Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 01.04.2016, Síða 16

Fréttatíminn - 01.04.2016, Síða 16
Rafvædd framtíð í takt við samfélagið – hverjar eru áskoranir Landsnets í stóru myndinni? Landsnet býður til vorfundar á Hilton Reykjavík Nordica, kl. 9-11 þriðjudaginn 5. apríl 2016, þar sem fjallað verður um hlutverk raforku í tengslum við stöðu loftslagsmála á Íslandi:  Hvaða áskorunum stöndum við frammi fyrir varðandi stefnu- mótun, þróun og uppbyggingu flutningskerfis raforku á Íslandi?  Hver er staða loftslagsmála í heiminum, umræðan á Íslandi og hvernig geta Íslendingar lagt sitt lóð á vogarskálarnar?  Með hvaða hætti má draga enn frekar úr losun gróðurhúsa- loftegunda til framtíðar í íslenskum sjávarútvegi? Morgunhressing er í boði frá kl. 8:30 og á fundinum. Þátttökuskráning á landsnet.is, eða í síma 563 9300. Allir velkomnir! Dagskrá: Pallborðsumræður Áhugasamir, sem eiga þess ekki kost að mæta á fundinn, geta fylgst með beinni útsendingu frá honum á landsnet.is og á mbl.is. Þá verður hægt að senda fyrirspurnir á twitter með merkingunni #landsnet. Ávarp – Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar - og viðskiptaráðherra Stöðugra umhverfi og styrkari stoðir – Geir A. Gunnlaugsson, stjórnarformaður Landsnets Leysa þarf knýjandi þarfir samtímans í takt við þróun til framtíðar – Guðmundur Ingi Ásmundsson, forstjóri Landsnets Íslands þúsund ár: Náttúruvernd á tímum loftslagsbreytinga – Guðni Elísson, prófessor Forsendur tækifæra og sægrænnar uppbyggingar í sjávarútvegi – Kolbeinn Árnason, framkvæmdastjóri Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Fundarstjóri – Edda Hermannsdóttir AT H YG LI – 04 -0 3- 16 Danska hjálparstofnun kirkjunnar, Folkekirkens Nødhjælp, opnaði verslunina Wefood í Kaupmannahöfn í síðasta mánuði. Í búðinni eru eingöngu seldar vörur sem að öðrum kosti hefði verið fleygt. Ágóðinn rennur til hjálparstarfs þar sem neyðin er stærst í heiminum. Fólk stendur í biðröð þegar búðin er opnuð og heldur tómlegt var um að litast í hillum Wefood síðdegis á föstudegi í byrjun mars þegar Steinunn Stefáns- dóttir leit þar við á vegum Fréttatímans. Steinunn Stefánsdóttir ritsjorn@frettatiminn.is „Þetta er ekki verslun þar sem er bara hægt að panta þær vörur sem vantar og við erum ekki með fast vöruframboð,“ segir Bassel Hmeid- an, verkefnisstjóri verslunarinnar og eini launaði starfsmaður henn- ar. „Við vitum ekki frá degi til dags hvaða vörur við erum með í hill- unum. Þess vegna skipti miklu máli fyrir okkur að staðsetja verslunina í verslunarhverfi. Með því móti geta viðskiptavinir byrjað verslunar- ferðina hjá okkur og farið svo í hefð- bundna búð og keypt það sem það fékk ekki hér. Það er samt alltaf eitt- hvað til,“ segir Bassel og hlær, „en markmiðið er auðvitað að það verði enn meira en nú er.