Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 38

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 38
Sonja Georgsdóttir listakona fékk sinn skerf af þolraunum á meðan hún lifði. Hún lést úr krabbameini í septem- ber en hafði glímt við geð- heilsuna í áraraðir. Bók um ævistarf hennar kemur út um helgina. Sonja Georgsdóttir var í forsíðu- viðtali við Fréttatímann í sumar og lýsti þá glímu sinni við líkamlega og andlega heilsu. Þegar viðtalið var tekið hafði Sonja greinst með krabbamein á lokastigi og var sátt við að deyja. Glíman við geðið hafði reynst henni erfið um ævina og haft mótandi áhrif á persónu hennar og myndlistarverk. „Sonja var greind með sjúkdóm sem heitir „borderline“. Hún vann mikið með landakort, brotalínur og mörk í eiginlegum og óeiginlegum skiln- ingi,“ segir María Pétursdóttir, gömul vinkona Sonju og ritstýra yfirlitsbókarinnar Gildi / Values. „Hún var sterkur persónuleiki og litríkur. Mikil dýrakona og sást gjarnan á gangi um borgina með páfagauk á öxlinni og hunda í bandi. Lengi vel gekk hún með kanínuna sína í sérsaumuðum magapoka.“ Sonja lærði myndlist í Myndlist- arskólanum og síðar í School of Vi- sual Arts í New York. Hún bjó lengi í Bandaríkjunum og var uppalin í Danmörku. „Það fór ekki mikið fyrir henni sem myndlistarkonu á Íslandi en það kom mér á óvart þegar hún lést, hve mörg verk hún skildi eftir sig. Hún hafði verið mjög afkastamikil þrátt fyrir að vera oft á tíðum óvinnufær vegna veikindanna,“ segir María. Þegar Sonja áttaði sig á því í að hún hefði tapað baráttunni við krabbameinið fór hún að leggja drög að yfirliti yfir verk sín. María lagði henni lið og stóð fyrir söfnun á hópfjármögnunarsíðunni Karolína fund, svo hægt væri að fjármagna prentun bókarinnar. Söfnunin tókst vel og hafa vinir Sonju, þau María, Almar Ingason og Bragi Halldórsson, unnið hörð- um höndum við að skrásetja verk hennar og gera þeim skil í bókinni. Í tilefni af útgáfu bókarinnar verð- ur einnig opnuð sýning á verkum Sonju í húsakynnum Samtakanna ‘78 á laugardag. | þt Gylfaflöt 7 112 Reykjavík 587 8700 krumma.is Hama perlurnar fáið þið í verslun við Gylfaflöt Virginia Gillard lærði leik- list og trúðaleiklist í París hjá frægum trúðaleikara og hefur unnið sem trúður þar úti til að hjálpa bæði veikum börnum og eldra fólki með heilabilun. Hún segir rauða nefið geta gert kraftaverk og vonast til að koma trúðaverkefni á fót fyrr en síðar í íslenska heilbrigðis- kerfinu. Um þessar mundir leikur hún í barnaleikritinu HVÍTT sem fengið hefur frábæra dóma. Erla Sigurlaug Sigurðardóttir ritstjorn@frettatiminn.is Virginia fæddist á Englandi, ólst upp í Ástralíu, nam í París og hefur búið á Íslandi frá árinu 2012 með fjölskyldu sinni. Hún fluttist til Skotlands eftir nám og vann í 12 ár með leikarahópi sem skemmti langveikum börnum og heilabil- uðum á sjúkrastofnunum, en þetta var fyrsta samtvinnaða lista- og heilsuverkefnið þarlendis. Hjá börnunum voru Virginia og félagar trúðalæknar. „Markmiðið var að færa þeim leikinn aftur, það er svo mikilvægt að leika sér sem barn, þótt þú sért veikur. Trúðaleiklist virkar, en trúðar eru með lægstu stöðuna í samfélaginu, þeir bera enga ábyrgð, þeim fylgir áhyggju- leysi og sakleysi og börnin finna að þau geta hjálpað trúðunum því þau eru klárari en þeir. Það er alltaf verið að hjálpa veiku börnunum en þarna gátu þau hjálpað trúðunum og það jók á vellíðan og sjálfstraust þeirra,“ segir Virginia. Verkefnið með heilabiluðum snerist um að trúðafjölskylda mætti í heimsókn til þeirra og lífgaði upp á fábreyttan daginn. „Við vorum vel til höfð og með rauða nefið. Við vorum klaufaleg og fyndin en listin felst í því að spinna á staðnum og láta þeim líða sem einhvers virði. Trúðarnir voru til í allt, það var mikil gleði og við sungum saman og hlógum mikið og þau hjálpuðu trúðunum. Ef maður náði tengingu við þau í aðeins 5 mínútur eða lengur var árangrinum náð.