Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 70

Fréttatíminn - 01.04.2016, Side 70
„Ég elda alla daga á Vínyl og fæ mér venjulega morgunmat þar. Í dag fæ ég mér bara kaffi,“ segir Linnea Hellström, vegankokkur. Fyrir hennar tilstilli varð Kaffi Vínyl á Hverfisgötu á dögunum fyrsti veitingastaðurinn með alveg vegan matseðil. Linnea var grænmetisæta frá barnæsku. Hún ólst upp á sveitabýli í Svíþjóð og ákvað ung að hætta að borða dýrin sem hún lék sér við. Um tvítugt tók hún út allar dýraafurðir og hefur verið frumkvöðull í vegan- isma á Íslandi frá því hún flutti hingað. „Í stað þess að einblína á missi dýraafurða vil ég sýna fólki þennan fjölbreytta matarheim sem opnast við að vera vegan.“ Frábært úrval aF sundFötum! Bláu húsin Faxafeni | S. 555 7355 | www.selena.is Selena undirfataverslun Með hækkandi leiguverði og minnkandi fram-boði á húsnæði fyrir ungt fólk í startholum lífsins fjölgar þeim sem dvelja í hreiðrinu fram eftir aldri. Talið er að nærri helmingur ungs fólks á aldrinum 18-30 ára í Evrópu búi í foreldra- húsum. Er þessi þróun jákvæð og þroskandi fyrir sambönd fólks við foreldra sína eða frestun á að takast á við lífið? „Stefán er fyrst og fremst svo mikill gleðigjafi,“ segir Dóra, móð- ir Stefáns, aðspurð hvort gagn sé að því að hafa Stefán Gunnar bú- andi heima. Stefán Gunnar, móðir hans og Sigurður, faðir hans, búa í Litla Skerjó í fallegu rauðu húsi. Stefán vinnur í félagsmiðstöð og klárar tómstundafræði í háskól- anum í vor. „Áður bjuggu bræður mínir, þeir Haddi Gunni og Maggi Gunni hér líka. Nú er bara Stebbi Gunni eftir,“ segir Stefán. Samfara því að kaupmáttur ungs fólks hefur minnkað verulega síð- astliðin 20 ár hefur leigumarkað- urinn orðið erfiðari að takast á við. Stefán er sáttur við að búa heima, enda í námi og á í góðu sambandi við foreldra sína. „Auðvitað vill maður vera sjálf- stæður, það er helsti vankanturinn á þessu. En svo er líka skemmtilegt að fá að vera barn aðeins lengur.“ Stefán segist ekki telja ungu kynslóðina sem býr heima hjá for- eldrum sínum ósjálfstæða. Hann segir heldur jákvætt að ungt fólk fái frekari undirbúning fyrir lífið, en sé ekki hrint út úr hreiðrinu strax við sjálfræðisaldur. Dóra segist jafnframt læra margt af sambúðinni við Stefán, son sinn, sem er opinn með að hafa tekist á við kvíða frá æsku og skrifaði pistil um kvíða þegar vit- undarvakning um geðsjúkdóma, #égerekkitabú, tröllreið samfélags- miðlum. „Stebbi er nefnilega nútímamað- ur sem ræðir um hlutina,“ segir Dóra. „Ég er ekki af þeirri kynslóð. Hann benti mér til dæmis á að ég ætti að fara til sál- fræðings til að takast á við hluti sem ég hef ekki gert áður. Og ég ætla að taka þeim ráðum.“ Stefán bend- ir á að kvíði og þunglyndi sé sem betur fer minna tabú hjá ungu kynslóð- inni. „Við erum dugleg að deila reynslu á milli okk- ar þriggja á heimil- inu og ausa úr okkur. Svo ég held að það græði allir á sambúðinni.“ Fullorðinn í foreldrahúsum Að fá að vera barn aðeins lengur Stefán Gunnar og konurnar í lífi hans: Dóra mamma og Lára bróðurdóttir. Mynd | Rut Stefán með Láru, bróðurdóttur sinni. Morgunstundin Vegan-boltinn er farinn að rúlla á Íslandi Mynd | Rut Herdís, Ylfa og Flóki eru þrjú þeirra tíu krakka sem leika í leik- verkinu Made In Children í Borgar- leikhúsinu. Krakkarnir hjálpuðu einnig til við að semja verkið ásamt leikstjórum sýningarinnar. „Þetta er eins og tyggjó: Einhver tyggur það fyrst og svo megum við móta það eins og við viljum,“ segir Ylfa. „Úff, ekki góð mynd- líking,“ segir Flóki og hryllir sig. Ylfa útskýrir að hún meini að leik- stjórarnir hjálpi þeim að gera flott atriði úr hugmyndum krakkanna. Vinna leikarans er strembin, og krakkarnir hafa staðið í ströngu á löngum æfingum og þurft að læra allt verkið utan að. „Ef maður gleymir dansspori eða línu á maður bara að halda áfram eins og ekkert hafi í skorist,“ segir Herdís, reynslunni ríkari eftir ferlið. Aðspurð hvort þau langi að leika meira eftir Made in Children jánka stelpurnar. Flóki segir hins vegar þetta skipti nægja, þó hann sé ánægður með reynsluna. Verkið segja krakkarnir fjalla um hvernig börn gætu gert heiminn betri, og hvernig hann verður í framtíð þeirra. Þremenn- ingarnir telja sjálf þörf á að bæta heiminn, og nefna ýmsar leiðir til þess: „Við gætum til dæmis notað rafmagnsbíla meira, eins og í Nor- egi. Þar þarf maður ekki að borga reikninga fyrir þá,“ segir Herdís, óvæntur fróðleiksbrunnur um raf- magnsbílanotkun Norðmanna. Ylfa segir einnig mikilvægt að sporna við matarsóun, og krakk- arnir taka undir að maður eigi ekki að henda mat að óþörfu. Með því ljúka þau spjallinu, og hvetja fólk til að koma á sýninguna og fá fleiri hugmyndir um hvernig bæta skuli jörðina okkar. Made in Children verður frum- sýnt í Borgarleikhúsinu í dag, föstudag. Krakkar bæta heiminn Rafmagnsbílar og matarsóun Flóki, Herdís og Ylfa frumsýna í dag nýtt leikverk í Borgarleikhúsinu. Mynd | Rut 70 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 1. APRÍL–3. APRÍL 2016 Hann benti mér til dæmis á að ég ætti að fara til sálfræðings til að takast á við hluti sem ég hef ekki gert áður. Og ég ætla að taka þeim ráðum.

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.