Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 25
LÆKNAblaðið 2016/102 85 Hluta sjúklinga er vísað í meðferðina til að undirbúa þá fyrir hjáveituaðgerð í kjölfarið. Sótt var um hjáveituaðgerð fyrir þá sjúklinga sem þess óskuðu og uppfylltu skilmerki NIH frá 1991: „Offeitir einstaklingar með LSÞ >40 eða LSÞ >35 ásamt einum eða fleiri fylgikvillum sem sýna áhuga á aðgerð, hefur ekki tek­ ist að léttast með breytingum á lífsstíl og eru ekki haldnir geð­ sjúkdómi.“18 Sjúklingar eru innritaðir á FSN í fjórar vikur og taka þátt í meðferð 5 daga vikunnar frá kl. 8­16. Í upphafi og lok fjögurra vikna meðferðar eru sjúklingar vigtaðir, hæðar­ og um­ málsmældir auk þess sem þolpróf er framkvæmt á hjóli og andleg líðan þeirra og lífsgæði metin með spurningalistum. Til að styðja við langtímaárangur er sjúklingum fylgt eftir í tvö ár að meðferð lokinni, annars vegar með reglulegum símaviðtölum eða tölvu­ póstum og hins vegar er þeim boðin endurinnlögn í viku í senn, 6 og 12 mánuðum eftir að upphafsmeðferð lýkur. Í endurinnlögn er árangur metinn, stunduð er áframhaldandi úthalds­ og styrktar­ þjálfun og skerpt er á fyrri fræðslu. Á mynd 1 má sjá yfirlit yfir skipulag meðferðar. Mælingar Til að meta árangur eftir meðferð voru notaðar mælingar á hæð og þyngd til að reikna LÞS (kg/m2). Þunglyndiskvarði Becks (Beck Depression Inventory-Revised; BDI­II) og kvíðakvarði Becks (Beck Anxiety Inventory; BAI) voru notaðir til að meta andlega líðan. Kvarðarnir meta alvarleika þunglyndis­ og kvíðaeinkenna þar sem hærra skor endurspeglar alvarlegri einkenni og eru skorin á bilinu 0­63. Skor á BDI­II frá 0­13 merkja mjög vægt þunglyndi, 14­ 19 vægt þunglyndi, 20­28 miðlungs þunglyndi, og 29­63 alvarlegt þunglyndi. Skor á BAI frá 0­7 merkja mjög væg kvíðaeinkenni, 8­15 væg, 16­25 miðlungs, og 26­63 mjög alvarleg kvíðaeinkenni. Áreiðanleiki og réttmæti íslenskra útgáfa þessara kvarða hafa reynst góð og eru sambærileg erlendum útgáfum listanna.19­22 Heilsutengd lífsgæði voru metin með Heilsutengda lífsgæða­ kvarðanum (HL) sem mælir andlega, líkamlega og félagslega þætti heilsutengdra lífsgæða og notast var við heildarskor allra þátta. Heildarskori er umbreytt í T­einkunn (staðalfrávik ±10) þar sem skor undir 50 gefur til kynna skert lífsgæði og skor yfir 50 betri lífsgæði en almennt gildir hjá Íslendingum. Réttmæti og áreiðan­ leiki mælitækisins hafa reynst fullnægjandi.23,24 Hluti hópsins undirgekkst magahjáveituaðgerð (n=28) til við­ bótar við þverfaglegu offitumeðferðina um það bil tveimur til þremur mánuðum eftir að frummeðferð lauk, og var árangur þessa hóps skoðaður sérstaklega. Mælingar voru gerðar við upphaf (T1, mæling 1) og lok (T2, mæling 2) fjögurra vikna innlagnarmeð­ ferðar (n=100) til að meta skammtímaárangur. Langtímaárangur, þriðja mælingin, var metinn með póstsendum spurningalistum auk þess sem þátttakendur voru á þeim tíma beðnir um að gefa upp þyngd sína. Mislangt var liðið frá lokum meðferðar við þriðju mælingu, eða <1 ár (T3), 1-2 ár (T4) eða ≥3 ár (T5). Tími frá fyrstu mælingu (upphaf meðferðar) að síðustu mælingu var að meðaltali tvö og hálft ár (30 ± 17 mánuðir) og spannaði frá þremur mánuðum til 5 ára. Þannig fengust upplýsingar um árangur meðferðar og líðan sjúklinga allt að 5 árum eftir að meðferð lauk. Tölfræði Tölfræðileg úrvinnsla gagna fór fram í tölfræðiforritinu SPSS (Statistical Package for the Social Sciences, útgáfa 20.0). Lýsandi töl­ fræði sýndi að margar meðferðarbreytur viku frá normaldreifingu samkvæmt Shapiro­Wilk prófi, svo notuð voru úrtaksbundin próf (non-parametric tests) til að meta árangur. Skammtímaárangur var metinn með innanhópasamanburði á gildum við mælingu 1 (T1) og mælingu 2 (T2), en langtímaárangur var metinn með því að bera saman mælingu 1 og mælingu 3 (eða <1 ár (T3), 1­2 ár (T4) eða ≥3 ár (T5) frá lok meðferðar). Einnig voru gögnin greind með tilliti til tveggja mismunandi meðferðarhópa, þeirra sem fóru í hjáveituaðgerð til viðbótar við hefðbundna meðferð (n=28) og þeirra sem ekki fóru í hjáveituaðgerð (n=72). Árangur var metinn með því að bera saman mælingar 1 og 2 annars vegar og mælingar 1 og 3 hins vegar, en mæling 3 náði bara til þeirra þátttakenda þar sem lengst var um liðið frá lokum meðferðar þar sem hópa­ stærðir á tímapunktum T3 og T4 voru mjög litlar. Wilcoxon­próf (Wilcoxon signed ranks test) voru notuð fyrir innanhópasamanburð á pöruðum gildum, en Mann­Whitney próf (Mann-Whitney U test) fyrir samanburð á gildum milli hópa. Leiðrétt var fyrir fjölda samanburða með Bonferroni­aðferð; hefðbundin p­gildi eru birt í niðurstöðum, en tekið er fram ef Bonferroni­leiðrétting hefur áhrif á marktekt. Tölfræðileg marktekt miðaðist við 95% öryggismörk. Niðurstöður Lýsandi tölfræði Meðalaldur þátttakenda var 47,1 ± 12,4 ár. Við upphaf meðferðar þjáðust allir af mikilli offitu (LÞS ≥35) og spannaði líkamsþyngdar­ stuðullinn frá 35 til 65, meðaltal var 42,42 og miðgildi 41,73. Meðal­ skor á þunglyndis­ og kvíðakvörðum gáfu til kynna að minnsta kosti væg þunglyndis­ og kvíðaeinkenni (sjá töflu 1). Skor þátttak­ R A N N S Ó K N Tafla I. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS), þunglyndiseinkenni, kvíðaeinkenni og heilsutengd lífsgæði. Mæling 1 upphaf meðferðar Mæling 2 lok meðferðar Mæling 3 <1 ári 1-2 ár eftir meðferð ≥3 ár LÞS (kg/m2) 41,73 (100) 39,93* (100) 37,8* (21) 36,69* (26) 35,29* (49) BDI-II-þunglyndispróf 15 (96) 4* (96) 6,5* (30) 7 (20) 10* (50) BAI-kvíðapróf 8 (98) 2* (96) 3* (30) 7 (19) 8 (48) HL-lífsgæði 39 (85) 52* (85) 50*(29) 51,5* (20) 48* (49) Gildi: Miðgildi (fjöldi), *p-gildi <0,001 samanburður við mælingu 1.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.