Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 63

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 63
 |63FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 Ég | sá nýlega bíómyndina Anomalisa og hún var algjörlega frábær. Ég mæli reyndar með öllum myndum leikstjóra myndarinnar, Charlie Courtman. Hann gerði til dæmis bíómyndina Eternal Suns- hine of the Spotless Mind og er magnað- ur. Í Anomalisa er þrívíddarprentun notuð til að gera Stopmotion-brúðumynd og miðað við að allar persónurnar séu brúður er þessi mynd ótrúlega mannleg. Um daginn tók ég svo Trailer Park Boys- maraþon. Trailer Park Boys eru steiktir grínþættir í Mockumentary-stíl. Það er frábært að sjá hvernig þeir þróast eftir seríum. Svo er líka kostur að það eru til heilar ellefu seríur af þeim. Að lokum vil ég mæla með Eric Andre Show, steiktum viðtalsþáttum við furðulegt fólk. Ég get ekki alveg útskýrt hvað er svona frábært við þá, en tékkið á klippum á netinu og þá sjáið þið hvers vegna.“ Sófakartaflan Vilhelm Þór Neto Mannleg bíómynd leikin af brúðum Sunnudagsmynd sem vert er að vaka eftir RÚV Sunnudaginn 3. apríl klukkan 23.50. Franska bíómyndin La Gu- erre est déclarée, eða Stríðsyfir- lýsing, segir frá ungum foreldrum sem takast á við það að barn þeirra greinist með heilaæxli. Þessi margverðlaunaða mynd gefur einlæga mynd af vanmætti og viðbrögðum ástfangins pars sem verður að foreldrum, þjök- uðum af áhyggjum og ótta. Já fínt, já sæll RÚV Ligeglad: Sunnudaginn 3. apríl, klukkan 21.20. Fyrsti þáttur íslensku gamanþáttaraðarinnar sló heldur betur í gegn í síðustu viku. Anna Svava og Helgi Björns eru tilbúin til að kitla hláturtaugarnar enn á ný með nýjum uppákomum í Kaup- mannahöfn. Skrifið niður frasana því þeir verða það heitasta von bráðar. Miley Cyrus í The Voice Skjár einn Laugardaginn 2. apríl, klukkan 20.15. The Voice: Nýjasta sería the Voice er með þeim betri hingað til. Í næsta þætti verður Miley Cyrus aðstoðar- þjálfari og undirbýr keppendurna fyrir „the knockouts“. Þjálfararnir, þau Christina Aguilera, Pharrell Williams, Blake Shelton og Adam Levine, hafa aldrei verið fyndnari og æstari til sigurs. Fyrir þá sem hafa misst af fyrstu þáttunum eru atriðin aðgengileg á Youtube. Lélegar hárgreiðslur, aulahúmor og hiti Netflix Wet Hot American Summer: First Day of Camp eru skemmtilega steiktir grínþættir með eðalgrín- urum á borð við Amy Poehler, Paul Rudd og Bradley Cooper. Þætt- irnir eru einskonar formáli að költ- grínmyndinni Wet Hot American Summer, frá árinu 2001, og fjalla um sumar í sumarbúðum í Banda- ríkjunum árið 1981. – G Ó Ð U R Á B R A U Ð – Í S L E N S K U R GÓÐOSTUR ÍS LE N SK A/ SI A. IS /M SA 7 33 03 0 3/ 15

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.