Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 26
86 LÆKNAblaðið 2016/102 enda á þunglyndiskvarða voru á bilinu 0 til 44 stig (meðaltal 15,86, miðgildi 15) og 0 til 37 stig á kvíðakvarðanum (meðaltal 10,78 og miðgildi 8). Samtals voru 36,1% þátttakenda með miðlungs eða alvarleg þunglyndiseinkenni, og 27,3% með miðlungs eða alvarleg kvíðaeinkenni við upphaf meðferðar. Lífsgæði sjúklinga voru lak­ ari en hjá almennu þýði (meðaltal 39,59, miðgildi 39). Lífsgæði voru verri hjá körlum (33,5 ± 11,5) en konum (40,5 ± 10,6) og var þessi kynjamunur marktækur (t(99) = 2,04; p<0,05). Ekki var kynjamunur á öðrum rannsóknarbreytum. Skammtímaárangur Marktækar breytingar voru á öllum breytum við lok fjögurra vikna offitumeðferðar. Líkamsþyngdarstuðull lækkaði að meðaltali um 2,1 stig (± 0,1). Minnst lækkaði hann um 0,3 stig en mest um 5,6 stig. Þunglyndis­ og kvíðaskor lækkuðu marktækt og að meðaltali voru sjúklingar einkennalausir við lok fjögurra vikna meðferðar. Lífs­ gæði jukust verulega og náðu almennum viðmiðum (sjá töflu I). Langtímaárangur Þyngdartap hélst allt að þremur árum eftir meðferð. Mislangt var liðið frá lokum upphafsmeðferðar hjá þátttakendum. Hjá öllum (T3, T4 og T5) var meðaltal líkamsþyngdar enn marktækt lægra en við upphaf meðferðar (p<0,001). Að auki var miðgildi líkams­ þyngdar lægra en við lok meðferðar sem gefur til kynna jákvæða þróun eftir að meðferð lauk (sjá töflu I). Árangur var enn til staðar til skemmri og lengri tíma fyrir þunglyndi, en ekki kvíða. Skorin hækkuðu þegar lengra leið frá meðferð. Fyrir kvíða voru þau ennþá marktækt lægri einu ári eftir lok meðferðar, en ekki eftir það. Þunglyndisskor voru enn mark­ tækt lægri en við upphaf meðferðar við ≥3 ára eftirfylgd. Niður­ stöður fyrir þunglyndi við 1­2 ára eftirfylgd náðu ekki marktekt. Heilsutengd lífsgæði voru enn marktækt betri í langtímaeftir­ fylgd miðað við upphaf meðferðar. Lífgæði þátttakenda voru þó enn lakari en hjá almennu þýði (sjá töflu I). Samanburður árangurs offitumeðferðar með og án hjáveituaðgerðar Árangur var skoðaður hjá þeim sem fóru í hjáveituaðgerð (n=28) og borinn saman við þá sem ekki fóru í hjáveituaðgerð (n=72) (sjá töflu II). Líkamsþyngdarstuðullinn við upphaf meðferðar var marktækt hærri hjá þeim sem fóru í hjáveituaðgerð miðað við þá sem ekki fóru í aðgerð (p=0,006). Við lok fjögurra vikna upphafsmeðferðar var ekki lengur marktækur munur á þyngdarstuðli hópanna (p=0,035, ekki marktækt eftir Bonferroni­leiðréttingu). Hins vegar var líkamsþyngdarstuðull þeirra sem fór í aðgerð marktækt lægri þegar langtímaárangur (≥3 ár) var skoðaður (p<0,001). Þegar litið er til innanhópasamanburðar sést að hjá báðum hópum lækkaði líkamsþyngdarstuðullinn marktækt frá upphafi meðferðar, bæði til skemmri (með aðgerð p<0,001; án aðgerðar p<0,001) og lengri tíma (með aðgerð p<0,001; án aðgerðar p<0,001). Breytingar á þunglyndis­ og kvíðaeinkennum voru svipaðar hjá báðum meðferðarhópum. Þunglyndi var marktækt meira við upphaf meðferðar hjá þeim sem fóru í hjáveituaðgerð (p=0,034), en