Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 11

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 11
LÆKNAblaðið 2016/102 71 R A N N S Ó K N Inngangur Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem dánartíðni er há og tíðni fylgikvilla umtalsverð.1 Við bráða ósæðarflysjun verður rof á innsta lagi ósæðar (intima) þannig að blóðið klýfur sig á milli laga og myndar aukahólf ( false lumen) milli innsta og ysta lag æðarinnar. Flysjun í brjóstholshluta ósæðar er oftast skipt í tvennt samkvæmt svokallaðri Stanford­flokkun: í gerð A sem felur í sér flysjun í rishluta ósæðar, og gerð B sem tekur til fallhluta ósæðar en þá eru upptökin handan við vinstri viðbeinsslagæð (subclavian artery).2 Helstu áhættuþættir ósæðarflysjunar eru háþrýst­ ingur og ósæðargúlpar en einnig bandvefssjúk dómar eins og Marfans­heilkenni, æðakölkun og tvíblöðku ósæðarloka.1 Veikleiki í stoðvef ósæðarveggjar er talinn auka líkur einstaklings á að fá ósæðarflysjun. Flysjun getur orðið án undanfarandi einkenna en stundum er hún tengd skyndilegri hækkun á blóð­ þrýstingi.3 Algengustu einkenni og teikn flysjunar eru skyndilegur brjóstverkur sem leiðir aftur í bak, yfirlið og lágur blóðþrýstingur. Einnig má nefna einkenni sem rekja má til blóðþurrðar til líffæra, til dæmis ef flysjun truflar blóðflæði í gegnum æðar til líffæra (mal- perfusion) og veldur þannig heilaáfalli, hjartabilun eða kvið­ og útlimaverkjum.4 Meðferð ósæðarflysjunar ræðst af því hvort um gerð A eða B er að ræða. Sjúklingar með gerð A eru nær alltaf teknir í bráðaskurðaðgerð vegna hættu á rofi á Inngangur: Ósæðarflysjun í brjóstholshluta ósæðar er lífshættulegur sjúkdómur sem krefst flókinnar meðferðar þar sem tíðni fylgikvilla er há. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur skurðaðgerða sem framkvæmdar hafa verið á Íslandi vegna bráðrar ósæðarflysjunar af Stanford-gerð A en slík rannsókn hefur ekki verið gerð áður hérlendis. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn á 45 sjúklingum (meðalald- ur 60,7 ár, 68,9% karlar) sem gengust undir aðgerð vegna bráðrar ósæð- arflysjunar af gerð A á Landspítala frá 1992 til 2014. Úr sjúkraskrám var safnað saman breytum sem tengdust heilsufarssögu, aðgerðartengdum þáttum og fylgikvillum. Heildarlifun var reiknuð með aðferð Kaplan-Meier en meðaltal eftirfylgdar var 55,6 mánuðir. Niðurstöður: Alls voru gerðar 45 aðgerðir á tímabilinu þar sem tæplega þrír fjórðu aðgerða (73,3%) voru framkvæmdar á seinni hluta rannsóknar- tímabilsins. Tæplega helmingur (46,7%) sjúklinga voru í losti við komu á sjúkrahús og 26,7% höfðu blóðþurrðareinkenni til líffæra. Fjölskyldusaga um ósæðarflysjun var til staðar hjá 15,5% sjúklinga. Ósæðinni var skipt út með Dacron®-gerviæð í 86,7% tilfella, hjá tæplega þriðjungi sjúklinga þurfti að skipta út ósæðarrót og hjá 31,1% sjúklinga var blóðrás stöðvuð í kælingu. Meiriháttar fylgikvillar greindust eftir aðgerð hjá 60,1% sjúklinga þar sem enduraðgerð vegna blæðingar (29,3%) og heilablóðfall (14,6%) voru algengastir. Tíu sjúklingar létust innan 30 daga frá aðgerð (22,2%). Lifun 5 og 10 árum frá aðgerð var 71,4 ± 8,2% og 65,4 ± 