Fréttatíminn

Tölublað

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 2

Fréttatíminn - 08.04.2016, Blaðsíða 2
Mynd | Hari Minna traust en Nixon Dagana áður en Richard Nixon sagði af sér sem for- seti Bandaríkjanna árið 1974 sögðust 24 prósent Bandaríkjamanna styðja hann en 66 prósent sögðust ekki treysta honum. Þetta er ámóta, en þó heldur lakari, staða og Bjarni Benediktsson er í samkvæmt traustmælingu MMR. Versta staða Bandaríkjaforseta í sögunni var undir lok ferils George W. Bush þegar fjármálalífið hrundi yfir bandarískan efnahag og heiminn allan. Þá mæld- ist traust til Bush 25 prósent en vantraustið 71 pró- sent. Enginn forseti hefur hrökklast úr embætti við veikari orðstír en Bush yngri. Hans staða var þó eins og vorið og sumarið í samanburði við Sigmund Davíð Gunnlaugsson sem mælist hjá MMR aðeins með 10 prósent traust en 81 prósent vantraust. Það er lakari staða en Davíð Oddsson mældist með þegar hann fór úr Seðlabankanum. Þá treystu 11 prósent Davíð en 78 prósent sögðust ekki treysta honum. Lilja Alfreðsdóttir utanríkisráðherra. Forystukona úr Evrópusamtök- unum verður utanríkisráðherra „Það er söguleg kaldhæðni að síðasta verk Sigmundar Davíðs, áður en örlögin feykja honum úr stóli forsætis- ráðherra, skuli vera tillaga um að fyrrverandi forystukona í Evrópu- samtökunum verði ráðherra fyrir Fram- sókn.“ Þetta segir Össur Skarphéðins­ son um Lilju Alfreðsdóttur, nýjan utanþingsráðherra Framsóknarflokksins. Lilja Dögg var skipuð að til lögu Sig mund ar Davíðs Gunn laugs son ar. Hún er dótt­ ir Al freðs Þor steins son ar, fyrr ver andi stjórn ar for manns Orku veit unn ar og borg ar full­ trúa Fram sókn ar flokks ins. Hún er sögð náin vinkona Sigmundar Davíðs og hef ur frá ár inu 2014 starfað sem verk­ efna stjóri í for sæt is ráðuneyt­ inu en frá 2010 til 2012 starfaði hún hjá Alþjóðagjald eyr is­ sjóðnum í Washington DC. „Nú geta þeir sem spá í gang pólitískra himintungla velt fyrir sér hvort það boði breytta tíma að ný forysta Framsóknar skuli taka fyrr­ verandi forystukonu úr Evrópusamtökunum fram fyrir Ásmund Einar og Vigdísi Hauksdóttur – tvo fyrrverandi formenn Heimssýnar,“ segir Össur Skarphéðinsson á Fa­ cebook­síðu sinni. | þká Farið er yfir feril Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í blaðinu í dag. Stjórnmál Ný ríkisstjórn fær kaldar kveðjur á Alþingi Sigmundur hlakkar til að verja nýju ríkis- stjórnina vantrausti Atkvæði verða greidd um vantrauststillögu stjórnar- andstöðu á nýtt ráðuneyti Sigurðar Inga Jóhanns- sonar og kröfu um þingrof, síðdegis í dag, föstudag. Sjö stjórnarþingmenn þurfa að styðja vantrauststillöguna svo hún verði samþykkt. Nýja ríkisstjórnin tekur við völdum í skugga mikillar óánægju í samfélaginu og ólgu innan stjórn­ arflokkanna. Stjórnarandstaðan sættir sig ekki við að flýta kosning­ um til haustsins og vill kjósa strax. Atburðir síðustu daga í pólitíkinni hafa verið með hreinum ólíkind­ um og ráðuneyti nýs forsætisráð­ herra fær kaldar kveðjur. Enginn stjórnarþingmaður hefur þó sagst ætla að styðja van­ traust og þrátt fyrir talsverða óánægju með þróun mála og er harla ólíklegt er að tillagan fái brautargengi. Sigmundur Davíð Gunnlaugsson sagði eftir ríkis­ ráðsfund á Bessastöðum, þar sem hann lét af embætti, að hann hlakkaði til að verja ríkisstjórn Sigurðar Inga Jóhannssonar van­ trausti á Alþingi en að því loknu ætlar hann að taka sér langþráð frí, ásamt eiginkonu og dóttur. En það eru sveiflur á fylgi flokk­ anna í því samfélagslega uppnámi sem hefur orðið. Það sýnir ný Gal­ lup­könnun. Sjálfstæðisflokkur er þar með 22 prósent, Framsóknar­ flokkur 11 prósent, Píratar eru með 32 prósent og tapa 4 prósentum frá síðustu könnun. VG stóreykur fylgi sitt, fær 17 prósent og bætir við sig 6 prósentum frá því í mars. Björt framtíð fær 5,6 prósent og þar er landið að rísa. Samfylkingin fær hinsvegar ekki nema 7,6 prósent og tapar 2 prósentum frá síðustu könnun. Áframhaldandi mótmæli eru boðuð við Alþingishúsið næstu daga þar sem krafist verður nýrra kosninga. Sögulegt met var slegið í fjöldamótmælum á laugardag. Það er líka heimsmet að þrír íslenskir ráðherrar séu nefndir í Panama­ skjölunum. | þká Mynd | Hari Panama-skjölin Hluti af lista birtur í Svíþjóð Lyfjamógull keypti í Actavis í gegnum