“ Virginia á sér draum um að koma trúðaverkefninu, sem hún kallar Góðir gestir, inn í íslenskt heilbrigðiskerfi og vinnur hún að því að sækja um styrki og kynna verkefnið. Sem stendur hefur leik- konan í nógu að snúast, en hún setti meðal annars á fót barnaleik- ritið HVÍTT sem fengið hefur frá- bæra dóma. Hvítt leiksviðið verður að lokum afar litríkt og skilaboðin um fjölbreytileikann eru börn- unum skýr en þau taka virkan þátt í sýningunni. Virginía segir að trúðar geti haft góð áhrif á geðheilsu fólks. Hvernig á að vinna leikinn? Hvítur riddari Gunnar 4 til Finnur 6, skák. Það er gaman að leika sér. Öllu gamni fylgir þó iðulega einhver alvara, sérstaklega ef kappi/keppni er bætt við leikinn. Um „ramma“ og reglur skipulagðra leikja þarf að ríkja samræmd sátt. Ég sá í fréttum í þar síðustu viku að stórmeistarinn og núverandi Íslandsmeistari, nafni minn Steingrímsson, er ekki sáttur við breidd þeirra skákborða sem til stendur að nota á Opna Reykjavík- urmótinu í skák. Það kom ekki fram í fréttinni hvort borðin væru of mjó eða of breið. Héðinn segir skákhefð- ina hér á landi mikla og að við höf- um átt íþróttamenn/listamenn í list leiksins á heimsmælikvarða. Ég tel að hann hafi nokkuð til síns máls. Ég „drep“ stundum tíma með því að færa „menn“ á borði í sím- anum. Það er mjög skemmtileg og góð rækt við og fyrir hugann. Ég finn hvað það er gott að gleyma sér í smækkaðri mynd af „heiminum“ á skákborðinu. Þar eru, líkt og mörg okkar upplifum í lífinu, kóngar, drottningar, peð, biskupar og stað- fastir hrókar. Án þess að hafa leitt hugann sérstaklega að skákborðinu á símanum efast ég ekki um það að það krefðist aðlögunar ef borðið, og þar með hinir 64 reitir, mjókk- uðu eða breikk- uðu. Slíkt gæti haft áhrif á þá einbeit- ingu og íhugun sem leikurinn krefst af skákmanninum. Það að „sjá“ fram í tímann er eiginleiki sem getur komið sér vel. Að geta beitt rökhugsun, innsæi og ímyndun með listrænum tilburðum í fléttum og flækjum með það að markmiði að „sigra“ er góð æfing fyrir lífið. Auk þess er sú einbeiting og hugarró, þó með síkvikri orku undir niðri, sem leikurinn krefst prýðilegt „tæki“ til að vinna gegn því einbeitingarleysi og athyglis- bresti sem hin sítengda veröld samtímans virðist oft valda okkur mörgum. Hjá okkur „leikmönnum“ ætti það hvort sigur næst, jafnt- efli er boðið eða tap ekki að vera aðalatriðið og hinir manngerðu „getu“kvarðar Elo-stiga og aðrir samkeppnismælikvarðar ættu að vera aukaatriði. Stórmeistarar og atvinnumenn búa við annað sniðmát. Þar er „mátið“ eindregið markmið leiksins og því ramminn mikilvægur. Lundreykjadælingurinn Magnús Ásgeirsson þýddi um árið hið forna kvæði og lífsspeki Omars Khayyám (1048-1141), Rubáiyát. Omar var múslimatrúar og orti um fegurð lífs- ins, léttleikandi ástarbríma í tungls- ljósi og nautn og neyslu áfengra drykkja. Kvæðið er magnþrungin frásögn tilvistar mannskepnunnar. Undurfagurt og djúpt. Í erindi XLIX fjallar skáldið um hverfulleika lífsins og vanmátt mannsins. Þar dregur hann sterka mynd af okkur mannpeðunum gagnvart skapar- anum. Við erum á endanum alltaf skák og mát þó mörg okkar upp- lifum lífið sem þrátefli. Utan hringsins Héðinn Unnsteinsson Í daga og nætur skiptist skáborð eitt. Af skapavöldum er þar manntafl þreytt. Þær færa oss til og fella oss, gera oss mát. Og frú og kóngi er loks í stokkinn þeytt. (O.K) Trúðaleiklist í heilbrigðiskerfinu virkar Verk eftir Sonju Georgsdóttur úr bókinni Gildi / Values. Ævistarfið litað af geðveiki Sonja Georgsdóttir lærði myndlist í Myndlistarskólanum og síðar í School of Visual Arts í New York. 38 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.