Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 8

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 8
Pólitísk inneign Sigmundur Davíð berst nú fyrir lífi sínu sem stjórnmálamaður. Í upphafi kjörtíma- bilsins átti hann meiri pólitíska inneign en nokkur annar íslenskur stjórnmálamaður. Heldur hefur gengið á þá inneign það sem af er kjörtímabili þrátt fyrir auknar þjóðar- tekjur vegna aukins ferðamannastraums og almennt ágætra horfa í þjóðarbú- skapnum. Sigmundur stóð því ekki sterkt þegar ljóstrað var upp um leynifélag þeirra hjóna á bresku Jómfrúaeyjum og leynikröfur þeirra í bú föllnu bankana. H V ÍT A H Ú S IÐ /S ÍA – 1 6 -0 6 0 8 Þótt hagsmunaárekstur Sig- mundar Davíðs sé alvarlegasti hluti Wintrismálsins, að hann hafi komið að samningum við kröfuhafa bankanna án þess að segja neinum frá því að eiginkona hans átti kröfur í búin, er athyglisvert hversu sköll- ótt frásögn þeirra hjóna er af tilurð félagsins á Bresku Jómfrúaeyjum og skattskilum þess. Gunnar Smári Egilsson gunnarsmari@frettatiminn.is Það er náttúrlega fráleitt að halda því fram að Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi gert grein fyrir sínum málum varðandi aflandsfélag eigin- konu sinnar og kröfu þess í slitabú föllnu bank- anna. Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, hefur meðal annars haldið þessu fram. Það sama gerði hann alla tíð varðandi aðkomu Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur, þáverandi innanríkisráðherra. Það er hins vegar ekki svo að sá sem er sakaður um brot geti einn og sjálfur útskýrt sitt mál. Jafnvel ekki þótt hann taki viðtal við sjálfan sig eins og Sigmundur Davíð gerði. Þannig er um frásögn Sigmundar Davíðs og Önnu Sigurlaugar Pálsdóttur, konu hans. Þau leggja fram alls kyns fullyrðingar og tilgreina ártöl og upphæðir en þegar utanaðkomandi reynir að setja þær í samhengi við aðra atburði en sambúð þeirra hjóna og stjórnmálaþátttöku Sigmundar Davíðs virðist frásögnin æði götótt. Það liggur ekki einu sinni fyrir hvort þau hjónin hafi notið skattalegs hagræðis af stofn- un félagsins né í hvaða tilgangi það var stofnað á aflandseyju. Óljós skattskil í upphafi Samkvæmt frásögn Sigmundar og Önnu var fé- lagið Wintris stofnað seint á árinu 2007 á bresku Jómfrúaeyjum. Í yfirlýsingu Sæmundar Valdi- marssonar hjá KPMG er sagt að eignarhlutur Önnu Sigurlaugar hafi verið færður henni til eignar í skattframtölum frá og með tekjuárinu 2008; það er ári eftir að til félagsins var stofnað. Í yfirlýsingu Sæmundar hjá KPMG kemur fram að frá og með 2009 hafi verðbréf í eigu Wintris hafi verið tilgreind í skattframtali Önnu. Árið áður var krafa hennar á félagið færð til bókar í skattframtalinu. Þessi yfirlýsing KPMG segir ekki að þau hjónin hafi ekki haft neitt skattalegt hagræði af því að eiga félag á Bresku Jómfrúaeyjum. Yfirlýsingin tekur aðeins til eigna frá 2008 og tekna af verð- bréfum frá 2009. Í henni er enginn samanburð- ur á skattskilum vegna þessa félags og sambæri- legs félags sem skráð hefði verið á Íslandi. Fyrirkomulag sem hentar skúrkum Hjónin lýsa stofnun félagsins svo að viðskipta- bankinn