Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 73
R A N N S Ó K N
46,7% sjúklinga voru með slagbilsblóðþrýsting <90 mmHg við
komu á sjúkrahús og 31,1% voru með hjartaþröng sem annaðhvort
var greind í aðgerð eða fyrir aðgerð á hjartaómun. Blóðþurrðarein
kenni til líffæra voru til staðar hjá 26,7% sjúklinga og var blóðþurrð
vegna flysjunar algengust í útlimum (11,1%) og hjarta (11,1%).
Oft var stuðst við fleiri en eina myndgreiningarrannsókn til
að staðfesta flysjun en tölvusneiðmynd var gerð í 93,3% tilfella
og hjartaómun í 66,7% tilfella. Mesta þvermál rishluta ósæðar við
greiningu með myndrannsóknum (tölvusneiðmynd og hjarta
ómun) var að meðaltali 53,3 ± 10,8 mm í þvermál (bil: 3987). Bráð
kransæðaþræðing fyrir aðgerð var gerð hjá 13 sjúklingum (28,9%)
en ástæða þræðingar var grunur um kransæðastíflu hjá 6 sjúk
lingum en í öðrum 5 tilfellum var hjartaþræðing gerð til að kanna
ástand kransæða fyrir aðgerð. Hjá tveimur sjúklingum varð ósæð
arflysjun í kjölfar hjartaþræðingar (iatrogenic).
Miðgildi tíma frá innlögn á Landspítala þar til aðgerð var fram
kvæmd var 7,3 klst, en að meðaltali 147 ± 143 klst. Munurinn á mið
gildi og meðaltali skýrist aðallega af tveimur sjúklingum sem við
innlögn voru taldir of veikir fyrir aðgerð en gengust undir aðgerð
14 og 37 dögum síðar.
Aðgerðatengdir þættir eru sýndir í töflu III. Upphafsstaður
flysjunar (primary tear) var í rishluta ósæðar hjá 18 (40,0%) sjúk
lingum, við ósæðarrót hjá 10 (22,2%) og í ósæðarboga í 7 (15,6%)
tilfellum. Óljóst var hvar upphafsstaður flysjunar væri hjá 10
Tafla II. Einkenni við komu á sjúkrahús og greiningaraðferðir. Fjöldi sjúklinga
og hlutfall.
Fjöldi %
Brjóstverkur 43 95,6
Hjartabilun 4 8,9
Yfirlið 13 28,9
Lágþrýstingur (SBÞ <90 mmHg) 21 46,7
Hjartaþröng 14 31,1
Blóðþurrðareinkenni 12 26,7
Hjarta 5 11,1
Heili 1 2,2
Útlimir 5 11,1
Nýru 1 2,2
Mæna 3 6,7
Kviðarhol 2 4,4
Tölvusneiðmynd 42 93,3
Segulómun 0 0
Hjartaómun 28 62,2
Vélindaómun 5 11,1
Æðamyndataka 5 11,1
Hjartaþræðing 13 28,8
SBÞ: Blóðþrýstingur í slagbili.
Tafla III. Aðgerðatengdir þættir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall, nema fyrir lengd
blóðarásar stopps og aðgerðartíma, meðaltal með staðalfráviki.
Fjöldi %
Slagæð þar sem hjarta- og lungnavél var tengd
Náraslagæð (femoral artery) 30 66,7
Viðbeinsslagæð (subclavian artery) 9 20,0
Rishluti ósæðar (ascending aorta) 2 4,4
Ósæðarbogi (aortic arch) 4 8,9
Fjartenging (distal anastomosis)
Rishluti ósæðar 30 66,7
Neðri hluti ósæðarboga 9 20,0
Allur ósæðarbogi 5 11,1
Annað 1 2,2
Blóðrásarstöðvun í kælingu 14 31,1
Lengd (mínútur) 30, ± 18
Aðgerð á ósæðarrót
Lokuviðgerð 10 22,2
Rótarskipti með gerviloku 10 22,2
Rótarskipti þar sem loka er varðveitt 4 8,9
Lengd aðgerðar (mínútur) 394, ± 162
Vélartími (mínútur) 214 , ± 87
Tangartími (mínútur) 115, ± 58
Tafla IV. Notkun blóðhluta. Fjórum sjúklingum sem létust í aðgerð var sleppt.
Meðaltal með staðalfráviki og bili í sviga.
Meðaltal Bil
Blæðing fyrstu 24 klst (mL) 1505, ± 1649 (125-9715)
Rauðkornaþykkni (ein) 16,4, ± 15,0 (2-68)
Blóðvökvi (ein) 18,1, ± 17,0 (2-74)
Blóðflögur (sett) (n=38) 5,2, ± 3,4 (2-14)
Fibrínógen (g) (n=27) 4,8, ± 3,1 (2-12)
Tranexam-sýra (g) (n=29) 5,0, ± 4,7 (1-17,3)
Virkjaður þáttur VII (mg) (n=11) 8,9, ± 7,2 (2,4-28,8)
ein = einingMynd 1. Fjöldi aðgerða vegna ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi.