Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 16

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 16
Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, forsætisráðherra Íslands, er fyrsta fórnarlamb Panama-skjalanna. Hann tilkynnti afsögn sína 44 klukku- tímum eftir að sýningu Kastljóssins lauk. 16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Ný r b íll! Rio II EX Nýskráður 9/2005, ekinn 59 þús.km., bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð kr. 740.000 307SWBreak Nýskráður 11/2009, ekinn 92 þús.km., bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð kr. 1.390.000 CR-V Execuitve Nýskráður 2/2013, ekinn 38 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 5.590.000 Corsa-C Nýskráður 8/2005, ekinn 160 þús.km., bensín, 5 gírar. Verð kr. 599.000 Getz GLS sjálfskiptur Nýskráður 9/2003, ekinn 157 þús.km., bensín, sjálfskiptur 4 gírar. Verð kr. 470.000 CR-V Executive Nýskráður 4/2007, ekinn 184 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.900.000 CR-V Elegance Nýskráður 10/2012, ekinn 83 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 3.890.000 C240 Station Nýskráður 12/2003, ekinn 134 þús.km., bensín, sjálfskiptur. Verð kr. 1.290.000 KIA PEUGEOT HONDA OPEL HYUNDAI HONDA HONDA MERCEDES-BENZ Bílakjarnanum • Eirhöfða 11 • Sími 551 7171 • notadir.bernhard.is Opnunartími Mánudaga - föstudaga milli kl. 10:00 og 18:00 Laugardaga milli kl. 12:00 og 16:00 BÍLL DAGSINS Tilboð kr. 490.000Mitsubishi Montero Limited Nýskráður 5/2002, ekinn 218 þús.km., bensín. Verð kr. 850.000 brást ekki við tillögum um eigna- könnun. Þegar sú stjórn fór frá tók við minnihlutastjórn sjálfstæðismanna og síðan tveggja flokka stjórn Sjálf- stæðisflokks og Framsóknar. Þegar eignakönnun var loks gerð var hún máttlaus, bæði vegna þess að langur tími var um liðinn og allir sem vildu höfðu komið fé sínu í öruggt skjól og framkvæmd könnunarinn- ar var deig og bitlaus. Það var helst Þjóðviljinn sem hélt uppi gagnrýni á undanskot heildsalanna. Kerfisbundin undanskot Falsaðar faktúrur voru áfram hálf viðurkenndur viðskiptamáti á Ís- landi. Heildsalar réttlættu meðal annars þetta fyrirkomulag með því að vegna verðlagsákvæða væri þeim skömmtuð of lág álagning til að lifa af. Óðaverðbólgu og léleg króna ýtti líka undir þetta fyrirkomulag auk skattávinnings. Þegar ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar tók við 1978, þar sem Svavar Gestsson, fyrrum Þjóðviljaritstjóri, var viðskiptaráð- herra, komu þessi mál fyrir í mál- efnasamningi: „Óánægja með verðlagningu inn- flutnings varð til þess að ríkisstjórn- in samþykkti í samstarfsyfirlýsingu sinni 1978 að fram færi rækileg rann- sókn á verðlagsmálum innflutnings- verslunarinnar,“ segir Guðmundur. „Árið eftir var birt skýrsla verðlags- stjóra um innflutningsverslunina sem leiddi í ljós að erlend umboðs- laun árið 1977 hefðu numið 4–5% af innflutningsverðmæti á því ári og var hlutfallið enn hærra árið eftir. Gróf- lega áætlað var talið að um þriðjung- ur gjaldeyris vegna umboðslauna skilaði sér ekki til banka hér á landi. Í skýrslu verðlagsstjóra kemur einnig fram að innkaupsverð á vörum var allt að 21–27% hærra á Íslandi en ann- ars staðar á Norðurlöndum. Umboðs- launin voru talin helsta skýringin á háu innkaupsverði en einnig voru nefndir fjórir aðrir þættir: milliliðir, óhagkvæmni, fjármagnskostnaður og sérstaða landsins. Þessir áhrifa- þættir voru taldir nema 14–19% af innkaupsverði.