þeirra hafi útvegað stjórnarmenn í fé- laginu. Það var ekki fyrr en á árinu 2009 sem þeir sögðu sig úr stjórn og Anna Sigurlaug varð stjórnarmaður. Þá er ekki hægt að skilja annað en aðeins tvö hlutabréf hafi verið gefin út, ann- að á Sigmund og hitt á Önnu. Í yfirlýsingunni segir að Anna hafi keypt bréf Sigmundar á dollar 2009 samhliða því sem hún gekk inn í stjórn. Þau rökstyðja lágt verð hlutabréfsins með því að hlutir í félaginu hafi í sjálfu sér verið lítils sem einskis virði þar sem fjármunir Önnu Sigur- laugar hafi verið lánaðir félaginu. Anna átti því kröfu á félagið, kröfurnar sem KPMG vísar til. En hvers vegna voru þau hjónin að stofna svona félag. Félagið var ekki neitt neitt í sjálfu sér og með einhverja leppa sem stjórnarmenn, menn sem ólíklegt er að þau hjónin hafi nokkru sinni heyrt eða séð? Þetta fyrirkomulag var alsiða á Bresku Jóm- frúaeyjum og öðrum aflandssvæðum. Þótt til- gangurinn hafi alls ekki alltaf verið illur þá var þetta fyrirkomulag notað af versta illþýðinu sem nýtti sér fjármálaþjónustu þessara svæða. Stofnað var félag í skattaskjóli sem var í raun tóm skel með þarlendum lögmönnum í stjórn. Þeir gátu verið stjórnarmenn í tugum þúsunda félaga. Nöfn þeirra voru þau einu sem utanað- komandi gat nálgast. Leynd hvíldi yfir hverjir hluthafarnir voru. Að ekki sé talað um hverjir áttu kröfur á félagið. Skuldabréf vegna skattleysis Í yfirlýsingu Sigmundar og Önnu kemur fram að þau hafi fjárfest í skuldabréfum á íslensku bankanna og að Wintris hafi gert um 500 millj- ón króna kröfu í þrotabú þeirra. En hvers vegna vildu þau fjárfesta í skulda- bréfum bankanna í árslok 2007? Og meira að segja í víkjandi skuldabréfum á Landsbankann, bréf með alls engum tryggingum sem brunnu upp um leið og bankarnir féllu? Skattalögum var þannig háttað árið 2007 og 2008 að íslensk fyrirtæki þurftu ekki að greiða skatt af hagnaði vegna íslenskra hlutabréfa en það sama gilti ekki um erlend félög. Þau þurftu að borga skatta af hlutabréfahagnaðinum á Íslandi. Þessu var hins vegar öfugt farið með skuldabréf. Erlent félag sem fjárfesti í ís- lenskum skuldabréfum þurfti ekki að borga neinn skatt á Íslandi af vaxtatekjum sínum af þessum bréfum. Án efa hefur það ráðið miklu um að Wintris keypti fremur skulda- bréf en hlutabréf. Lögum komið yfir skattaskjólin Árið 2004 sömdu þeir Snorri Olsen, Indr- iði H. Þorláksson og Skúli Eggert Þórðar- son skýrslu um skattsvik fyrir Geir H. Haarde og tóku meðal annars á skatta- undanskotum og -svikum í gegnum aflandsfélög. Upp úr þessari skýrslu voru samin lagafrumvörp til breytinga á skattalögum. Það gekk þó erfiðlega að koma ákvæðum vegna aflandsfé- laga í lög og það var ekki fyrr en í tíð ríkisstjórnar Jóhönnu Sigurðardótt- ur að samþykktar voru breytingar á skattalögum sem náðu utan um aflandsfélögin. Fyrri ríkisstjórnir töldu slíkt ekki tímabært. Það sem er mikilvægast varðandi Wintris er að þar með tóku íslensk stjórnvöld upp svokallaðar CFC-regl- ur, reglur sem Bandaríkjamenn höfðu beitt síðan á sjöunda áratugnum og flest Evrópulönd áratugum saman. Þessar reglur fela í raun í