Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 27

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 27
LÆKNAblaðið 2016/102 87 lífslíkum og bættri heilsu hjá offeitum, einkum hvað varðar hjarta­ og æðasjúkdóma og sykursýki af gerð 2.25,26 Langtímaárangur meðferðarinnar hefur því skýrt klínískt gildi, þótt lítill munur sé á miðgildum LÞS milli fyrstu og síðustu mælingar. Gera má ráð fyrir að betri andleg líðan í lok fjögurra vikna offitumeðferðar skýrist að hluta til af því að sjúklingarnir voru í streituminna umhverfi á meðan á meðferð stóð og fylgdu fyrir­ fram ákveðinni dagskrá. Einnig tilheyrðu þeir samstæðum hópi með sameiginleg markmið sem gera má ráð fyrir að hafi haft góð áhrif á líðan, auk þess sem þyngdartap og aukin orka stuðluðu líklega að bættri líðan í meðferðinni. Mögulegt er svo að andleg líðan versni á ný ef sjúklingar þyngjast eftir meðferð. Niðurstöður varðandi þunglyndis­ og kvíðaeinkenni benda til að í offitumeðferð sé æskilegt að leggja meiri áherslu á andlegan stuðning til að stuðla að því að viðhalda árangri, en ætla má að andleg líðan og þyngd geti verið tengd. Það að þyngjast á ný gæti leitt til verri líðanar, og verri líðan gæti leitt til þyngdaraukningar. Æskilegt væri að kanna nánar þessi tengsl og skoða sérstaklega þann hóp sem glímir við alvarlega andlega vanlíðan. Lífsgæði þátttakenda voru í upphafi almennt slök miðað við al­ mennt þýði23 en náðu eðlilegum viðmiðum við lok fjögurra vikna meðferðar þegar þyngdartap var hvað mest og breytingar á lífsstíl ferskar. Lífsgæðin héldust svo marktækt betri í langtímaeftirfylgd fyrir þá sem fóru í hjáveituaðgerð en leituðu í fyrra horf hjá hinum sem ekki fóru í aðgerð. Þetta undirstrikar samband þyngdartaps og lífsgæðaaukningar; einnig þarf að hafa í huga að hjáveituhóp­ urinn hafði lakari lífsgæði við upphaf meðferðar, en til lengri tíma var ekki lengur munur á lífsgæðum hópanna. Nokkrir annmarkar voru á þessari rannsókn. Hópurinn sem tók þátt í rannsókninni samanstóð af einstaklingum sem komu til offitumeðferðar á FSN og svöruðu spurningakönnun, og tak­ markast ályktanir um árangur meðferðarinnar við þá sem líkjast þeim hópi. Þar sem meðferðarhópurinn var ekki valinn af handa­ hófi takmarkar það getu okkar til að álykta af vissu um árangur út fyrir þennan valda hóp og takmarkar ytra réttmæti. Það skal einnig undirstrikað að þar sem enginn hópur var til samanburðar er mögulegt að skýra megi meðferðarárangur með þátttum eins og áhrifum af samveru eða því að vera í „vernduðu“ umhverfi, en þetta eru þættir sem geta stuðlað að bættri andlegri líðan. Því er nauðsynlegt að túlka niðurstöður um árangur í andlegri líðan með þessa takmörkun á innra réttmæti í huga. Einnig þarf að hafa í huga að einungis fimmtungur þátttakenda var karlkyns og því álitamál hversu lýsandi niðurstöður eru fyrir karla. Niðurstöðurn­ ar gefa þó vísbendingar um góðan langtímaárangur þverfaglegrar offitumeðferðar. Lokaorð Rannsóknin er sú fyrsta hérlendis sem gefur til kynna góðan ár­ angur þverfaglegrar offitumeðferðar með langtímaeftirfylgd. Þátt­ takendur léttust til lengri tíma, hvort sem þeir fóru í hjáveituað­ gerð eða ekki. Kvíði, þunglyndi og lífsgæði bötnuðu til skemmri tíma hjá þeim sem ekki fóru í hjáveituaðgerð en þeir sem fóru í aðgerð sýndu varanlegri bata á þunglyndi og lífsgæðum. Niður­ stöður rannsóknarinnar undirstrika að offita er langvinnur sjúk­ dómur sem krefst langvinnrar þverfaglegrar meðferðar. Þakkir Höfundar vilja þakka starfsfólki sjúkraþjálfunar á FSN fyrir yfir­ lestur, ábendingar og aðstoð við gagnaöflun við skrif þessarar greinar. R A N N S Ó K N Heimildir 1. who.int/mediacentre/factsheets/fs311/en/ – desember 2013. 2. Haslam DW, James WPT. Obesity. Lancet 2005; 366: 1197­209. 3. Lin HY, Huang CK, Tai CM, Lin HY, Kao YH, Tsai CC, et al. Psychiatric disorders of patients seeking obesity treatment. BMC Psychiatry 2013; 13: 1. 