Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 36

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 36
96 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R ■ ■ ■ Hávar Sigurjónsson Héraðslækningar eða rural medicine er sérgrein innan læknisfræðinnar sem þjóðir eins og Ástralía, Nýja-Sjáland og Kanada hafa þróað á undanförnum árum. Segja má að því sé í ákveðnum skilningi horfið aftur til upphafsins þar sem læknirinn sinnir sínu umdæmi ein- samall og þarf að kunna á flestu skil til að geta leyst vandamál sem upp koma. Steinþór Runólfsson starfar sem deildarlæknir á slysadeild Landspítala í Fossvogi og hafði framsögu á málþingi á Læknadögum þar sem hann sagði frá því að hann hefði markað sér þá stefnu í framtíðinni að starfa sem héraðslæknir og skipulegði sérnám sitt með hliðsjón af því. Hann segir að fljótlega eftir útskrift úr læknadeild hafi sér verið ljóst hvernig lífs­ stíl hann og fjölskylda hans gæti helst kos­ ið sér og valið á sérgrein hefði í rauninni komið í framhaldi af því. „Okkur langar að búa einhvers staðar fyrir utan höfuð­ borgina, þar sem við getum haft jarðnæði til afnota, verið með hesta og kannski fleiri skepnur, og vonandi alið upp börn í slíku umhverfi.” Sérnám í bráðalækningum og heimilislækningum Til að vera sem best undirbúinn fyrir þetta hefur Steinþór sett saman sérnám sem byggir á námi og reynslu nánast samhliða. „Ég útskrifaðist fyrir tveimur og hálfu ári. Eftir kandídatsár á Landspítalanum og á Selfossi hef ég verið deildarlæknir í 18 mánuði á slysadeild Landspítala. Sam­ hliða starfi þar er ég að stunda tveggja ára diplómanám við AustralAsian College of Emergency Medicine í bráðalækningum og get sinnt því héðan sem fjarnámi og nýt þess að yfirlæknirinn Hilmar Kjartansson stundaði nám í Nýja­Sjálandi og og er handleiðari minn. Námið var sett á lagg­ irnar í Eyjaálfu sem svar við eftirspurn lækna í dreifbýli eftir aukinni þjálfun í bráðum aðstæðum. Að þessu námi loknu stefni ég á að hefja sérnám í heimilis­ lækningum. Þetta mun á endanum koma þannig út að ég verð heimilislæknir með bráðalækningar sem nokkurs konar undir­ sérgrein. Það finnst mér nokkuð góður pakki.“ Steinþór segir að sér þyki mikilvægt að undirbúa sig á þennan hátt þar sem aðstæður héraðslæknisins séu oft þannig að hann verður að geta brugðist við hvers konar aðstæðum sem upp kunna að koma. „Hér á Íslandi eru sem betur fer mjög góðar samgöngur og vegalengdir stuttar í samanburði við Ástralíu, Nýja­Sjáland eða Kanada. Engu að síður koma þær aðstæður upp að fyrstu mínútur skipta sköpum í meðferð sjúklinga. Þetta á við um slys og bráð veikindi af ýmsum toga þar sem grípa þarf inn í strax til að ekki fari illa. Það er hægt að sjá fyrir sér hóp­ slys þar sem héraðslæknirinn er fyrstur á vettvang og þá þarf að vita hvað ber að gera þó biðin eftir aðstoð sé kannski ekki löng. Mér finnst skipta verulegu máli að Að velja sér lífsstíl Steinþór Runólfsson hefur sett sér það markmið að verða héraðslæknir SAMEIGINLEGT VÍSINDA ÞING 2016 SKILAFRESTUR ÁGRIPA 15. MARS. SKRÁNING: WWW.ATHYGLIRADSTEFNUR.IS • SKURÐ LÆKNA FÉLAGS ÍSLANDS • SVÆFINGA- OG GJÖRGÆSLU- LÆKNAFÉLAGS ÍSLANDS • FÉLAGS ÍSLENSKRA FÆÐINGA- OG KVENSJÚKDÓMALÆKNA • FAGDEILDA SVÆFINGA- OG SKURÐ- HJÚKRUNARFRÆÐINGA HA RP A 8 - 9 A PR ÍL

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.