ekki var munur á þunglyndi hópanna eftir meðferð og í lang­ tíma eftirfylgd. Þunglyndiseinkenni bötnuðu til skemmri tíma hjá báðum hópum (með aðgerð p<0,001; án aðgerðar p<0,001) en ein­ kennin versnuðu aftur. Hjá hjáveituhóp voru þunglyndiseinkenni þó enn marktækt minni þremur árum eftir upphaf meðferðar (p=0,003.) Svipað mynstur kom fram hvað varðar kvíðaeinkenni. Þar dró marktækt úr kvíða við lok meðferðar hjá báðum hópum (með aðgerð p<0,001; án aðgerðar p<0,001) en sá árangur hélst ekki þremur árum síðar (sjá töflu II). Marktækur munur var á lífsgæðum meðferðarhópanna við upphaf meðferðar, og voru lífsgæði lakari hjá þeim sem fóru í hjá­ veituaðferð (p=0,037). Hins vegar var enginn munur á lífsgæðum meðferðarhópanna við lok fjögurra vikna meðferðar þar sem lífs­ gæði jukust marktækt hjá báðum meðferðarhópum (með aðgerð p<0,001; án aðgerðar p<0,001). Lífsgæði héldust nokkuð stöðug yfir tíma hjá þeim sem fóru í hjáveituaðgerð (p=0,001) en virtust leita aftur í fyrra horf hjá hópnum sem ekki fór í hjáveituaðgerð (p=0,135) (sjá töflu II). Umræða Meginniðurstöður rannsóknarinnar voru að offitumeðferð með eftirfylgd skilaði langtímaávinningi hvað varðaði þyngdartap og lífsgæði sjúklinga. Andleg líðan batnaði einnig við meðferð. Þeir sem fóru í hjáveituaðgerð náðu betri árangri í þyngdartapi, minnkun þunglyndis og almennum lífsgæðum samanborið við þá sem fóru í offitumeðferð án aðgerðar. Þeir sem fóru í offitumeðferð án aðgerðar léttust marktækt til lengri tíma eftir meðferð þó að þeir þyngdust smám saman á ný, sem er í samræmi við fyrri rannsóknir.8,9 Þetta bendir til þess að sjúklingar tileinki sér breytta hegðun í meðferð sem skili þyngdar­ tapi, en eigi erfiðara með að viðhalda breyttri hegðun eftir því sem lengra líður frá meðferð. Þyngdartap frá upphafi meðferðar var þó enn marktækt þremur árum síðar, sem undirstrikar mikilvægi eftirfylgdar í offituúrræðum.8 Þegar þyngdartap þátttakenda án aðgerðar við mælingu 3 er skoðað í kílóum hafa 17 einstaklingar af 31 (um 55%) viðhaldið 5%+ þyngdartapi, og 7 (um 22%) hafa náð að viðhalda 10% þyngdartapi eða meira. Rannsóknir gefa til kynna að 5­10% þyngdartap dugi til þess að ná fram aukningu á R A N N S Ó K N Tafla II. Líkamsþyngdarstuðull (LÞS), þunglyndiseinkenni (BDI-II), kvíðaeinkenni (BAI) og heilsutengd lífsgæði (HL) hjá þeim sem fóru í hjáveituaðgerð og þeim sem ekki fóru í hjáveituaðgerð. Mæling 1 upphaf meðferðar miðgildi (n) Mæling 2 lok meðferðar miðgildi (n) Mæling 3 ≥3 ár eftir meðferð miðgildi (n) LÞS með hjáveituaðgerð án hjáveituaðgerðar 43,7(28) 40,9 † (72) 40,9* (28) 39,2* (72) 30,1* (18) 40,32*‡ (31) BDI-II með hjáveituaðgerð án hjáveituaðgerðar 18 (26) 13† (70) 5* (26) 3* (70) 8,5* (18) 11 (32) BAI með hjáveituaðgerð án hjáveituaðgerðar 6,5 (28) 9 (70) 2* (28) 2,5* (68) 7 (18) 8,5 (30) HL-lífsgæði með hjáveituaðgerð án hjáveituaðgerðar 33 (25) 40,5† (60) 53* (25) 51* (60) 49* (17) 47 (32) *innanhópasamanburður p<0,001 ‡millihópasamanburður p<0,001

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.