Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 46

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 46
106 LÆKNAblaðið 2016/102 Frá Æðaskurðlækninga- félagi Íslands Guðmundur Daníelsson sérfræðingur í æðaskurðlækningum Landspítala Fossvogi formaður Æðaskurðlækningafélags Íslands gudmundd@landspitali.is Æðaskurðlækningafélag Íslands var stofnað 2. desember árið 1996 eða fyrir 20 árum og verður haldinn afmælisfagnaður af því tilefni síðar á árinu. Í félaginu eru læknar með mismunandi sérsvið sem eiga það sameiginlegt að sinna sjúklingum með æðasjúkdóma og veita þeim við­ eigandi meðferð. Æðaskurðlæknar eru þó í meirihluta þeirra 19 sem eru meðlimir í dag. Stofnfélagar voru 5 og átti Stefán E. Matthíasson fyrrum yfirlæknir á Land­ spítala frumkvæði að stofnun þess og var hann jafnframt fyrsti formaður félagsins. Í fyrstu stjórn félagsins sátu auk Stefáns læknarnir Halldór Jóhannsson gjaldkeri, Haraldur Hauksson ritari og Páll Gíslason endurskoðandi. Margt hefur breyst á þessum 20 árum og má segja að æða­ skurðlækningar sem sérgrein hafi í raun tekið stakkaskiptum. Æðaskurðlækningar voru sameinaðar á eina deild við samruna sjúkrahúsanna í Reykjavík, á Sjúkrahúsi Reykjavíkur í janúar árið 2000, en höfðu áður verið stundaðar á Landakotsspítala, Landspítala og Borgarspítala. Fyrsti yfirlæknir sameinaðra deilda var Halldór Jóhannsson. Það var á þessum tíma sem innæðaaðgerðir hófu að ryðja sér til rúms í einhverjum mæli með blásningum á æðum og fóðringum hvers kyns og inn­ æðaaðgerðum á ósæðagúlum. Fyrsta fóðring á ósæðagúl var gerð á Sjúkra­ húsi Reykjavíkur í mars 1997. Aðgerðin gengur undir nafninu EVAR (endovascular aortic repair) þar sem klæðning á burðar­ virki er sett inn í ósæðina frá náraslagæð. Hefur þetta verið mikil framför í meðferð þar sem sjúklingum vegnar betur og er aðgerðin bæði einfaldari og sjúklingar eru mun fljótari að jafna sig. Gjörgæslumeð­ ferð að lokinni aðgerð er því nú nánast óþörf. Meðferð við þrengslum í slagæðum hefur einnig gjörbreyst þar sem innæðaað­ gerðir með belgvíkkun á þrengingum hafa orðið algengari og það hefur stytt legu­ tíma á sjúkrahúsi mjög. Frá upphafi hefur verið góð samvinna æðaröntgenlækna og æðaskurðlækna. Í dag vinna fjórir læknar myndgreiningardeildar Land­ spítala sem hafa sérhæft sig í meðferð slagæðasjúkdóma. Hefur því frá upphafi komið til tals að sameina þessar sérgreinar í deild sem sinnir meðferð æðasjúkdóma. Þó svo að vinna á skurðstofu eða á mynd­ greiningardeild sé enn stærsti hluti með­ ferðar æðasjúkdóma, er einnig mikill hluti af okkar vinnu lyflæknismeðferð á deild. Þessi hluti er orðinn það stór að víðast hvar erlendis hefur myndast sérgrein um sjúkdóma í æðakerfi, sem á íslensku gæti heitið æðafræði (angiology) sem hefur á sinni könnu að sinna lyflæknismeðferð þessara sjúklinga. Aðgerðir á bláæðasjúk­ dómum hefur einnig tekið miklum fram­ förum og eru þessar aðgerðir nú nánast eingöngu gerðar í deyfingu og sjúklingur fer heim stuttu eftir aðgerð og getur í raun farið til vinnu daginn eftir. Sú aðgerð sem hefur náð mestri útbreiðslu á Íslandi er hitaeyðing á innanlærisbláæð eða aftan­ leggsbláæð (saphena magna, saphena parva) með laser­orkugjafa. Hér áður fyrr var algengt að sjúklingar lægju inni á sjúkra­ húsi í nokkra daga eftir aðgerð og þurftu verkjalyf svo dögum skipti og væru að jafnaði frá vinnu í 10 til 14 daga. Að jafnaði eru þrír til fjórir æðaskurð­ læknar starfandi á Landspítala. Þar sem þáttur innæðaaðgerða er orðinn svo stór er einnig ein vakt á myndgreiningardeild sem sinnir bráðainnæðaaðgerðum í sam­ vinnu við lækna æðaskurðdeildar. Á Landspítala eru gerðar aðgerðir vegna slagæða sjúkdóma en bláæðasjúkdómar eru nú eingöngu meðhöndlaðir utan stofn­ unarinnar. Þessi skipting hefur reynst farsæl og hafa allir aðilar getað einbeitt sér að sínum verkefnaflokki. Mikil sérhæfing hefur því myndast og ný þekking hefur verið fljót að ryðja sér til rúms. Menntun æðaskurðlækna síðustu 20 ár hefur einnig breyst umtalsvert þar sem gerð er krafa um þekkingu og færni í innæðaaðgerðum jafnt sem opnum aðgerðum. Þetta hefur leitt til þess að sérfræðinám í greininni hefur verið mjög langt og var gerð krafa um almennar skurðlækningar sem aðalsérgrein en æðaskurðlækningar sem undirsérgrein. Með nýrri reglugerð um sérfræðileyfi lækna hér á landi er nú hægt að fá sérfræðiviðurkenningu eingöngu í æðaskurðlækningum í dag. Til að fagna 20 ára afmæli félagsins var haldið málþing um meðhöndlun bláæða­ sjúkdóma nú á Læknadögum 2016. Fyrsti örvinn við einkennum ofvirkrar þvagblöðruß - 3 Heimildir: 1. Khullar et al. European Urology 63;(2013):283–295. 2. Nitti et al. J Urol 2013;189:1388–1395. Munnþurrkur sambærilegur ly�eysu1,2 Það er hægt að lifa við ofvirka þvagblöðru á annan hátt

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.