Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 21

Læknablaðið - 01.02.2016, Blaðsíða 21
 LÆKNAblaðið 2016/102 81 heildarfjöldi þeirra liggur ekki fyrir, né hver heildarvegalengdin er sem hjólreiðamenn hjóla á hverju ári. Sé tekið mið af rannsókn sem framkvæmd var árið 1996 um reiðhjólaslys á Íslandi hefur til­ fellum fjölgað töluvert, en árin 1992­1995 voru þau 1144, eða um 286 tilfelli á ári, samanborið við 579 á ári á rannsóknartímabilinu 2005­ 2010.23 Árið 2012 var gerð sniðtalning í umferðinni í Reykjavík sem miðaði að því að kanna flæði og umfang umferðar í borginni en samkvæmt henni virtist reiðhjólamönnum fara fjölgandi milli ára og þrefaldaðist fjöldi þeirra árin 2009­2012.24 Á undanförnum árum hefur verið gert átak í uppbyggingu hjólastíga á höfuðborgarsvæð­ inu auk viðleitni til að bæta öryggismenningu gagnvart hjólreiðum í umferðinni. Er áhugavert í því samhengi að einungis 2,2% reið­ hjólaslysa í þessari rannsókn gerðust á hjólastíg og einungis 3,2% slasaðra sem lögðust inn slösuðust við reiðhjólastíg. Því kann að vera að uppbygging á öruggari hjólreiðaleiðum hafi bætt öryggis­ menningu gagnvart hjólreiðum í umferðinni og fleiri aðgerðir til að draga úr reiðhjólaslysum hafi borið árangur. Ekki er unnt að fullyrða um öryggi reiðhjóla sem samgöngu­ máta út frá þessari rannsókn, meðal annars vegna þess að um afturskyggna rannsókn er að ræða, skráning var ófullnægjandi í ýmsum tilvikum auk þess sem ekki var gerður greinarmunur á reiðhjólamönnum sem lenda í slysi þegar þeir eru að hjóla eða hvort þeir verða valdir að slysi gagnvart öðrum aðila. Þó alvarleg slys geti átt sér stað vegna reiðhjóla gefa niðurstöður okkar þó frekar vísbendingu um að reiðhjól sé tiltölulega öruggur ferðamáti í ljósi þess að enginn lést í reiðhjólaslysi á rannsóknartímabilinu, en einnig þar sem alvarlegum áverkum fjölgaði ekki hlutfallslega á rannsóknartímabilinu þrátt fyrir aukningu í heildarfjölda til­ fella. Hafa verður þó í huga að innlögnum virðist hafa fjölgað á tímabilinu, sem og að nýlega varð banaslys í umferðinni hjá reið­ hjólamanni sem er það fyrsta frá árinu 1997. Halda þyrfti áfram rannsóknum á reiðhjólaslysum á komandi árum til að fylgjast með þróun þeirra, til dæmis með framskyggnri rannsókn og afmarka einnig rannsóknarhópinn betur, en í samvinnu við Rannsóknar­ nefnd samgönguslysa er stefnt að áframhaldandi skráningu á reið­ hjólaslysum líkt og gert var fyrir umrætt tímabil.25 Veikleikar Þessi rannsókn nær einungis til þeirra sem leituðu á bráðamót­ töku Landspítalans en ekki yfir heildarfjölda allra tilfella á Íslandi. Líklegt er að einhverjir minna slasaðir einstaklingar hafi leitað á heilsugæslu eða ekki leitað læknis en hafa verður þó í huga að á rannsóknartímabilinu hefur aðgengi sjúklinga að heilsugæslu minnkað. Hugsanlegt er því að fjölgun minniháttar áverka eftir reiðhjólaslys á bráðamóttöku Landspítala sé að einhverju leyti vegna þessa. Einnig er líklegt að lítið slasaðir einstaklingar utan höfuðborgarsvæðisins hafi leitað á heilsugæslu eða önnur sjúkra­ hús. Í rannsókninni var ekki gerður greinarmunur á hjólreiðum til afþreyingar, sem samgöngumáta og keppnishjólreiðum. Á und­ anförnum árum hafa hjólreiðakeppnir orðið fleiri og fjölmenn­ ari, bæði í flokki götuhjólreiða og torfæruhjólreiða og getur þetta skekkt niðurstöður við mat á öryggi reiðhjóla sem samgöngumáta á Íslandi. Enn fremur er um afturskyggna rannsókn að ræða og í meirihluta tilfella vantar upplýsingar um hjálmanotkun og hvort annar aðili kom við sögu í þessum slysum. Skráningu á notkun hjálma og gagnaðilum var ábótavant á rannsóknartímabilinu og hana þyrfti að bæta. Ályktun Um 600 einstaklingar slasast árlega í reiðhjólaslysum. Flest slysin eru minniháttar en 3,6% slasaðra þurfti að leggja inn á Landspít­ ala. Niðurstöður okkar sýna að fleiri drengir en stúlkur slasast við hjólreiðar en að kynjahlutföllin eru svipuð hjá fullorðnum. Flest slysin eiga sér stað á vorin og sumrin. Reiðhjólaslysum hefur fjölgað lítillega á rannsóknartímabilinu en þeim virðist ekki hafa fjölgað til jafns við fjölgun hjólreiðamanna á tímabilinu. Þakkir Við þökkum Ingibjörgu Richter kerfisfræðingi á Landspítala kær­ lega fyrir hjálp við öflun gagna úr rafrænu kerfi spítalans. Mynd 5. Fjöldi slasaðra hjólreiðamanna og heildarfjöldi innlagðra á hverju ári sem leituðu á bráðamóttöku Landspítalans árin 2005-2010. R A N N S Ó K N

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.