Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 4

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 4
64 LÆKNAblaðið 2015/101 F R Æ Ð I G R E I N A R 2. tölublað, 102. árgangur, 2016 67 Vilhjálmur Ari Arason Betur má ef duga skal Ónauðsynleg sýkla- lyfjanotkun er talin eiga sök á hratt vaxandi sýklalyfjaónæmi. Það er mat Alþjóðaheilbrigðis- stofnunarinnar að eitt af veigamestu verkefnum heims sé að taka á þessum vanda. 71 Arnar Geirsson, Inga Hlíf Melvinsdóttir, Þórarinn Arnórsson, Gunnar Mýrdal, Tómas Guðbjartsson Árangur aðgerða vegna bráðrar ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi Ósæðarflysjun er lífshættulegur sjúkdómur þar sem dánartíðni er há og tíðni fylgi- kvilla umtalsverð. Við bráða ósæðarflysjun verður rof á innsta lagi ósæðar (intima) þannig að blóðið klýfur sig á milli laga og myndar aukahólf (false lumen) milli innsta og ysta lag æðarinnar. 77 Ármann Jónsson, Sævar H. Lárusson, Ágúst Mogensen, Hjalti Már Björnsson, Brynjólfur Á. Mogensen Komur slasaðra á bráðamóttöku Landspítala eftir reiðhjólaslys árin 2005-2010 Opinber skráning reiðhjólaslysa er hjá Samgöngustofu og byggist á lögregluskýrslum á umferðarslysum. Í gagnabanka Samgöngustofu voru 317 tilfelli skráð á árunum 2005-2010. Í upplýsingum frá Samgöngustofu kemur fram að árið 2005 slösuðust 25 við hjólreiðar en árið 2010 reyndust þeir 82 talsins. Eru því vísbendingar um fjölgun reiðhjólaslysa í umferðinni á Íslandi á því tímabili. 82 Bjarni Kristinn Gunnarsson, Ingunn Hansdóttir, Erla Björnsdóttir, Erla Björg Birgisdóttir, Anna Þóra Árnadóttir, Björn Magnússon Árangur þverfaglegrar offitumeðferðar á líkamsþyngd og andlega líðan til lengri og skemmri tíma Þátttakendur voru 100 sjúklingar sem frá árinu 2007 höfðu lokið fjögurra vikna offitu- meðferð með allt að tveggja ára eftirfylgd á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað. Niðurstöður sýna að þverfagleg offitumeðferð er árangursrík leið til að draga úr offitu og bæta andlega líðan og lífsgæði til skamms tíma. 69 Arna Guðmundsdóttir Brýnasta verkefni lækna Baráttunni fyrir fyrsta flokks heilbrigðis- þjónustu á Íslandi lýkur aldrei. Þar verða læknar að leggja sitt af mörkum. Þar reynir á forystu- sveitina og samstöðu og úthald baklandsins. Þetta er brýnasta verk- efni okkar á næstu árum. L E I Ð A R A R

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.