Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.05.2016, Qupperneq 32

Læknablaðið - 01.05.2016, Qupperneq 32
240 LÆKNAblaðið 2016/102 U M F J Ö L L U N O G G R E I N A R almannatryggingalöggjöfinni er lagt til að fara úr örorkumati yfir í starfsgetumat – og er reyndar algjörlega óútfært hvernig á að standa að því – þá sé ég ekki annað en til staðar þurfi að vera endurhæfingar- stofnun sem getur sinnt hluta þessa verk- efnis. Nú er ekki flókið verkefni að meta þá sem eru með lítið skerta starfsgetu, eða innan við 25%, og einnig er ekki flókið að meta þá sem eru undir 25% starfsgetu. Það er hins vegar stærsti hópurinn, með skerta starfsgetu á bilinu 25-75% aðallega vegna geðraskana eða stoðkerfisraskana, sem þarf á þjónustu og endurhæfingu að halda. Þarna þarf að koma til verulegt átak að mínu mati ef sinna á þessum hópi með sómasamlegum hætti.“ Fækkun legusjúklinga en gríðarlangur biðlisti „Um síðustu aldamót fóru hér í gegn ár- lega rúmlega 1300 sjúklingar og plássin voru 175. Með þjónustusamningnum breyttist þetta talsvert, inniliggjandi sjúk- lingum hefur fækkað og göngudeildar- starfsemi hefur vaxið að sama skapi, en um leið fækkaði sjúklingum á ári, þeir hafa undanfarin ár verið í kringum 1100 og samningurinn segir að lágmarki 1050,“ segir Magnús. „Í dag eru hér einungis 18 rúm fyrir inniliggjandi sjúklinga, allir aðrir eru á dagdeild. Eftirspurnin er hins vegar mun meiri en framboðið og það á við um öll svið endurhæfingar. Stutta svarið varðandi biðlista hjá okkur er að um 1000 manns eru á biðlista eftir endur- hæfingu hjá okkur og þetta er virkur biðlisti. Ef við byrjum á hjartaendurhæfingunni er eðli hennar þannig að annaðhvort kemst sjúklingurinn í endurhæfingu inn- an ákveðins tíma eftir aðgerð eða áfall eða ekki. Öðru máli gegnir um sjúklinga með hjartabilun en þeir eru talsvert færri. Varð- andi lungnaendurhæfingu erum við með samning við Landspítalann um að taka við sjúklingum sem hafa farið í lungnaað- gerðir og þar er sama upp á teningnum að mæta verður þörfinni strax ef meðferðin á að koma að gagni og við reynum að mæta því en það kemur þá niður á þjónustunni á öðrum sviðum hjá okkur. Geðheilsuend- urhæfingin er gott dæmi en geðheilbrigð- isþjónustu er verulega ábótavant í landinu og við verðum áþreifanlega vör við það. Það er mikil pressa að koma hingað inn fólki sem ekki þarf endilega á geðendur- hæfingu að halda heldur eru einfaldlega einstaklingar með geðrænan vanda sem hafa ekki fengið neina þjónustu. Við höf- um þurft að vísa fullt af fólki frá enda ger- um við kröfu um að greining liggi fyrir og mat á endurhæfingarþörf. Það er um 200 manna biðlisti eftir verkjameðferð hjá okkur og það þrátt fyrir að við séum mjög dugleg við að yf- irfara listann og klippa aftan af honum ef einstaklingar hafa beðið lengur en 6 mánuði, en þá höfum við samband við viðkomandi og könnum hvort endurhæf- ingarþörfin sé sú sama og þegar beiðnin barst upphaflega. Staðan er þannig að undanfarin þrjú ár höfum við fengið um 1800-1900 beiðnir um þessi 1050 pláss og í ár stefnir í rúmlega 2000 miðað við það sem af er árinu. Þetta er auðvitað gríðar- lega erfið staða og við höfum brugðið á það ráð að reyna að vísa fólki annað en það er bara ekki um svo mörg önnur úr- ræði að ræða.“ Árangurinn er áþreifanlegur „Það er eiginlega fáránlegt að segja það en við forðumst nánast að vekja athygli á starfseminni þar sem það bætir bara í biðlistana hjá okkur. Árangurinn af með- ferðinni er hins vegar mjög áþreifanlegur og allar rannsóknir sem gerðar hafa verið, bæði hér heima og í nágrannalöndum, staðfesta að fyrir hverja eina krónu sem lögð er í endurhæfingu koma 9 til baka. Virk endurhæfingarsjóður hefur birt tölur þessa efnis og rannsókn sem við gerðum á árangri meðferðar okkar sjúklinga stað- festir þetta. Það er því þjóðhagslega mjög hagkvæmt að leggja fjármuni í endurhæf- ingu og koma fólki aftur út á vinnumark- aðinn með einum eða öðrum hætti. Þó yfirleitt sé talað um starfsendur- hæfingu þegar rætt er um endurhæfingu erum við með mjög breiðan hóp skjól- stæðinga þar sem endurhæfing snýst oft um að auka færni fólks og gera það meira sjálfbjarga, vinnufærni er ekki alltaf mark- miðið. Ef ég tek eitt nýlegt dæmi, var hér maður á sjötugsaldri sem var upphaflega með greiningu sem gigtarsjúklingur en fékk svo slæma hjartabilun að hann var orðinn mjög veikur hjúkrunarsjúklingur þegar við vorum beðin um að taka hann í endurhæfingu. Eftir tvo mánuði var hann orðinn svo hress að hann gat farið heim og séð um sig sjálfur að mestu leyti. Ef ekkert hefði verið gert hefði hann verið rúmliggj- „Allar rannsóknir sem gerðar hafa verið, bæði hér heima og í nágrannalöndum, staðfesta að fyrir hverja eina krónu sem lögð er í endurhæfingu koma 9 til baka,“ segir Magnús.

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.