sér þvingaða samsköttun helstu eigenda slíkra aflandsfélaga og félaganna sjálfra. Pólitískur skandall Útskýringar Sigmundar og Önnu kveikja fleiri spurningar Götótt frásögn Sigmundar Það er af þeim sökum sem verðbréfaeign Wintris er sett inn í skattaframtal Önnu Sigur- laugar. Slíkt var skylt frá og með áramótum 2010 en svo virðist sem þau hjónin hafi ákveðið að aðlaga skattaskil sín þessum reglum frá og með tekjuárinu 2009, enda hefur lagabreyt- ingin varla farið framhjá Sigmundi þótt hann hafi verið utan þings þegar lögin voru sett, rétt fyrir kosningarnar í apríl 2009. Samkvæmt nýju lögunum var skattinum heimilt að samskatta eigendur og erlend félög ef félagið var skráð á Íslandi, ef það hafði ís- lenskt heimilsfang í samþykktum eða ef raun- veruleg framkvæmdastjórn var með heimilis- festi á Íslandi. Þegar Anna gekk í stjórn Wintris uppfyllti félagið síðasta skilyrðið. Tap dregur úr skattgreiðslum Af yfirlýsingum Sigmundar og Önnu má ráða að þau hafi frekar óhagræði en hag af því að Wintris sé skráð á Bresku Jómfrúaeyjum. Það má ætla að svo sé þegar skattareglur eru skoð- aðar. Vegna samsköttunar þarf Anna Sigurlaug að borga tekjuskatt af tekjum sínum af eign- um inn í Wintris, allt að 46 prósent sé miðað við hæsta þrep. Það er mun hærra en ef hún greiddi sér arð upp úr íslensku einkahluta- félagi. Þá væri skatturinn 20 prósent. Á það ber hins vegar að líta að inni í Wintris er mikið tap vegna falls íslensku bankanna. Þau hjónin hafa sagt að heimtur þeirra af kröfum Wintris hafi verið um 16 prósent af 500 millj- ón króna kröfu. Inn í Wintris er því um 420 milljón króna uppsafnað tap, sem kemur til frádráttar tekjum áður en skattur er lagður á. Hjónin geta ekki flutt það tap með sér í ís- lenskt félag. Það má því ætla af frásögn þeirra að þau hafi hag af því að halda félaginu utan- lands á meðan þetta tap klárast. Þegar það klárast er tími til að halda heim. Gengishagnaður og höft Þótt þau hjónin hafi tapað miklu við fall bankanna, eða um 420 milljónum króna, þá geta þau huggað sig við að restin af peningunum var í erlendri mynt þeg- ar krónan féll árið 2008. Við það nær því tvöfölduðust erlendar eignir í verði, miðað við íslenska krónu. Það er því ekki rétt sem Sigmundur sagði í viðtali að þau hjónin hefðu verið betur sett ef féð hefði verið geymt í verðtryggðri krónu. Verðtrygging ver fé fyrir verðlags- breytingum en fall krónunnar skilar sér ekki allt inn í verðlag heldur aðeins sem nemur hlutfall innfluttra vara. Þar sem Winstris var stofnað fyrir Hrun og féð flutt út áður en gjaldeyrishöft voru lögð á var eignin í þessu erlenda félagi undanþegin gjaldeyrishöftum. Ef þau hjón hefðu átt ís- lenskt félag hefðu þau þurft að gera grein fyrir gjaldeyriseign sinni og sækja um und- anþágur. Það er því margskonar hagræði sem þau hjón hafa haft af því að geyma féð á aflandseyju og margvíslegur hagur sem þau hafa haft af því. Til að meta hann til fulls þurfa Sigmundur Davíð og Anna Sig- urlaug að leggja fram ítarlegar upplýsingar. Það dugar ekki að þau yfirheyri sjálf sig. 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.