með áverkaskor
9≥. Hins vegar fjölgaði innlögnum á seinni hluta tímabilsins þar
sem 10 einstaklingar lögðust inn árið 2005 en 32 árið 2010 og fór
innlagnarhlutfall því úr 1,8% í 5,0%.
Erfitt er að áætla hvort raunveruleg aukning hafi orðið á tíðni
reiðhjólaslysa miðað við fjölda hjólreiðamanna þar sem nákvæmur
R A N N S Ó K N
Mynd 4. Áverkaskor (ISS) þeirra sem lögðust inn á Landspítalann í kjölfar reiðhjólaslyss árin 2005-2010.