Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 15

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 15
LÆKNAblaðið 2016/102 75 R A N N S Ó K N getur valdið nýrnaskaða.15 Um fjórðungur sjúklinga fór í hjarta­ þræðingu fyrir skurðaðgerð; annaðhvort sem hluta af uppvinnslu brjóstverkja eða til að meta ástand kransæða. Í dag er ekki mælt með kransæðamyndatöku ef greining flysjunar liggur fyrir þar sem tíðni alvarlegs kransæðasjúkdóms er lág og kransæðaþrengsli hafa sjaldan áhrif á árangur aðgerðar. Einnig getur kransæða­ þræðing valdið rofi á flysjaðri ósæð.4,16 Aðgerðartækni var mjög breytileg eftir tímabilum og fór eftir skurðlæknum en breyttist jafnvel hjá sama skurðlækni á þeim 23 árum sem rannsóknin náði til. Breytingar á aðgerðartækni hér á landi hefur fylgt eftir þróuninni erlendis.7,17­23 Það á ekki síst við um aukna notkun blóðrásarstöðvunar í kælingu eftir því sem leið á rannsóknartímabilið.18 Tíðni fylgikvilla var há, sérstaklega tíðni enduraðgerðar vegna blæðinga. Tæplega þriðjungur sjúklinga (29,3%) þurfti endurað­ gerð, þar af tveir sem þurftu fleiri en eina enduraðgerð. Hjá 7 af 12 þessara sjúklinga þurfti að skilja brjóstholið eftir opið til að minnka líkur á hjartaþröng, og þeim síðan lokað þegar blæðing hafði stöðvast. Í flestum erlendum rannsóknum er hlutfall end­ uraðgerða vegna blæðinga nokkru lægra, eða á bilinu 6­19%.4,24 Ástæða tíðra enduraðgerða vegna blæðinga er ekki ljós en tíðni enduraðgerða hefur einnig verið há eftir aðrar hjartaaðgerðir á Íslandi.25 Það getur verið að sá þröskuldur sem notast er við til að taka sjúkling í enduraðgerð sé lægri hér á landi en erlendis, til dæmis viðmið um magn blæðingar fyrstu klukkustundirnar eftir aðgerð. Hér er þó sóknarfæri til að bæta árangur og fækka enduraðgerðum vegna blæðinga. Tíðni annarra fylgikvilla eins og heilablóðfalls, nýrnabilunar sem krafðist blóðskilunar og alvar­ legrar öndunarbilunar var svipuð og í erlendum rannsóknum.4 Dánarhlutfall innan 30 daga var 22,2% sem er sambærilegt og í IRAD­rannsókninni (International Registry of Aortic Dissection) sem er ein sú stærsta sinnar tegundar, en þar var 30 daga dánar­ tíðni 26%.1,8 Á stærri sjúkrahúsum erlendis sem sérhæfa sig í með­ ferð ósæðarflysjunar er 30 daga dánartíðni lægri en hér á landi, eða allt niður í 3% en oftar á bilinu 10­13%.7,26 Þó verður að varast beinan samanburð þar sem sjúklingaþýði í rannsóknum getur verið mismunandi. Þannig er hugsanlegt að á sérhæfðustu sjúkra­ húsum erlendis séu veikustu sjúklingarnir látnir áður en þeir ná á sjúkrahús, enda flutningstími lengri en hér á landi. Einnig sýna rannsóknir að reynsla bæði skurðlækna og sjúkrahúsa af þessum aðgerðum skiptir verulegu máli, til dæmis er 30 daga dánartíðni eftir skurðaðgerð lægri hjá skurðlæknum sem gera fleiri en 5 að­ gerðir á ári og á sjúkrahúsum þar sem framkvæmdar eru fleiri en 13 aðgerðir á ári.27 Þetta á því ekki við hér á landi þar sem árlegur fjöldi aðgerða er undir þessum mörkum. Í þessari rannsókn mældist 5 ára lifun 71,4 og 10 ára lifun 65,4 sem er sambærilegt við erlendar rannsóknir, þar sem 5 ára lifun er á bilinu 72­77% og 10 ára lifun 53­56%.7,21,28 Styrkleiki þessarar rannsóknar er að hún nær til heillar þjóðar. Sjúklingarnir voru meðhöndlaðir á sömu stofnun af fjórum skurð­ læknum. Auk þess var eftirfylgd sjúklinga hvað varðar lifun nán­ ast 100%. Veikleiki við rannsóknina er að sjúklingaþýðið er frekar lítið. Einnig tók aðgerðartækni nokkrum breytingum á tímabilinu sem gerir erfiðara að leggja mat á árangur mismunandi aðgerða eða bera árangur okkar saman við erlendar rannsóknir. Þetta er fyrsta rannsókn á ósæðarflysjun af gerð A sem gerð er á Íslandi. Aðgerðum hefur fjölgað umtalsvert á síðasta áratug án þess að skýringin sé þekkt. Ekki sást marktæk breyting á lífslíkum þessara sjúklinga á rannsóknartímabilinu, enda um fá tilfelli að ræða. Fylgikvillar eru tíðir en árangur þessara flóknu aðgerða er í megindráttum sambærilegur við erlendar rannsóknir. Það verður að teljast jákvætt, ekki síst þegar litið er til þess hversu fá tilfelli greinast árlega hér á landi. Þakkir Þakkir fær Gunnhildur Jóhannsdóttir skrifstofustjóri á skurðsviði Landspítala fyrir aðstoð við öflun sjúkraskráa. ENGLISH SUMMARY Objectives: Acute type A aortic dissection is a life-threatening disease associated with significant morbidity and mortality. Treatment is chal- lenging and requires emergency surgery. This study presents for the first time the short- and long-term outcome of acute type A aortic dissection repairs in Iceland. Materials and methods: A retrospective review of 45 patients (mean age 60.7 ± 13.9 years, 68.9% male) treated for type A aortic dissection at Landspitali University Hospital between 1992 and 2014. Data was gathered from medical records about known risk factors, presenting symptoms, type of procedure, complications and operative mortality. Results: Out of 45 operations the majority (73.3%) was performed in the second half of the study period. Nearly all patients presented with chest pain and 46.7% were in shock on arrival. Malperfusion syndrome was apparent in 26.7% of cases. A variety of operative methods were used, including hypothermic circulatory arrest in 31.1% of the cases and one-third of patients needed aortic root replacement. Reoperation rate for postoperative bleeding was 29.3% and perioperative stroke occurred in 14.6% of patients. The 30-day mortality rate was 22.2% (10 patients) and 5- and 10-year survival was 71.4 ± 8.2% and 65.4 ± 9.4%, respectively. Conclusions: The short-term outcomes of surgical repair for acute type A aortic dissection in Iceland is comparable to neighbouring countries, including 30-day mortality and long-term survival. Complications, howe- ver, are common, especially reoperations for bleeding. Outcomes of acute type A aortic dissection repairs in Iceland Arnar Geirsson1, Inga Hlif Melvinsdottir1, Thorarinn Arnorsson1, Gunnar Myrdal Einarsson1, Tomas Gudbjartsson1,2 1Department of Cardiothoracic Surgery, Landspitali University Hospital, 2Faculty of Medicine, University of Iceland. Key words: Aortic dissection type A, aortic aneurysm, open heart surgery, complications, operative mortality, survival. Correspondence: Arnar Geirsson, arnarge@landspitali.is

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.