Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 33
LÆKNAblaðið 2016/102 93 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ingarlækninga til skiptis. Það kemur svo í ljós á fyrsta árinu hvort þetta er sérgrein sem hentar viðkomandi og að viðkomandi uppfylli þær kröfur sem við gerum til að fá áframhaldandi stöðu í sérnámi og yfirleitt er niðurstaðan sú að við bjóðum áframhaldandi sérnámssamning. Annað árið skiptist síðan til helminga, annars vegar fæðingarfræði og hins vegar kven­ sjúkdómalækningar. Er þá verið að hugsa það þannig að viðkomandi fái aukna insýn og samfellu í hvorn hluta sérgreinarinnar. Hið eiginlega nám byggist á vikulegri fræðslu sem sérnámslæknarnir undirbúa sjálfir en undir handleiðslu sérfræðings og síðan er hann með þeim í fræðslunni sem er oftast í formi kynningar og umræðna um tiltekið efni sem við ákveðum. Þetta er því eins konar fræðslufyrirlestur/umræðu­ fundur með þátttöku sérfræðings á við­ komandi sviði. Sex sinnum á ári höldum við svokallaða þemadaga þar sem náms­ læknarnir eru teknir úr vinnu hálfan dag og dagurinn er helgaður ákveðnu efni, þar sem farið er vandlega ofan í saumana af sérfræðingunum okkar og einnig bjóðum við stundum sérfræðingum utan frá þegar við á. Nemarnir fá einnig sérstaka þjálfun í tilteknum aðgerðum þar sem við notum ýmis konar kennslutæki og líffæri úr svínum sérstaklega til að þjálfa sauma­ skap og skurðhæfni. Við erum einmitt nýbúin að hafa slíkt námskeið í viðgerð á fæðingarrifum og fáum til þess svínarassa en vefjagerðin er nægilega lík manninum til að gagn sé að því. Við notum einnig tækifærið á þemadögunum til að kynna sérhæfðari viðfangsefni sem ekki sjást daglega í vinnu okkar en mikilvægt að þekkja og kunna skil á.“ Fleiri konur en karlar Kristín segir að auk hins skipulega kennslustarfs séu allir sérfræðingar deild­ arinnar meðvitaðir um kennsluhlutverkið og grípi öll tækifæri til að kenna og fræða í hinu daglega starfi. „Það er einnig gaman að segja frá því að evrópsku samtökin sem tóku út sérnámið hjá okkur voru meðmælt því að við lengdum námið í þrjú ár og gætum þar með boðið námslæknunum okkar upp á heildstæðan fyrrihluta sérnáms. Það sem okkur vantar til að geta uppfyllt skilyrði um það er sérhæfðari göngudeildarþjálfun fyrir námslæknana. Við höfum verið að færa okkur í þessa átt og núna er einn sér­ námslæknirinn okkar að hefja þriðja árið. Við vonumst eftir því að í næstu úttekt hjá Evrópusamtökunum verðum við búin að ná að uppfylla þau skilyrði sem þarf fyrir þriðja námsárið. Við getum þó ekki boðið öllum þetta vegna takmarkana í starf­ seminni en sérþekkingin er sannarlega til staðar og síðustu misseri höfum við verið að fá heim unga sérfræðinga sem gerir okkur enn betur í stakk búin til að „Síðustu misseri höfum við verið að fá heim unga sérfræðinga sem gerir okkur enn betur í stakk búin til að sinna meiri kennslu en áður þar sem mönnun sérfræðinga á deildinni er góð núna,” segir Kristín Jónsdóttir kennslustjóri í kvensjúkdóma- og fæðingarlækningum á Landspítalanum.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.