Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 32
Heil og sæl, kæra móðir og bestu
þakkir fyrir bréfið þitt. Einlægni
þín og kærleikur til drengsins
ykkar er augljós og yndislegt
hversu vel þið hafið staðið að
málum hans. Mér sýnist á öllu
að drengurinn hafi fengið mikla
athygli og mikinn stuðning hjá
ykkur og að nú sé tímabært að
hann njóti leikskóladagsins einn
og sjálfur. Hins vegar á ekkert for
eldri að þurfa að yfirgefa barnið
sitt grátandi og afar mikilvægt að
grípa til aðgerða.
Mótþrói getur verið stjórntæki
Drengurinn var áhugasamur
og glaður í leikskólanum til að
byrja með og eins er hann í leik
með hinum börnunum þegar þú
sækir hann. Það bendir til þess
að hann sé ánægður og finni sig í
barnahópnum sem er afar mikil
vægt fyrir einbirni eins og hann.
Eins er þér óhætt að treysta leik
skólakennurum hans með að
hann hætti að gráta um leið og þú
hverfur út um dyrnar. Allt þetta
leiðir í eina og sömu átt; börn sem
mótmæla bæði við komu og brott
för, eru oftast að æfa stjórnun á
umhverfi sínu og þá mest við þá
sem standa hjarta þeirra næst.
Slíkt er fullkomlega eðlilegt. Bæði
börn og fullorðnir vilja hafa áhrif
og tveggja til þriggja ára barn
leitar leiða til þess og mest vilja
þau hafa áhrif á foreldra sína – og
mögulega mömmuna ef hún hefur
verið með aðalumsjón barnsins.
Þá þarf mamman að glíma við
sjálfa sig.
Góð við eða góð fyrir …
Öllum foreldrum er erfitt að láta
barnið sitt frá sér. Við viljum
vernda og verja þau og hver
fruma foreldranna kallar á
barnið. Enn sterkari verður
þessi kennd þegar fyrsta
barn á í hlut og enn fremur
þegar krílið hefur látið bíða
eftir sér. Þessi foreldraást er
einstakt afl sem getur hreinlega
flutt fjöll, óendanleg hamingja en
svo líka dýpsta örvænting ef erfið
leikar koma upp. Þetta er reynsla
okkar allra.
Hins vegar getur verndarhvötin
líka afvegaleitt okkur. Þá taka til
finningarnar alfarið stjórnina og
rökhugsunin víkur. Í slíku ástandi
getum við vissulega verið góð við
barnið okkar en mögulega ekki
jafngóð fyrir barnið. Það finnur
fljótt að það getur ráðið og stjórn
að líðan hins fullorðna og beitir
sér oft með grátstjórnun og/eða
mótþróa en sú stund kemur að
barn kiknar undan valdahlutverk
inu sínu. Þess vegna verðum við
að hleypa skynseminni fram úr til
finningunum og finna leiðir til að
aðskilnaður ykkar verði átakalaus
og ánægjulegur.
Starfsfólk leikskólans getur mjög
oft aðstoðað foreldrana og gripið
barnið í fangið svo að foreldrið
fari strax út aftur til að lengja ekki
sársaukafulla kveðjustund. Eins
er algengt að pabbanum, eða ein
hverjum öðrum í fjölskyldunni,
gangi betur að klippa á kveðju
stundina til að brjóta þennan
vítahring móður og barns. En – þá
þarf móðirin að vera tilbúin að
sleppa tökunum. Finndu leiðina
sem virkar og ég er fullviss um að
þetta gangi frábærlega hjá ykkur.
Magga
Pála
Uppeldisáhöldin
Sendið Möggu Pálu spurningar á
maggapala@frettatiminn.is og
hún mun svara í næstu blöðum.
„Grátstjórnunin“
Kæra Magga Pála, ég hef drukkið í mig alla pistla þína í von um
að finna lausn á mínu máli. Ég ákvað síðan að skrifa þér beint þar
sem þetta skiptir mig öllu máli.
Við hjónin eigum lítinn strák sem er fyrsta barnið okkar. Þvílík
gleði og hamingja sem þessi fallegi drengur hefur gefið okkur. Við
þurftum að bíða talsvert lengi eftir honum en hver dagur var svo
sannarlega þess virði. Mér leið svo vel í barneignarfríinu og það
leið alltof hratt. Ég leitaði allra leiða til að framlengja fæðingar-
orlofið og við hjónin vorum sammála um bíða með að fara með
drenginn í pössun þar til hann fengi pláss á leikskóla.
Núna í haust fengum við inni í leikskóla en við afþökkuðum pláss-
ið í fyrravetur því hann var svo ungur. Ég vandaði vel valið og fór
í heimsóknir á nokkra staði áður en við tókum ákvörðun. Aðlögun
byrjaði vel og ég fann að drengurinn var ánægur og glaður. Und-
anfarnar vikur hafa hins verið mjög erfiðar en hann grætur svo
mikið þegar ég skil hann eftir. Mér finnst það orðið nær óbærilegt
að skilja hann eftir. Leikskólakennararnir hafa fullvissað mig um
að ég þurfi ekki að hafa neinar áhyggjur og segja að hann hætti að
gráta um leið og ég er farin út úr dyrnar. Ég held að þær segi það
bara til að róa mig – ég veit ekki mitt rjúkandi ráð. Svo kem ég að
sækja hann en þá er hann alltaf að leika sér með krökkunum og
vill hann ekki koma heim með mér. Ef ég reyni að toga í hann, fer
hann bara að gráta. Kæra Magga Pála, hvað á ég að gera?
Opið virka daga kl. 10–18, laugard. kl. 11–14, sunnud. lokað
Rau›arárstígur 14 · sími 551 0400 · www.myndlist.is
Við leitum að
listaverkum
erum að taka á móti verkum á næsta listmunauppboð
Við leitum að verkum eftir frumherjana í íslenskri myndlist. Sérstaklega eftir
Ásgrím Jónsson, Jóhannes S. Kjarval, Kristínu Jónssdóttur, Louisu Matthíasdóttur,
Þórarinn B. Þorláksson, Svavar Guðnason og Nínu Tryggvadóttur.
Ennfremur er mikil eftirspurn eftir verkum Georgs Guðna, Kristjáns Davíðssonar,
Gunnlaugs Blöndal og Gunnlaugs Scheving.
Áhugasamir geta haft samband í síma 551-0400
260 mm Veltisög
Multi-sög fylgir með í kaupunum
Kr. 150.000,-
með VSK
Model LF1000
Sagarblað 260 mm
Sagdýpt 90° 70 mm
Sagdýpt 45° 48 mm
Afl inn 1650 W
Þyngd 36 kg
ÞÓR FH
REYKJAVÍK:
Krókháls 16
Sími 568-1500
AKUREYRI:
Lónsbakka
Sími 568-1555
Vefsíða:
www.thor.is
32 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016