Fréttatíminn

Eksemplar

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 9

Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 9
– hvorki meira né minna – Farsími Internet Sjónvarp Heimasími Það sem passar illa, virkar illa Þess vegna gerum við meira til að þú fáir farsíma-, internet- og sjónvarpsþjónustu sem smellpassar fyrir þitt heimili. Komdu í Vodafone ONE og njóttu ávinnings í hverju skrefi Vodafone Við tengjum þig vodafone.is is le ns ka /s ia .is V O D 7 92 47 0 4/ 16 Sven Bergman ásamt samstarfsmönnum sínum Fredrik Laurin og Joachim Dyfvermark í Uppdrag granskning. að þeir hafi reynt að sjá fyrir hvað hann myndi gera. „Við ákváðum að fara fyrst í almennar opnar spurningar um hvert viðhorf hans væri til aflandsfélaga í skattaskjól- um. Því næst að nálgast hann með upplýsingarnar um Wintris. Eins og allir vita nú, brást hann illa við og ráðgjafar hans voru afar ósátt- ir.“ Sven segir að Jóhannes Þór Skúlason, aðstoðarmaður forsætis- ráðherra, hafi orðið mjög reiður og að samtal þeirra, sem átti sér stað strax eftir viðtalið, hafi verið klippt út úr þættinum. Jóhannes Þór hafi óskað eftir því að sá hluti viðtalsins þar sem Sig- mundur Davíð gekk út, yrði ekki sýndur. Hann hafi einnig rætt við ritstjóra Uppdrag granskning um birtingu viðtalsins. Mörgu enn ósvarað „Ég skil og virði reiði þeirra. En við getum samt sagt að við vorum sátt og örugg með ákvarðanir okkar. Við buðum forsætisráð- herra í þrígang að koma í nýtt viðtal en hann þáði það ekki. Og við vorum í raun ekki hissa á því. Hann vildi heldur ekki svara ítar- legum spurningalista sem við sendum honum um staðreyndir málsins. Ekki eru öll kurl komin til grafar og við höfum ekki enn fengið svör við öllu. Við höfum ekki séð skattframtal Sigmundar Davíðs eða eiginkonu hans. Hún hefur hinsvegar birt bréf frá KPMG um sín mál en það sannar nákvæmlega ekki neitt. Nú snýst stóra málið um traust.“ Þingforseti Kýpur, Yiannakis L. Omirou, ásamt forseta Al- þingis, Einari K. Guðfinnssyni. Omirou fékk góðar móttökur í opinberri heimsókn og sýndi aðstæðum mikinn skilning. Æsileg heimsókn þingforseta Kýpur Forseti þjóðþings Kýpur, Yian- nakis L. Omirou, fékk heldur betur hressilega innsýn í störf Alþingis í opinberri heimsókn sinni þangað í vikunni. Omirou, sem var hér í boði forseta Alþingis, Einars K. Guðfinnssonar, mætti til landsins á sunnudag, sama dag og Panama- skjölin voru gerð opinber í Kast- ljósi. Daginn eftir mætti hann í Alþingi þar sem hann átti að hitta forsætisráðherra og fjármálaráð- herra, sem auðvitað ekkert varð af. Einnig þurfti að færa til fundi með forseta Alþingis og formönnum flokkanna en aftur á móti fékk Omirou að hitta forsetann, þar sem hann flaug óvænt heim til að sker- ast í æsispennandi atburðarás vik- unnar. Ólafur Ragnar gaf sér tíma til að hitta Omirou og spjalla við hann um samstarf smærri þjóða í Evrópu og málefni flóttafólks. Samkvæmt heimildum var for- seta Kýpurþings hvergi brugðið í öllum æsingnum og sýndi breyt- ingum á dagskrá mikinn skilning, í ljósi óvæntra kringumstæðna. | hh |9FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.