“ Til að flytja þessar upphæðir til dagsins í dag má segja að verðmæti undanskotanna sé nálægt 2,5 millj- örðum króna sé miðað við verðlag en um 6 milljarðar króna sé miðað við vöxt hagkerfisins. Til að gera langa sögu stutta varð ekkert úr að- gerðum til að stemma stigu við þeim skatta- og gjaldeyrisundanskotum sem bent var á í verðlagsskýrslunni. Ríkisstjórnin sprakk stuttu síðar og við tók hin veika ríkisstjórn Gunnars Thoroddsen. Klæðskerasaumað Þegar Landsbankinn kynnti fyrst aflandsþjónustu sína um aldamót- in hafa sölumenn bankans því ekki þurft að halda langar ræður til að útskýra fyrir íslenskum viðskipta- mönnum tilganginn með þessum félögum. Þau féllu sem flís við rass við viðtekna íslenska viðskiptahætti, hina séríslensku spillingu sem hafði grasserað áratugum saman í litlu hagkerfi með ónýtan gjaldmiðil. Og að er án efa ein af ástæðum þess að Íslendingar virðast vera heimsmeistarar í aflandsfélögum samkvæmt Panama-skjölunum. Til viðbótar við leyndina og skattaund- anskotin eða skattasniðgönguna sem fólk af öðrum þjóðum sóttist eftir sáu Íslendingar þarna tækifæri til að halda utan flótta sinn frá krónunni auk þess sem þetta kerfi féll fullkom- lega að almennt viðurkenndum við- skiptaháttum á mörkum hins löglega. Mörkin voru óljós vegna þess að þótt þessir viðskiptahættir hefðu alla tíð vera ólöglegir vernduðu stjórnvöld þá með vanrækslu. Þau litu einfald- lega framhjá þeim. Að hluta til hafa ráðamenn lit- ið svo á að það væri ekki hægt að skamma fólk lengi fyrir að flýja krón- una og að mörgu leyti fráleit lög til að láta íslenskt hagkerfi ganga þrátt fyrir ónýta krónu, óhagkvæmni smæðarinnar, takmarkað aðgengi að lánsfé og öðrum einkennum van- þroska hagkerfis. Kerfið var í eðli sínu óréttlátt og vitlaust. Og þegar slíkt gerist eru undanskotin mörg og veigamikil. En ástæðan liggur líka í því að tengsl viðskipta og stjórnmála á Ís- landi var vanhelgara en víðast ann- ars staðar í Evrópu. Segja má að al- menningur hafi aldrei náð völdum í ríkiskerfinu. Það hafi fyrst og fremst þjónað hinum ríku og voldugu. Þetta sést í deigum viðbrögðum stjórnvalda við tillögum hagfræð- inganefndarinnar, verðlagsskýrsl- unnar og skattsvikanefndarinnar. Og deigum viðbrögðum ráðherranna og stjórnarflokkanna við uppljóstr- unum Panama-skjalanna. 600 milljarðar króna utanlands Miðað við alþjóðlegt mat á umfangi aflandsfélaga má ætla að Íslendingar eigi allt að 600 milljörðum króna í skattaskjólum. Hluti þessa fjár hefur verið særður fram á síðustu árum með upptöku CFC-reglnanna. Dæmi um það eru sjóðir forsætisráðherra- hjónanna. Panama-skjölin varpa ljósi á hluta af þessum sjóðum en stórar upphæðir liggja utan þeirra félaga sem þar koma fram. Í ljósi þess hversu hlutfallslega miklum mun fleiri félög í skjölun- um tengjast Íslandi en öðrum lönd- um Vestur-Evrópu má ætla að þetta alþjóðlega mat á hlutdeild þjóðar- eigna í skattaskjólum sé varlegt gagnvart Íslandi. Margt bendir til að eignir Íslendinga séu hærri en nemur þessu mati, jafnvel miklum mun hærri.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.