Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2016, Qupperneq 31

Læknablaðið - 01.05.2016, Qupperneq 31
LÆKNAblaðið 2016/102 239 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R einn sjúkraþjálfari, einn iðjuþjálfi og fjórir hjúkrunarfræðingar og 175 sjúklingar. Fyrsti sjúkraþjálfarinn kom hingað 1963 og fyrsti iðjuþjálfinn 1974, fyrsti félags- ráðgjafinn 1976 og fyrsti sálfræðingurinn ekki fyrr en árið 2000. Í dag eru hér starf- andi 8 meðferðarteymi sem sinna hjarta- endurhæfingu, lungnaendurhæfingu, gigtarendurhæfingu, geðheilsuendurhæf- ingu, starfsendurhæfingu, offitumeðferð, taugaendurhæfingu og verkjaendurhæf- ingu. Síðan má segja að gigtar- og verkja- endurhæfingin sé að nokkru leyti að renna saman þar sem með tilkomu nýrra og miklu betri gigtarlyfja hefur þörfin fyrir gigtarendurhæfingu aðeins minnkað. Með skipuriti sem samþykkt var fyrir nokkrum árum er stefnt að því að brjóta niður múra á milli teymanna enda skarast meðferðin að mörgu leyti og við höfum ákveðið að sameina 5 teymi undir einn hatt og þrjú undir annan. Hjarta-, lungna- og tauga- teymin verða þá undir einum hatti en hvað meðferð varðar eru þetta oft og tíð- um þyngstu sjúklingarnir.“ Saga Reykjalundar er að flestu leyti saga velgengni og góðs árangurs og þar kemur margt til að sögn Magnúsar. „Maður getur spurt sig hvernig í ósköp- unum Reykjalundur gat orðið að því sem hann er í dag því segja má að þegar rætt er um fjármagn til heilbrigðisþjónustu á Íslandi er yfirleitt átt við Landspítalann, Sjúkrahúsið á Akureyri og heilsugæsluna. Endurhæfing og öldrunarþjónusta kemur nánast aldrei við sögu og er skemmst að minnast borgarafundar á RÚV þar sem ekki var minnst á endurhæfingu. En ástæða þess að Reykjalundur gat þróast svona á níunda og tíunda áratug síðustu aldar var sú að heilbrigðisyfirvöld voru á þeim tíma mjög hliðholl starfseminni og ennfremur að SÍBS sem á stofnunina rak hér plastverksmiðju sem skilaði ágæt- um hagnaði á hverju ári og stóð undir hallarekstri sjúkrahúsþjónustunnar sem var árlegt fyrirbæri. Heilbrigðisyfirvöld greiddu fyrir sjúkrahúsþjónustuna með daggjöldum og þau hækkuðu árlega sem nam hallanum. Þannig var í rauninni hægt að stækka spítalann og auka starf- semina ár frá ári þannig að þegar mest var voru hér ríflega 200 starfsmenn undir aldamótin síðustu. Eftir hrun höfum við mátt þola skerðingu á framlögum ríkisins og þurft að segja upp fullt af fólki og með þjónustusamningi við ríkið (árið 2001) hefur starfseminni verið sniðinn ákveðinn stakkur sem ekki er auðvelt að stækka þó þörfin sé sannarlega fyrir hendi. Á síðustu 6-8 árum hefur stöðugildum fagfólks hér fækkað um 35 og okkur svíður óneitanlega að vera ekki einu sinni inni í umræðunni þegar rætt er um að bæta í fjárveitingar til heilbrigðisþjónustunnar. Þó eru hópar í samfélaginu sem fá nánast enga þjónustu þrátt fyrir mikla þörf fyrir endurhæfingu og meðferð. Einn þessara hópa er ungt fólk með ákominn heilaskaða eftir slys eða önnur áföll, en segja má að eftir frumend- urhæfingu á Grensásdeildinni er enginn að sinna þessum hópi. Þarna gæti Reykja- lundur komið sterkur inn með sérhæft starfsfólk í þetta verkefni ef fjármagnið væri til staðar.“ Magnús segir breytingar á almanna- tryggingalöggjöfinni kalla á endurhæf- ingarstofnanir sem geti sinnt hlutverki sínu samkvæmt nýjum skilgreiningum. „Það má líka segja að með tilkomu Virk starfsendurhæfingarsjóðs, sem hefur vís- að til okkar fjölda skjólstæðinga, hafi hér þróast afskaplega vel mannað og þjálfað þverfaglegt starfsendurhæfingarteymi. Þar að auki erum við með sérstakar starfsmatsstöðvar til að meta vinnufærni fólks. Með væntanlegum breytingum á Sjúkraþjálfun og iðjuþjálfun hefur orðið æ mikilvægari þáttur starfseminnar með árunum. Glæsileg sundlaug er í nýrri álmu spítalans.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.