aflandsfélag Vefútgáfa DV birti í gær skjá- skot úr umfjöllun sænska fréttaskýringaþáttarins Uppdrag Granskning um Panama-skjölin. Þar kemur fram nafn 31 félags sem eru í eigu íslenskra aðila, brot af þeim 800 félögum og 600 einstaklingum íslenskum sem koma fyrir skjöl- unum. Í skjáskotinu má finna nöfn nokkurra valinkunnra ein­ staklinga í íslensku samfé­ lagi. Af því má sjá að lyfjamógúllinn Ró­ bert Wessman, sem rekur nú Alvogen, keypti hlutabréf í Actavis í gegnum aflandsfélagið Aceway Corp. Eggert Skúlason, ritstjóri DV, er á listan­ um yfir eigendur aflandsfélaga sem og framsóknarforkólfurinn Finnur Ingólfsson. Bogi Pálsson, mágur Sig­ mundar Davíðs Gunnlaugssonar, er ekki eftirbátur systur sinnar, Önnu Sigurlaugar, og er skráður fyrir einu slíku í þessu skjáskoti. Þá kemur nafn hins meinta skriðdrekasölu­ manns Lofts Jóhannssonar fyrir í skjáskotinu. Sænski þátturinn var sýndur á RÚV í gærkvöldi en haldið verður áfram umfjöllun um Panama­skjölin í Kast­ ljósi í næstu viku. | óhþ Róbert Wessman. Atvinnuleysi 81 misstu bætur í desember 2014 Ríkið mátti ekki stytta bótatíma Ákvörðun um að stytta bóta- tímabílið um sex mánuði var einungis til að bæta afkomu ríkissjóðs, að mati Héraðs- dóms Reykjavíkur. Íslenska rík inu var óheim ilt að skerða rétt þeirra sem áttu virk an rétt til at vinnu leys is bóta 31. des­ em ber 2014 með því að stytta bóta­ tímabilið um sex mánuði, 81 missti bætur við þessa breytingu. Héraðsdómur Reykjavíkur kvað upp þann úrskurð á fimmtudag, en í dómnum seg ir að sá sem verði at­ vinnu laus og fái greidd ar at vinnu­ leysisbætur verði að byggja fram­ færslu sína á þess um greiðslum og meðan þeirra nýt ur við á hann al­ mennt að geta reitt sig á að njóta þeirra í sam ræmi við þær regl ur sem um þær gilda þegar rétt indi hans urðu virk. Þá tek ur dóm ur inn einnig und ir þau rök VR, sem höfðaði málið, að ríkið hafi ekki getað lagt fram nein þau gögn sem fært geti viðhlít andi rök fyr ir því að nauðsyn legt hafi verið að lækka út gjöld At vinnu leys­ is trygg inga sjóðs og seg ir dóm ur inn að skerðing in hafi þurft að helg ast af ríkri nauðsyn og mál efna leg um for send um en ekki verði séð að hún hafi helg ast af öðru en því að bæta af omu rík is sjóðs og kem ur fram í dómn um að það hafi verið um 1,1 millj arður króna. Slíkt rétt læti ekki aft ur virka skerðingu á stjórn­ ar skrár vörðum kröfu rétt ind um félagsmanna VR. | þká Torfi Þórhallsson í InDefence segir vanta trúverðugar upplýsingar sem sýni að undanþágur bankanna gefi rými til að lyfta gjaldeyrishöftum af lífeyrissjóðum, atvinnu- lífi og almenningi. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn telur langt í land að almenn­ ingur á Íslandi komist undan gjaldeyrishöftunum. Þetta kom fram á fundi sjóðsins með fulltrúum InDefence. Torfi Þórhallsson verkfræð­ ingur staðfesti þetta en sagðist ekki geta tjáð sig frekar um fundinn þar sem hann hefði verið haldinn í trúnaði. Hann segir að alltaf hafi verið gert ráð fyrir því að samningar við kröfuhafa og stöðugleikaskil­ yrði Seðlabankans gengju úr frá því að unnt yrði að hleypa fyrirtækjum, almenningi og lífeyrissjóðunum úr höftum. Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn er að vinna að árlegri úttekt á stöðu efnahagsmála á Íslandi, en fulltrúar sjóðsins voru hér á landi vegna útgáfunnar. Skýrslan er trúnaðarmál þar til í júlí, en fulltrúarnir féllust þó á að svara spurningum InDefence um efni hennar. Hann bendir á að eftir samninga við kröfuhafa sitji nýju bankarnir uppi með 220 milljarða sem hafi verið færðir úr þrotabúunum sem lán til nýju bankana. Áhætt­ an sé því enn til staðar eftir samningana. Kröfuhafarnir eigi einfaldlega kröfu á nýju bankana í stað þeirra gömlu ef það komi til efnahagskreppu í heiminum. Hann segir að þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir InDefence hafi Seðlabankinn ekki getað svarað því hversu mikið verði til ráðstöfunar til fjárfestinga utan Íslands og engar upplýs­ ingar liggi fyrir um tímalín­ una, hvenær almenningi verði hleypt út úr höftum? | þká Gjaldeyrishöft InDefence átti fund með AGS um gjaldeyrishöftin AGS telur langt í haftalosun 2 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Fréttatíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.