Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 41

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 41
LÆKNAblaðið 2016/102 101 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R eru víða miklir. Þar er þekkt að fólk tjái geðrænan vanda með líkamlegum ein- kennum og heilbrigðisstarfsfólk nálgast vandann á þeim forsendum.“ Ekki lengur talað um móðursýki eða ímyndunarveiki Varla verður skilið við þetta efni án þess að nefna upphafsmann nútíma sál­ greiningar, hinn austurríska Sigmund Freud. „Hann taldi þessi óljósu líkamlegu einkenni stafa af bælingu sálrænna áfalla sjúklingsins í bernsku og notaði orðið hys- teria yfir það. Hann taldi að hin flóknu sálrænu og líkamlegu einkenni sem brjót­ ast út síðar á lífsleiðinni eigi rætur sínar í þessari bælingu í bernsku. Lausnin væri fólgin í því að leiða sjúklinginn aftur til upphafsins með sálgreiningarmeðferð.“ Franska leikskáldið Moliére gerði sér mat úr angist þess er þjáist af heilsukvíða (hypochondria) í leikritinu Ímyndunarveik- inni. „Þetta er enn ein tegund þessara líkömnunarraskana og lýsir sér með því að fólk telur sig haldið mjög alvarlegum sjúkdómi þrátt fyrir að hafa lítil eða engin líkamleg einkenni. Þessu fylgir oft mikil og stöðug sjúkdómahræðsla, ótti við smit og eindregin krafa um ítarlegar rannsóknir þrátt fyrir að einkennin séu lítil eða í engu samræmi við meintan sjúkdóm. Aðrir eru sjúklega hræddir við lækna og sjúkrahús og forðast snertingu við allt er hugsanlega getur valdið smiti eða sjúkdómum. Í dag er hypoc- hondria kallað Illness Anxiety Disorder eða heilsukvíði og er skilgreind sem ótti við alvarlega sjúkdóma og kvíðaeinkenni sem fylgja því.“ Þrátt fyrir að umræða um sjúkdóma hafi aukist verulega á undanförnum árum, svo mjög að sumir tala um sjúk- dómsvæðingu, segir Magnús ekkert benda til þess að sjúklingum með líkam- leg einkenni af óljósum toga sé að fjölga. „Aukning greininga á geðröskunum á sér aðrar ástæður en þó vegur þungt að í dag er fólk líklegra til að leita sér aðstoðar við geðrænum vanda en áður.“ „Læknavísindin eru að átta sig á því að samspil hins geðræna og líkamlega er flóknara og sam- tvinnaðra en lengst af hefur verið álitið,“ segir Magnús Haraldsson geðlæknir. CP REYKJAVÍK er frísklegt og skapandi þjónustu- fyrirtæki sem skipuleggur viðburði, ferðir og ráðstefnur fyrir innlenda og erlenda viðskiptavini. Hafðu samband og við gerum þér tilboð í ógleymanlega upplifun Suðurlandsbraut 6 - 108 Reykjavík - 510 3900 - www.cpreykjavik.is VIÐ GERUM ATVINNULÍFIÐ VIÐBURÐARÍKARA

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.