Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Síða 13

Læknablaðið - 01.02.2016, Síða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 73 R A N N S Ó K N 46,7% sjúklinga voru með slagbilsblóðþrýsting <90 mmHg við komu á sjúkrahús og 31,1% voru með hjartaþröng sem annaðhvort var greind í aðgerð eða fyrir aðgerð á hjartaómun. Blóðþurrðarein­ kenni til líffæra voru til staðar hjá 26,7% sjúklinga og var blóðþurrð vegna flysjunar algengust í útlimum (11,1%) og hjarta (11,1%). Oft var stuðst við fleiri en eina myndgreiningarrannsókn til að staðfesta flysjun en tölvusneiðmynd var gerð í 93,3% tilfella og hjartaómun í 66,7% tilfella. Mesta þvermál rishluta ósæðar við greiningu með myndrannsóknum (tölvusneiðmynd og hjarta­ ómun) var að meðaltali 53,3 ± 10,8 mm í þvermál (bil: 39­87). Bráð kransæðaþræðing fyrir aðgerð var gerð hjá 13 sjúklingum (28,9%) en ástæða þræðingar var grunur um kransæðastíflu hjá 6 sjúk­ lingum en í öðrum 5 tilfellum var hjartaþræðing gerð til að kanna ástand kransæða fyrir aðgerð. Hjá tveimur sjúklingum varð ósæð­ arflysjun í kjölfar hjartaþræðingar (iatrogenic). Miðgildi tíma frá innlögn á Landspítala þar til aðgerð var fram­ kvæmd var 7,3 klst, en að meðaltali 147 ± 143 klst. Munurinn á mið­ gildi og meðaltali skýrist aðallega af tveimur sjúklingum sem við innlögn voru taldir of veikir fyrir aðgerð en gengust undir aðgerð 14 og 37 dögum síðar. Aðgerðatengdir þættir eru sýndir í töflu III. Upphafsstaður flysjunar (primary tear) var í rishluta ósæðar hjá 18 (40,0%) sjúk­ lingum, við ósæðarrót hjá 10 (22,2%) og í ósæðarboga í 7 (15,6%) tilfellum. Óljóst var hvar upphafsstaður flysjunar væri hjá 10 Tafla II. Einkenni við komu á sjúkrahús og greiningaraðferðir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall. Fjöldi % Brjóstverkur 43 95,6 Hjartabilun 4 8,9 Yfirlið 13 28,9 Lágþrýstingur (SBÞ <90 mmHg) 21 46,7 Hjartaþröng 14 31,1 Blóðþurrðareinkenni 12 26,7 Hjarta 5 11,1 Heili 1 2,2 Útlimir 5 11,1 Nýru 1 2,2 Mæna 3 6,7 Kviðarhol 2 4,4 Tölvusneiðmynd 42 93,3 Segulómun 0 0 Hjartaómun 28 62,2 Vélindaómun 5 11,1 Æðamyndataka 5 11,1 Hjartaþræðing 13 28,8 SBÞ: Blóðþrýstingur í slagbili. Tafla III. Aðgerðatengdir þættir. Fjöldi sjúklinga og hlutfall, nema fyrir lengd blóðarásar stopps og aðgerðartíma, meðaltal með staðalfráviki. Fjöldi % Slagæð þar sem hjarta- og lungnavél var tengd Náraslagæð (femoral artery) 30 66,7 Viðbeinsslagæð (subclavian artery) 9 20,0 Rishluti ósæðar (ascending aorta) 2 4,4 Ósæðarbogi (aortic arch) 4 8,9 Fjartenging (distal anastomosis) Rishluti ósæðar 30 66,7 Neðri hluti ósæðarboga 9 20,0 Allur ósæðarbogi 5 11,1 Annað 1 2,2 Blóðrásarstöðvun í kælingu 14 31,1 Lengd (mínútur) 30, ± 18 Aðgerð á ósæðarrót Lokuviðgerð 10 22,2 Rótarskipti með gerviloku 10 22,2 Rótarskipti þar sem loka er varðveitt 4 8,9 Lengd aðgerðar (mínútur) 394, ± 162 Vélartími (mínútur) 214 , ± 87 Tangartími (mínútur) 115, ± 58 Tafla IV. Notkun blóðhluta. Fjórum sjúklingum sem létust í aðgerð var sleppt. Meðaltal með staðalfráviki og bili í sviga. Meðaltal Bil Blæðing fyrstu 24 klst (mL) 1505, ± 1649 (125-9715) Rauðkornaþykkni (ein) 16,4, ± 15,0 (2-68) Blóðvökvi (ein) 18,1, ± 17,0 (2-74) Blóðflögur (sett) (n=38) 5,2, ± 3,4 (2-14) Fibrínógen (g) (n=27) 4,8, ± 3,1 (2-12) Tranexam-sýra (g) (n=29) 5,0, ± 4,7 (1-17,3) Virkjaður þáttur VII (mg) (n=11) 8,9, ± 7,2 (2,4-28,8) ein = einingMynd 1. Fjöldi aðgerða vegna ósæðarflysjunar af gerð A á Íslandi.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.