9,4%. Ályktun: Aðgerðum vegna ósæðarflysjunar í rishluta ósæðar hefur fjölgað umtalsvert á síðastliðnum áratug hér á landi. Fylgikvillar eru tíðir, sérstak- lega enduraðgerðir, en dánartíðni skemmri en 30 daga og langtímalifun eru sambærilegar við erlendar rannsóknir. ÁGRIP ósæð sem getur leitt til skyndidauða vegna blæðing­ arlosts eða losts sem stafar af blæðingu í gollurshús sem veldur hjartaþröng (cardiac tamponade).5 Einnig er hætta á blóðþurrð til hjarta ef kransæðaop lokast eða bráðum ósæðarlokuleka, nái flysjunin að ósæðarrót­ inni. Skurðaðgerðir hjá þessum sjúklingum eru flókn­ ar og umfangsmiklar. Fylgikvillar eru því tíðir, eins og blæðingar, nýrnaskaði, öndunar­ og fjöllíffærabilun sem auka legutíma og kostnað.6­8 Tilgangur rannsóknarinnar var því að kanna árangur aðgerða vegna bráðrar ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi, bæði með tilliti til snemmkominna fylgikvilla, dánartíðni innan 30 daga (skurðdauða) og langtímalifunar. Efniviður og aðferðir Rannsóknin var afturskyggn og náði til allra sjúklinga sem gengust undir aðgerð vegna bráðrar ósæðarflysj­ unar af gerð A á Landspítala á tímabilinu frá 1. janúar 1992 til 31. desember 2014. Leitað var í sjúkraskrá Landspítala að ICD 9 og ICD 10 grein ingarkóðum fyr­ ir ósæðarflysjun, ósæðarvíkkun og flysjun á slagæð. Einnig var leitað að kóðum í aðgerðaskrá hjarta­ og lungnaskurðdeildar spítalans sem vísuðu á einhvers konar aðgerð á ósæð í brjóstholi. Alls gengust 45 manns undir aðgerð á þessu 23 ára tímabili og voru Greinin barst 2. júlí 2015, samþykkt til birtingar 7. janúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Árangur aðgerða vegna bráðrar ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi Arnar Geirsson1, Inga Hlíf Melvinsdóttir1, Þórarinn Arnórsson1, Gunnar Mýrdal1, Tómas Guðbjartsson1,2 1Hjarta- og lungna- skurðdeild Landspítala, 2læknadeild Háskóla Íslands. Höfundar eru öll læknar. Fyrirspurnir: Arnar Geirsson arnarge@landspitali.is http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.02.64 Öflug viðbót við statín til lækkunar á LDL-C *… …og enn öflugri meðferð ef þörf krefur1,2,3,4,5 Allt að 61 % lækkun á LDL-C2,4 sem viðbót við hæsta skammt af statíni sem þolist2,4 PRALUENT: Ný meðferð fyrir sjúklinga með frumkomna kólesteról- hækkun eða blandaða blóðfituröskun1 Muliggjør LDL-C måloppnåelse1 alirocumab 1. PRALUENT SPC. 23.09.2015 kafli 4.1. 2. PRALUENT SPC 23.09.2015 kafli 5.1. 3. Cannon CP, Cariou B, Blom D et al. Efficacy and safety of alirocumab in high cardiovascular risk patients with inadequately controlled hypercholestrolemi on maximally tolerated doses of statins: the ODYSSEY COMBO II randomized controlled trial. Eur Heart J, May 14; 36(19): 1186–1194. 4. Robinson JG, Farnier M, Krempf M et al. Efficacy and Safety of Alirocumab in Reduscing Lipids and Cardiovascular Events. N Engl J Med 2015;372:1489-99. * Samanborið við lyfleysu eða ezetimib, sem viðbót við statín SAIS.ALI.16.01.0002 Vistor - Hörgatúni 2, 210 Garðabær Sími: 535 7000- www.vistor.is Greinin birtist einnig á ensku á vef Læknablaðsins.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.