Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 72

Fréttatíminn - 01.04.2016, Page 72
Gott að fara í bíó: Tíu kvikmyndir frá nýrri kynslóð kvikmyndagerðar- manna verða til sýningar í Bíó Paradís um helgina á Reykjavík World Inter- national Film Festival. Myndirnar koma frá öllum heimshornum og hafa margar unnið til fjölda verðlauna. Spurt er… Hvaða áhrif hafði #FreeTheNipple byltingin á þig? HELGIN Í ÆÐ BRJÓSTIN MITT VAL María Guðjohnsen @Mariatweetar Fyrir ári tók ég ekki þátt sjálf því ég hélt að ég myndi gera þáverandi kærasta reiðan. Í ár þurfti ég ekki neitt að hugsa mig um áður en ég póstaði myndinni minni. Byltingin hjálpaði mér að skilja það að hvort ég sýni á mér brjóstin eða ekki er mitt val. Það er engin ástæða til að fela þennan eðlilega líkamspart. GAT HORFT Í SPEGIL Sara Þöll Finnbogadóttir @doggdaman Byltingin gaf mér aukið sjálfstraust. Í fyrsta sinn í nokkur ár gat ég horft á mig í spegli og séð hversu flott ég er í raun og veru. Einnig eftir að hafa upplifað allt það sem var í gangi í kringum byltinguna hef ég byrjað að hugsa lítið sem ekkert um hvað öðrum finnst um mig og hefur það bætt líðan mína! LAUS VIÐ SKÖMM Álfheiður Marta Kjartansdóttir @marta_smartabeib Free the nipple varð mér hvatning til þess að opna mig um slæma stimplun og drusluskömm sem ég varð fyrir á menntaskólaárunum. Ég fann fyrir nýju viðhorfi innan samfélagsins og samstaðan sem ein- kenndi byltinguna veitti mér öryggi til þess að fría mig skömminni sem ég hafði borið í allt of langan tíma. Er búin að vera á túttunum síðan! Gott að klæðast bláu: Alþjóðlegur dagur einhverfu er 2. apríl. Vinnustaðir og skólar eru hvattir til að klæðast bláu í dag og vekja athygli á málefnum einhverfra. Blár apríl stendur fyrir styrktartónleikum á laugardaginn í Gamla bíói.Fram koma Valdimar, Hjálmar og Júníus Meyvant. Gott að kaupa notað: Á mánaða- mótum má missa sig í fatakaup- um. Vertu umhverfisvænn og kíktu í Kolaportið, á fatamarkað Reykjavíkurdætra á Prikinu á laugardag eða í nýju Rauða kross búðina við Skólavörðustíg. Á laugardaginn fagnar #FreeTheNipple byltingin árs afmæli. Frítt er inn á skemmti staðinn Húrra þar sem Sykur, Boogie Trouble, DJ Sunna Ben og leynigestir koma fram.

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.