“ Ástæðan fyrir því að í Wefood er ekki fast vöruframboð er að all- ar vörurnar sem seldar eru í búð- inni hafa verið afskrifaðar í öðrum verslunum. Þær eru komnar að síð- asta söludegi eða fram yfir hann, í löskuðum umbúðum eða vitlaust merktar. Auk þess geta vörurnar verið tímabilsbundnar á mælikvarða venjulegrar verslunar eins og bollu- dagsbollurnar sem mátti sjá í frysti í búðinni. Allar vörurnar standast þó dönsk lög um fæðuöryggi. Danir henda árlega um 700.000 tonnum af mat og nemur verðmæti þess um 200 milljörðum íslenskra króna. Þá eru ótalin umhverfisá- hrif matvælaframleiðslu sem eru mikil. Þess vegna varð sú hugmynd til í ranni Folkekirkens Nødhjælp að nýta þennan mat til þess að fjár- magna baráttuna gegn hungri og hjálparstarf sem samtökin standa fyrir víðsvegar í heiminum. „Wefood er hugsað sem framlag til þess að draga úr misskiptingu auðlinda í heiminum. Í landi eins og Danmörku er matarsóun stórt vandamál. Við hendum gríðarlegu magni af mat á hverjum einasta degi, mat sem mætti vel borða. Á sama tíma er fólk í öðrum heims- hlutum sem hefur ekki aðgang að mat. Þess vegna fannst okkur sú hugmynd góð að safna afgangsmat, mat sem að öðrum kosti hefði verið hent, og selja hann í búðinni okkar og nota ágóðann til hjálparstarfs á svæðum þar sem ríkir hungurs- neyð.“ Viðtökurnar hafa farið fram úr öll- um vonum. Alls kyns verslanir hafa gefið sig fram og vilja gefa afskrif- aðar vörur til Wefood, sjálfboðaliðar hafa skráð sig til starfa í hrönnum og viðskiptavinir streyma að. „Þeg- Áhuginn kom á óvart Steffi er sjálfboðaliði og annar tveggja verkefna- stjóra sjálfboðaliða í Wefood. „Ég hef mikinn áhuga á mat frá mörgum sjónarhornum, svo sem matarsóun og sjálfbærni. Þess vegna fannst mér mjög spennandi að taka þátt í starfinu í kringum Wefood og svo hafði ég tíma til að vinna sjálf- boðaliðastarf núna. Flestir sjálfboðaliðar koma einu sinni í viku og taka 5-6 tíma vakt en ég hef verið hér miklu meira nú í upphafi. Að hluta til hef ég verið í skipulagsvinnu og kynningarstarfi. Það er mikið fjallað um mat og matarsóun í fjölmiðlum svo ég þóttist vita að það yrði áhugi á þessari verslun en þessi gríðarlegi áhugi kom mér samt á óvart.“ Heppin að þessu sinni Sara og Kamil eru nemar og voru með fulla körfu af pítubrauðum sem Sara ætlaði að nota í af- mælisveislunni sinni. Sara er að koma í Wefood í annað sinn en Kamil hefur ekki komið áður. „Mér finnst þetta frábært frumkvæði, að nýta mat og aðrar vörur sem annars hefði verið hent. Svo er ég nemi og er alltaf blönk og það er sannarlega ódýrt að versla hér. Síðast þegar ég kom var eig- inlega allt búið en að þessu sinni var ég heppin,“ segir Sara. Vill nýta matinn betur Hatice er nemi í Copenhagen Business School og var að koma í Wefood í annað sinn. „Síðast kom ég frekar seint á deginum svo það var mjög lítið til, enn minna en í dag en ég held áfram að koma,“ segir hún og hlær. Hún á heima í næsta nágrenni svo það er hægt um vik fyrir hana að koma við í Wefood til að sjá hvað þar er að finna áður en hún heldur í venjulegan stórmarkað. „Ég hafði ekki leitt hugann sérstaklega að matarsóun fyrr en í fyrrasumar þegar ég tók námskeið um nýtingu matvæla og skrif- aði ritgerð um matarsóun. Síðan hef ég verið meðvitaðri um hvernig við getum nýtt auðlindirnar betur, meðal annars með betri nýtingu á mat.“ Búð sem selur útrunnar vörur slær í gegn Wefood er á Amagerbrogade 151 í Kaupmannahöfn. Þar er opið á virkum dögum milli klukkan 15 og 20. „Við hendum gríðarlegu magni af mat á hverjum einasta degi, mat sem mætti vel borða. Á sama tíma er fólk í öðrum heimshlutum sem hefur ekki aðgang að mat,“ segir Bassel Hmeidan. 16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.