Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 23

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 23
LÆKNAblaðið 2016/102 83 R A N N S Ó K N Inngangur Offita er alvarlegur sjúkdómur sem leggst með sívax­ andi þunga á heilbrigðiskerfi Vesturlanda.1 Alþjóða­ heilbrigðisstofnunin (WHO) skilgreinir offitu sem sjúkdóm með líkamsþyngdarstuðli (LÞS, reiknað sem kg/m2) ≥30, er eykur líkurnar á ýmsum sjúkdómum, svo sem hjarta­ og æðasjúkdómum, sykursýki af tegund tvö, heilablóðfalli, kæfisvefni og ákveðnum tegundum krabbameina sem geta skert lífgæði og lífs­ líkur fólks.1 Offitu fylgja gjarnan félagsleg vandamál ásamt aukinni tíðni kvíða og þunglyndis.3 Samkvæmt WHO er offita heimsfaraldur og algengi hennar færist í aukana. Árið 2014 voru 11% karla og 15% kvenna of feit, sem er meira en tvöföldun frá árinu 1980.1 Samkvæmt skýrslu OECD frá árinu 2013 og íslensk­ um rannsóknum á holdafari landsmanna hefur algengi offitu meðal íslenskra karla aukist úr 7,2% í 22,7%, og meðal kvenna úr 9,5% í 19,3% frá árinu 1990.4,5 Algengi sykursýki af tegund tvö hefur jafnframt tvöfaldast meðal íslenskra karlmanna og aukist um 50% meðal íslenskra kvenna á árunum 1967­2007.6 Nýlegar rann­ sóknarniðurstöður benda til þess að um 21% fullorð­ inna Íslendinga séu of feitir.4,5,7 Einungis um 20% offeitra ná varanlegum árangri sem telst að minnsta kosti 10% þyngdartap sem helst í minnst eitt ár eftir meðferð.9,10 Þeir sem þjást af offitu eru oft haldnir kvíða og þunglyndi sem getur dregið úr virkni og getu til að viðhalda þyngdartapi að lokinni meðferð.3 Því er mikilvægt að meðferð offitu taki ekki Inngangur: Markmið rannsóknarinnar var að meta skammtíma- og lang- tímaárangur fjögurra vikna þverfaglegrar hópmeðferðar vegna offitu með eftirfylgd ásamt því að bera saman árangur þeirra sem fóru í hjáveituað- gerð og hinna sem ekki fóru í slíka aðgerð. Efniviður og aðferðir: Þátttakendur voru 100 sjúklingar sem frá árinu 2007 höfðu lokið fjögurra vikna offitumeðferð með allt að tveggja ára eftir- fylgd á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN). Að meðferð lokinni fóru 28 sjúklingar í hjáveituaðgerð. Þyngd, þunglyndis- og kvíðaeinkenni auk lífsgæða voru mæld hjá þátttakendum fyrir og eftir meðferð, og síðan aftur með póstsendum spurningalistum í þversniðsgagnasöfnun sumarið 2012. Niðurstöður: Þátttakendur léttust marktækt auk þess sem andleg líðan og lífsgæði bötnuðu eftir offitumeðferð (miðgildi 1,85, líkamsþyngdar- stuðull, LÞS stig), og hélst árangur til lengri tíma. Þremur árum eftir að meðferð lauk var þyngdartap ennþá marktækt hjá þeim sem ekki fóru í hjáveituaðgerð (miðgildi 2,13 LÞS stig), en breytingar á andlegri líðan og lífsgæðum voru hins vegar ekki lengur til staðar. Þeir sem fóru í hjáveitu- aðgerð léttust meira (miðgildi 13,12 LÞS stig) og náðu varanlegri árangri í lífsgæðum og þunglyndiseinkennum. Ályktun: Niðurstöður sýna að þverfagleg offitumeðferð er árangursrík leið til að draga úr offitu og bæta andlega líðan og lífsgæði til skamms tíma. Þegar veitt er eftirfylgdarmeðferð viðhelst árangurinn sem náðst hefur við að draga úr offitu allt að þremur árum eftir meðferð hjá öllum þátt- takendum. Hjáveituhópurinn náði meiri árangri í að breyta holdafari sínu og sýndi varanlegri bata á þunglyndi og lífsgæðum. Þessar niðurstöður undirstrika mikilvægi þess að veita langtímameðferð til að stuðla að við- varandi árangri í glímunni við offitu. ÁGRIP einungis til líkamlegra fylgikvilla sjúkdómsins heldur einnig andlegra þátta. Skurðaðgerðir hafa reynst hvað best við að ná fram langtíma þyngdartapi.11 Hérlendis er algengasta skurðaðgerðin hjáveituaðgerð (gastric bypass), en þar er meltingarvegurinn tengdur framhjá maganum og skeifugörnin tengd mjógirninu. Í fram­ skyggnri langtímarannsókn á sjúklingum sem farið höfðu í hjáveituaðgerð kom fram að þyngdartap 10 árum frá aðgerð var 25%. Þyngd samanburðarhóps sjúklinga sem fékk hefðbundið offitueftirlit og/eða meðferð breyttist hins vegar óverulega á rannsóknar­ tímanum, eða ± 2%.11 Hjáveituaðgerðir eru dýrar og hafa í för með sér áhættu enda um að ræða stórfellt inngrip í líkamsstarfsemina, auk þess sem aðgengi að slíkum aðgerðum er takmarkað á heimsvísu.12,13 Mikil þörf er því fyrir aðrar aðgengilegri lausnir sem skila langtímaárangri fyrir þann fjölda einstaklinga sem glímir við offitu. Rannsóknir á árangri offitumeð­ ferðar sem veitt er hérlendis eru því mikilvægar en til þessa hafa einungis birst niðurstöður um árangur til skamms tíma í lok meðferðar,14 en ekki í lok eftir­ fylgdar eða til lengri tíma. Á Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað (FSN) hefur frá byrjun ársins 2007 verið starfrækt þverfagleg hópmeðferð vegna offitu með tveggja ára eftirfylgd. Árið 2012 höfðu 129 einstaklingar með offitu (LÞS >35) komið þangað til meðferðar frá upphafi og fór hluti þeirra síðan í hjáveituaðgerð á Landspítalanum. Greinin barst 16 júní 2015, samþykkt til birtingar 20. janúar 2016. Höfundar hafa útfyllt eyðublað um hagsmunatengsl. Áhrif þverfaglegrar offitumeðferðar á líkamsþyngd og andlega líðan til lengri og skemmri tíma Bjarni Kristinn Gunnarsson1 sálfræðingur, Ingunn Hansdóttir2 sálfræðingur, Erla Björnsdóttir3 sálfræðingur, Erla Björg Birgisdóttir3 sálfræðingur, Anna Þóra Árnadóttir4 sjúkraþjálfari, Björn Magnússon5 læknir 1Þjónustumiðstöð miðborgar og Hlíða, 2Háskóla Íslands, 3Landspítala, 4Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupstað, 5Heilbrigðisstofnun Suðurlands. Fyrirspurnir: Bjarni Kristinn Gunnarsson bjarnikris@gmail.com http://dx.doi.org/10.17992/lbl.2016.02.66

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.