Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.05.2016, Síða 13

Læknablaðið - 01.05.2016, Síða 13
LÆKNAblaðið 2016/102 221 Meðalupphafsskammtur af dexametason sem gefinn var í æð var 0,27 ± 0,11 mg/kg (miðgildi 0,24; spönn 0,12-0,55). Upp- hafsskammtur barna sem fædd voru á árunum 2000-2002 (N=13) var að meðaltali 0,37 + 0,12 mg/kg/sólarhring (miðgildi 0,37; spönn 0,23-0,55), en upphafsskammtur barna sem fædd voru á árunum 2005-2014 (N=23) var að meðaltali 0,20 + 0,05 mg/kg/sólarhring (miðgildi 0,20; spönn 0,12-0,29), p<0,001. Árin 2003 og 2004 fékk ekkert barn stera í æð sem meðferð við LLS. Af þeim börnum sem lögðust inn á deildina á rannsóknartímabil- inu og voru <1500 g við fæðingu, fengu 8,3% (36/436) stera í æð. Árin 2000-2002 voru það 15,6% (14/90) barnanna, en 6,4% (22/346) árin 2005-2014, p=0,009. Af þeim börnum sem voru <1000 g við fæðingu, fengu 20,3% (31/153) stera í æð á rannsóknartímabilinu. Árin 2000-2002 voru það 35,1% (13/37) barnanna, en 15,5% (18/116) árin 2005-2014, p=0,028. Súrefnisþörf og öndunaraðstoð Meðalsúrefnisþörf barnanna sem fengu sterameðferð í æð var 32,9% (miðgildi 31,5%; spönn 21-53) 5 dögum fyrir upphaf með- ferðar. Á upphafsdegi sterameðferðar í æð var meðalsúrefnisþörf barnanna orðin marktækt hærri, eða 40,9% (miðgildi 38%; spönn 23,5-73,5), p<0,001. Daginn eftir upphaf meðferðar hafði meðal- súrefnisþörfin lækkað marktækt og var orðin 36,1% (miðgildi 32,9; spönn 21-77), p=0,01. Á þessu tímabili breyttist súrefnisþörf barn- anna í viðmiðunarhópi ekki marktækt. Súrefnisþörf barnanna í til- fellahópnum hélt áfram að lækka næstu daga eftir upphaf meðferð- ar en jókst aftur marktækt á tímabilinu milli daga 7 og 14 (p=0,03). Heildarbreytingin á súrefnisþörf barna sem fengu stera í æð var marktæk lækkun milli daga 0 og 14, það er úr 40,9% í 28,7% (mið- gildi 26,1; spönn 21-53,8), p<0,001. Á sama tímabili breyttist súrefn- isþörf barna í viðmiðunarhópnum ekki marktækt (mynd 2). Við upphaf sterameðferðar og næstu tvo daga þar á eftir voru börnin í meðferðarhópnum með marktækt hærri súrefnisþörf en börnin í viðmiðunarhópnum, en þremur dögum eftir upphaf meðferðar var munurinn ekki lengur marktækur. Á dögum 10 og 14 eftir upphaf meðferðar hafði súrefnisþörf barnanna í meðferð- arhópnum aukist aftur en sá munur náði þó ekki marktækni á degi 14 (p=0,08) (mynd 2). Við upphaf sterameðferðar voru marktækt fleiri börn í til- fellahópnum en í viðmiðunarhópnum á öndunarvél (19 og 5; p<0,001) (mynd 3). Á fyrstu dögum eftir upphaf meðferðar fækk- aði börnum í tilfellahópnum sem þörf höfðu fyrir öndunarvél og á fjórða degi eftir upphaf meðferðar var munurinn milli hópanna tveggja ekki lengur marktækur (11 og 5; p=0,07). Af þeim 28 börnum sem fengu sterameðferð í æð þurftu 23 (82%) á aukasúrefni að halda við 36 vikna meðgönguhaldur og fengu því greininguna LLS, en aðeins 6 af 28 (21%) í viðmiðunarhópnum R A N N S Ó K N Tafla I. Samanburður á helstu klínísku þáttum milli meðferðar- og viðmiðahópa, (%). Sterameðferð í æð Sterameðferð á úðaformi Sterar í æð Viðmið Úðasterar Viðmið Fjöldi 28 28 30 30 Aldur móður [ár] 29,4 ± 6,6 29,5 ± 7,9 31,6 ± 7,2 30,0 ± 6,0 Barksterar á meðgöngu: 25 (89,3) 25 (89,3) 21 (70,0)* 28 (93,3)* > 48 tímum fyrir fæðingu 17 (60,7) 16 (57,1) 14 (46,7) 20 (66,7) Fjölburar 6 (21,4) 8 (28,5) 10 (33,3) 9 (30,0) Keisaraskurður 17 (60,7) 14 (50,0) 20 (66,7) 19 (63,3) Stúlkur 11 (39,3) 16 (57,1) 13 (43,3) 20 (66,7) Meðgöngulengd (vikur, dagar) 26 v. + 3 d. 183,2 ± 11,6 d. 26 v. + 4 d. 184,0 ± 11,2 d. 27 v. + 2 d. 191,0 ± 11,3 d. 27 v. + 3 d. 191,2 ± 11,3 d. Fæðingarþyngd [g] 794 ± 187 853 ± 282 867 ± 239 980 ± 297 Lengd við fæðingu [cm] 33,4 ± 2,9 34,2 ± 3,2 33,9 ± 2,8 35,9 ± 2,9 Höfuðummál við fæðingu [cm] 23,5 ± 1,8 233,4 ± 2,9 24,5 ± 2,1 25,1 ± 2,0 Apgar við 1 mínútu [miðgildi (spönn)] 5 (1-8) 4 (1-8) 4 (1-8) 5 (1-8) Apgar við 5 mínútur [miðgildi (spönn)] 6 (4-10) 6 (2-9) 7 (2-9) 7 (4-9) *p=0,016. Ekki var tölfræðilega marktækur munur á öðrum breytum milli meðferðarhóps- og viðmiðaunarhóps innan rannsóknarhópanna tveggja. Mynd 3. Samanburður á fjölda barna á öndunarvél sem fengu stera í æð og barna í viðmiðunarhópi. Fjöldi barna á öndunarvél frá því 5 dögum fyrir og þar til 14 dögum eftir upphaf með- ferðar. Dagur 0 er upphafsdagur meðferðar. - Samanburður á fjölda barna á öndunarvél sem fengu stera í æð: Dagur 0 og 4, p=0,03. - Samanburður á fjölda barna á öndunarvél milli meðferðarhóps og viðmiðunarhóps: Dagur -5, p=0,003; dagur 0, p<0,001; dagur 1, p<0,001; dagur 2, p<0,001; dagur 3, p=0,01; ekki var marktækur munur milli hópanna eftir það.

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.