4. Valdimarsdóttir M, Jónsson SH, Þorgeirsdóttir H, Gísladóttir E, Guðlaugsson JÓ, Þórlindsson Þ. Líkams­ þyngd og holdafar fullorðinna Íslendinga frá 1990­2007. Lýðheilsustöð, Reykjavík 2009. 5. Overweight and obesity, í OECD­Factbook 2013: Economic, Environmental and Social Statistics, OECD Publishing 2013. dx.doi.org/10.1787/factbook­2013­100­ en ­ janúar 2013. 6. Þórsson B, Aspelund T, Harris TB, Launer LJ, Guðnason V. Þróun holdafars og sykursýki í 40 ár á Íslandi. Læknablaðið 2009; 95: 259­68. 7. Þorgeirsdóttir H, Valgeirsdóttir H, Gunnarsdóttir I, Gísladóttir E, Gunnarsdóttir BE, Þórsdóttir I, et al. Hvað borða Íslendingar? Könnun á mataræði Íslendinga 2010­2011. Embætti landlæknis, Matvælastofnun og Rannsóknastofa í næringarfræði við Háskóla Íslands og Landspítala­háskólasjúkrahús, Reykjavík 2012. 8. Anderson JW, Konz EC, Frederich RC, Wood CL. Long­ term weight­loss maintenance: A meta­analysis of US studies. Am J Clin Nutr 2001; 74: 579­84. 9. Perri H. The maintenance of treatment effects in the long­ term management of obesity. Clin Psychol Sci Pract 1998; 5: 526­43. 10. Wing RR, Phelan S. Long­term weight loss maintenance. Am J Clin Nutr 2005; 82: 222S­225S. 11. Sjöström L, Narbro K, Sjöström CD, Karason K, Larsson B, Wedel H, et al. Effects of bariatric surgery on mortality in Swedish obese subjects. N Engl J Med 2007; 357: 741­52. 12. Hsu LK, Benotti PN, Dwyer J, Roberts SB, Saltzman E, Shikora S, et al. Nonsurgical factors that influence the outcome of bariatric surgery: a review. Psychosom Med 1998; 60: 338­46. 13. Livingston EH. The incidence of bariatric surgery has plateaued in the U.S. Am J Surg 2010; 200: 378­85. 14. Hannesdóttir SH, Guðmundsson LÁ, Jóhannsson E. Heilsufarslegar breytingar sjúklinga í atferlismiðaðri offitumeðferð. Læknablaðið 2011; 97: 597­604. 15. Middleton KM, Patidar SM, Perri MG. The impact of extended care on the long­term maintenance of weight loss: A systematic review and meta­analysis. Obes Rev 2012; 13: 509­17. 16. Jensen MD, Ryan DH, Apovian CM, Ard JD, ComuzzieAG, Donato KA, et al. 2013 AHA/ACC/TOS guideline for the management of overweight and obesity in adults: a report of the American College of Cardiology/American Heart Association Task Force on Practical Guidelines and The Obesity Society. J Am Coll Cardiol 2014; 63: 2987­3023. 17. Obesity: Identification, assessment and management. NICE (2014). nice.org.uk/guidance/cg189 ­ október 2015. 18. NIH conference Consensus Development Conference Panel. Gastrointestinal surgery for severe obesity. Ann Intern Med; 1991: 115: 956­61. 19. Beck AT, Epstein N, Brown G, Steer RA. An inventory for measuring clinical anxiety: psychometric properties. J Consult Clin Psychol 1988; 56: 893­7. 20. Beck AT, Steer RA, Brown GK. BDI­II. Beck Depression Inventory Manual. (Önnur útgáfa.) [Fyrsta útgáfa 1987]. The Psychological Corporation, San Antonio 1996. 21. Sæmundsson B. Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar þýðingar Becks Anxiety Inventory. Óbirt meistararitgerð: Háskóli Íslands 2009. 22. Smári J, Ólason DÞ. Mælitæki fyrir þunglyndi fullorðinna sem til eru í íslenskri gerð: Próffræðilegar upplýsingar og notagildi. Sálfræðiritið 2008; 13: 147­69. 23. Helgason T, Björnsson JK, Tómasson K, Grétarsdóttir E. Heilsutengd lífsgæði Íslendinga. Læknablaðið 2000; 86: 251­7. 24. Helgason T, Björnsson JK, Tómasson K, Ingimarsson S. Heilsutengd lífsgæði. Læknablaðið 1997; 83: 492­502. 25. Wing RR, Lang W, Wadden TA, Safford M, Knowler WC, Bertoni AG, et al. Benefits of modest weight loss in improving cardiovascular risk factors in overweight and obese individuals with type 2 diabetes. Diabetes Care 2011; 34: 1481­6. 26. Goldstein DJ. Beneficial health effects of modest weight loss. Int J Obes Relat Metab Disord 1992; 16: 397­415.

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.