Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 19
LÆKNAblaðið 2016/102 79
verið að slysinu í 12,5% tilvika, í 7,8% tilvika átti bifreið eða bif
hjól hlut að slysi og í 3,0 % tilvika var annar reiðhjólamaður aðili
að slysi. Upplýsingar voru hins vegar ekki skráðar um gagnaðila
slyss í 74,9% tilvika.
Líkamssvæði áverkastigs og áverkaskor
Af líkamssvæðum áverkastigsins reyndist efri útlimur oftast vera
slasaður, eða í 47,1% tilfella. Í 27,8% tilvika var um að ræða áverka
á mjaðmargrind og neðri útlim en í 30,2% tilfella voru áverkar á
höfði eða andliti (mynd 2).
Allir sjúklingar sem komu á bráðamóttöku voru áverkaskor
aðir og reyndust 65,6% þeirra með lítinn áverka (áverkaskor
≤3stig), 29,3% sjúklinga voru með meðaláverka (4-8 stig) og 1,5%
sjúklinga var með mikinn áverka (915 stig). Samkvæmt stöðluðu
áverkaskori voru einungis 0,3% sjúklinga alvarlega slasaðir (1624
stig) og 0,09% sjúklinga lífshættulega slasaðir eða fengu 25 stig
eða meira. Enginn sjúklingur lést eftir reiðhjólaslys á rannsóknar
tímabilinu. Tíðni alvarlegra áverka (áverkaskor 9+) hélst stöðugt
á rannsóknartímabilinu en árið 2005 voru 1,3% þeirra sjúklinga
sem leituðu á bráðamóttökuna það árið með áverkaskor 9+ borið
saman við 2,0% árið 2010. Flestir sjúklingar með áverkaskor 9+
greindust árið 2007 en þá voru þeir 2,9% þeirra sem leituðu á bráða
móttökuna það árið.
Greiningar
Þeir 3472 sem leituðu á bráðamóttökuna eftir reiðhjólaslys hlutu
samtals 4876 greiningar. Algengustu greiningar voru sár, mar eða
tognun í 71,6% allra greininga. Þar á eftir greindust 22,3% bein
brot eða liðhlaup en heilaáverkar voru 4,9% og innri líffæra áverkar
1,1% allra greininga. Þegar litið er á greiningar samkvæmt ICD10
voru yfirborðsáverkar á öðrum hlutum höfuðs og heilahristingur
algengasta greiningin en það var jafnframt algengasta greiningin
meðal þeirra sem lögðust inn. Frekari skiptingu á greiningum sam
kvæmt ICD10 má sjá í töflu I og töflu II.
Hjálmur
Í einungis 14,2% tilvika var hjálmanotkun skráð en í þeim tilfellum
þar sem hún var skráð voru konur með hjálm í 71% tilvika en 29%
karla. Þegar sjúklingar lögðust inn var hjálmanotkun skráð í 43,5%
tilfella.
Innlagnir
Alls voru 124 sjúklingar lagðir inn á rann
sóknartímabilinu, eða 3,6% allra sjúk
linga sem leituðu á bráðamóttöku vegna
reiðhjólaslysa. Innlagnarhlutfall var þó
breytilegt á rannsóknartímabilinu, fæstir
lögðust inn árið 2005, eða tæp 1,8%, en
flestir árið 2010, eða 5,0% sjúklinga.
Hjá þeim sjúklingum sem lögðust inn
á Landspítala voru 66,9% karlar en 33,1%
konur og meðalaldur innlagðra sjúklinga
var 24,7 ár en algengast var að sjúklingar
á aldrinum 1014 ára legðust inn (mynd 3).
Innlagðir sjúklingar voru í 59,7% til
vika með meðal áverka, eða áverkaskor
48, og mikinn áverka í 23,4% tilvika, eða
áverkaskor 915 (mynd 4).
Meðallegutími sjúklinga voru 5 dagar
en 5 sjúklingar lágu inni í yfir 16 daga,
Tafla II. Algengustu greiningar skv. ICD-10 hjá innlögðum sjúklingum sem
slösuðust í reiðhjólaslysi.
Greining - innlagðir sjúklingar %
Heilahristingur (S06.0) 22,6
Yfirborðsáverki á öðrum hlutum höfuðs (S00.8) 8,9
Viðbeinsbrot (S42.0) 7,3
Brot á neðri enda sveifar (S52.5) 6,5
Kúpubotnsbrot með eða án heila- og mænuvökvaleka (S02.1) 6,5
Mörg opin sár á höfði (S01.7) 5,6
Dreifður heilaáverki (S06.2) 4,8
Tafla I. Algengustu greiningar skv. ICD-10 hjá öllum sjúklingum sem slösuðust í
reiðhjólaslysi og leituðu á bráðamóttökuna í Fossvogi árin 2005-2010.
Greining - allir sjúklingar %
Yfirborðsáverki á öðrum hlutum höfuðs (S00.8) 6,5
Heilahristingur (S06.0) 6,3
Tognun og ofreynsla á úlnlið (S63.5) 5,8
Mar á hné (S80.0) 5,4
Opið sár á vanga eða kjálkaliðssvæði (S01.4) 4,4
Brot á neðri enda sveifar (S52.5) 4,4
Viðbeinsbrot (S42.0) 3,7
Mynd 3. Aldursskipting og kyn þeirra sem lögust inn á Landspítalann í kjölfar reiðhjólaslyss árin 2005-2010.
R A N N S Ó K N