Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 32

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 32
92 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R Sérnám í kvensjúkdóma­ og fæðingar­ lækningum hefur verið í boði á Landspít­ alanum í allmörg ár en er nú að ganga í gegnum nokkra endurskipulagningu með auknum kröfum um inntak og markmið. „Það varð talsverð breyting á kröfum til sérnáms í læknisfræði með nýrri reglugerð sem tók gildi síðastliðið vor,“ segir Kristín Jónsdóttir yfirlæknir á kvennadeild Land­ spítalans og kennslustjóri sérnámsins. „Í samræmi við nýju reglugerðina standa yfir breytingar á skipulagi sér­ náms í öllum greinum innan spítalans og við erum mjög ánægð með það enda hafa kennslustjórar sérnáms kallað eftir þess­ um breytingum. Nú eru gerðar skýrari kröfur um innihald námsins og þar kemur til okkar kasta en einnig fagfélags við­ eigandi sérgreinar en það gegnir hlutverki umsagnaraðila. Það hefur reyndar ekki orðið af því ennþá í okkar fagfélagi enda er þetta allt í mótun þessar vikurnar,“ segir Kristín í upphafi. „Auk mín vinna Brynja Ragnarsdóttir og Katrín Kristjáns­ dóttir sérfræðilæknar að uppbyggingu sérnámsins fyrir hönd spítalans og er Þóra Steingrímsdóttir prófessor okkur til halds og trausts.“ Námið sniðið að danskri fyrirmynd Kristín segir sérnámslækna sem þegar höfðu hafið nám sitt áður en reglugerðin tók gildi ljúka sínu námi samkvæmt fyrri reglugerð en þeir sem hófu nám eftir að reglugerðin tók gildi í lok apríl 2015 munu fylgja nýja kerfinu. „Þess vegna er pressan talsverð á sérnámsgreinarnar að ljúka skipulagningu námsins sem fyrst til að öllum sé ljóst hvernig námið er uppbyggt og til hvers er ætlast bæði af námslækn­ inum og einnig af hálfu deildarinnar og spítalans. Hvað okkur varðar stöndum við nokkuð vel að vígi þar sem námið hefur í allmörg ár verið ágætlega skipulagt og fellur í mörgum atriðum vel að nýju kröf­ unum.“ Kristín tók við stöðu kennslustjóra fyrir tæpum 10 árum þá nýkomin heim frá sér­ námi og störfum í Danmörku. „Námið hér var þá þegar ágætlega skipulagt af Reyni Tómasi Geirssyni prófessor og yfirlækni og hann hafði sérnámið í Danmörku til viðmiðunar. Ég var því mjög vel kunnug skipulaginu þegar ég tók við kennslu­ stjórastöðunni og við höfum í rauninni byggt sérnámið hingað til að danskri fyrirmynd. Frá því ég tók við þessu höfum við fylgt því að sérnámslæknarnir okkar fá strax í upphafi námstímans sinn sérstaka leiðbeinanda (tutor) sem fylgir þeim síðan í gegnum námið. Þá er haldin dagbók eða logbók eins og hún er jafnan kölluð þar sem allt sem námslæknirinn gerir er vandlega skráð. Þetta höfum við fyrst og fremst gert fyrir okkur sjálf og ekki síst sérnámslækninn til að hafa góða yfirsýn yfir framgang námsins hjá hverjum og einum en þetta er einnig nauðsynlegt þegar sótt er um framhaldsnám við erlend háskólasjúkrahús til að sýna fram á hvar viðkomandi stendur í sérnáminu.“ Flestir sækja til Svíþjóðar og Noregs „Sérnámið okkar hér á Landspítala tekur yfir tvö ár og því þurfa sérnámslæknarnir að fara erlendis til að ljúka því en heildar­ sérnámstíminn er núna skilgreindur sem 60 mánuðir, eða 5 ár. Langflestir okkar sérnámslækna sækja til Svíþjóðar í áframhaldandi sérnám, nokkrir til Noregs og í báðum löndum hefur tíminn hér verið metinn til fulls. Öðru máli gegnir ef sótt er vestur um haf til Bandaríkjanna, þar þurfa allir að byrja á núlli, en þó getur verið kostur að hafa forskot og þjálfun héðan áður en haldið er utan. Það er einnig rétt að geta þess að fyrir tveimur árum komu hingað fulltrúar frá evrópsku kvensjúkdómalæknasamtök­ unum (EBCOG) og tóku út sérnámið hjá okkur og veittu því viðurkenningu. Þetta er eina sérnámið hér á landi sem hefur þessa evrópsku viðurkenningu.“ Námsstöður í kvensjúkdóma­ og fæðingarlækningum eru 8 en að sögn Kristínar eru ávallt tveir sérnámslæknar í heimilislækningum á deildinni til við­ bótar og jafnframt einn kandídat. „Við ráðum námslæknana til eins árs í upphafi og það er eins konar reynslutími fyrir báða aðila. Árið skiptist í þriggja mánaða lotur kvensjúkdómalækninga og fæð­ Stöndum ágætlega vel að vígi - segir Kristín Jónsdóttir kennslustjóri kvensjúkdóma- og fæðingarlækninga ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.