Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 34

Fréttatíminn - 01.04.2016, Blaðsíða 34
Svefnskáli barna í sumar- búðum kaþólikka í Ölfusi hefur staðið óhreyfður síðan starfið lagðist af fyrir tutt- ugu árum. Þóra Tómasdóttir thora@frettatiminn.is Vindurinn gnauðar í gluggunum. Sterk lykt af fúnum viði skellur á í dyragættinni þegar gengið er inn. Svefnskáli barna í sumarbúðunum Riftúni hefur staðið óhreyfður síðan starfið lagðist af árið 1997. Skálinn var upprunalega fjárhús sem breytt var með litlum íburði í svefnstað sumardvalarbarna. Nú er hann að hruni kominn og bíður þess að verða rifinn. Á gólfinu hvílir tætt hræ af skóg- arþresti sem hefur tapað baráttu við ofjarl sinn og starir andlaus út í tómið. Kvalarinn hefur leikið sér að bráðinni og þyrlað fjöðrum hans um allan gólfflötinn. Mörg hundruð nemendur úr Landakotsskóla voru sendir í Rif- tún á þeim þrjátíu og fimm árum sem sumarbúðirnar voru starf- ræktar. Hér réðu ríkjum hollenski presturinn séra George, skólastjóri Landakotsskóla og þýska kennslu- konan Margrét Muller. Séra Ge- orge átti frumkvæði að því að kaþólska kirkjan kom upp sumar- búðum og fékk kaþólsku nunnuna Clementíu, eins og hún var kölluð, til að ráðstafa hluta af arfi sínum til kaupanna. Árið 1963 eignaðist kirkjan því Riftún í Ölfusi, skammt frá Hveragerði. Á jörðinni voru tvær byggingar, útihús sem varð svefnskáli barnanna og íbúðarhús sem breytt var í starfsmannaað- stöðu og kapellu. Árið 2005 var jörðin seld og er ekki lengur í eigu kirkjunnar. Margir eiga ævintýralegar minn- ingar frá dvölinni. Um vináttu, leik, útiveru og náttúruupplifun. Svo eru þeir sem bíða þess ekki bætur að hafa dvalið í sumar- búðunum. Eins og fjallað var um í Fréttatímanum árið 2011 lýstu nokkrir einstaklingar dvölinni í Riftúni sem helvíti á jörð. Rann- sóknarnefnd kaþólsku kirkjunnar staðfesti síðar að meiri líkur en minni væru á að þau Margrét Mull- er og séra George hefðu beitt börn Tímaflakk Kaþólsku sumarbúðirnar Riftún í Ölfusi standa enn Á gólfinu hvílir tætt hræ af skógar- þresti sem hefur tapað baráttu við ofjarl sinn og starir andlaus út í tómið. Kvalarinn hefur leikið sér að bráðinni og þyrlað fjöðrum hans um allan gólfflötinn. Sagan liggur í loftinu  Fleiri myndir á frettatiminn.is Myndir | Rut Margir eiga ævintýralegar minningar frá dvölinni. Svo eru þeir sem ekki enn geta keyrt um Ölfus án þess að fá líkamleg viðbrögð. grófu kynferðislegu ofbeldi í sumar- búðunum. Einn viðmælenda blaðsins, sem nú er á sextugsaldri, minntist tímans í Rif- túni með hryllingi og segist ekki getað keyrt um svæðið eftir dvölina þar. Hann lýsir líkamlegum viðbrögðum sem hann fékk þegar hann fór um Ölfus í fyrsta sinn eftir dvölina í Riftúni. Annar viðmælandi blaðsins segist hafa verið látinn hjálpa til við að breyta útihúsunum í sumarbúðir. Hann hafi verið látinn vinna langa daga í erfiðis- vinnu við að reisa búðirnar. Þar hafi hann síðar átt erfiðustu daga lífs síns. 34 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.