Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 18

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 18
Forsætisráðherrann, millj- ónamæringurinn og fyrr- verandi sjónvarpsmaðurinn Sigmundur Davíð Gunn- laugsson komst í heimsfrétt- irnar í vikunni þegar hann hrökklaðist úr embætti eftir að hafa orðið að athlægi í sjónvarpi þegar hann var spurður út aflandsfélag eigin- konunnar á Tortóla. Þar lauk litríkum forsætisráðherra- ferli Sigmundar Davíðs sem þjóðin leiddi á skömmum tíma til æðstu metorða í íslenskum stjórnmálum. Þóra Kristín Ásgeirsdóttir tka@frettatiminn.is „Guðirnir slá menn blindu,“ segir Jón Sigurðsson, fyrrverandi for- maður Framsóknarflokksins um brotthvarf Sigmundar Davíðs úr stjórnmálunum. „Mér verður bara hugsað til Forn-Grikkja. Þetta er harmleikur og manni hættir til að hrífast til samúðar með hinni óhamingjusömu hetju þótt maður hafi ekki verið sammála henni. Sigmundur Davíð kom fram á Íslandi eins og frelsarinn sjálfur, maðurinn sem ætlaði að bjarga litla Íslandi undan vondu kröfuhöf- unum, ástmögur þjóðarinnar, ungi hugsjónamaðurinn sem bjargaði okkur úr klóm Icesave. Hann gekk í Framsóknarflokk- inn mánuði áður en hann var kjörinn formaður á sögulegum fundi í Valsheimilinu 18. janúar 2009, þá hafði hann ekki skipt sér af stjórnmálum. „Hann kom inn í stjórnmálin sem ungur, glæsilegur maður með mikinn áhuga,” segir Jón Sigurðsson. „Ekki spillti fyrir að hann var þjóðkunnur úr sjón- varpi og tókst að hrífa flokksþingið með sér enda bjartur yfirlitum og ferskur. Almennir flokksmenn vildu gjarnan losna við þá sem höfðu stjórnað í aðdraganda hrunsins og báru ábyrgð á ósigri og vandræðum flokksins. Það réði mestu um að hann hlaut svona skjótan frama. Þess þá heldur eru þetta hræðileg vonbrigði fyrir hinn almenna fram- sóknarmann. Ég kaus ekki Fram- sóknarflokkinn núna síðast enda var ég ekki sáttur við þá stefnu sem hann hefur tekið. En ég finn rosa- lega til með þeim.“ Vegna mistaka við talningu á flokksþinginu var því lýst yfir að Höskuldur Þórhallsson væri orðinn formaður en þegar hann ætlaði að fara að ávarpa flokksþingið og þakka stuðninginn, var hnippt í hann og réttkjörinn formaður, Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, leiddur að ræðupúltinu. Eftir sat Höskuldur Þórhallsson með sárt ennið og mátti sætta sig við að lúta í lægra haldi fyrir manni sem var tiltölulega nýgenginn í flokkinn. Verndari alþýðunnar Sigmundur var kjörinn á Alþingi fyrir Reykjavíkurkjördæmi norður í maí 2009, sama ár og hann varð formaður flokksins. Hann vakti athygli sem þingmaður fyrir vask- lega framgöngu í baráttu sinni gegn Icesave-samningunum og í skulda- málum heimila. Hann lofaði nýrri stjórnarskrá og þjóðaratkvæða- greiðslu um aðild að ESB. Hann kom fram sem verndari alþýðunnar gegn spilltri auðstétt, sem kom spánskt fyrir sjónir, vegna þess hver hann var og hvaðan hann kom. Til að snúa hnífnum í sári Hösk- uldar, gamla keppinautarins, flutti formaðurinn sig úr Reykjavíkur- kjördæmi norður í Norðausturkjör- dæmi, þar sem Höskuldur var odd- viti. Skoðanakannanir voru ekki hagstæðar og ekki útlit fyrir að for- maðurinn kæmist á þing í Reykjavík Bless, Sigmundur norður. Hann skráði lögheimili sitt að eyðibýlinu Hrafnabjörgum 3. Niðurstaðan í Icesave, hjá EFTA dómstólnum, færði honum risa- stóra inneign sem stjórnmálamanni og þjóðarbúinu var hætt að blæða, landið var að rísa. Jón tekur undir að EFTA-dómurinn hafi lyft mikið undir Sigmund Davíð sem stjórn- málamann, en niðurstaða hans hafi þó að mörgu leyti verið óvænt. “Hann hefur sjálfur sagt að hann hafi aldrei ætlað sér í stjórnmál en það er svolítið erfitt að trúa því, hann virtist hafa stúderað sjón- varpsframkomu stjórnmálamanna mjög rækilega. Hann reyndist skarpur og brattur bardagamaður en hann skorti tilfinnanlega reynslu og yfirsýn.” „Hann barðist vel í Icesave-mál- inu. Hann má þó eiga það alveg skuldlaust,” segðu Ólafur Elíasson í samtökunum Indefence. Jón segir að sér hafi fundist Sig- mundur ganga allt of langt í sínum málflutningi, til dæmis ávítum og skömmum gegn Icesave og ESB og í loforðum um peninga til skuldara. „Mín afstaða í þessum málum er nær því að vera gamalgróin fram- sóknarmennska. Hann tók ein- faldlega allt og stórt upp í sig. Og sumt gat hann alls ekki staðið við. Skuldalækkunin var aðeins fjórðungur af því sem hann hafði lofað og mér liggur við að segja sem betur fer.“ Silfurskeiðadrengirnir ná saman Stjórnarmyndun núverandi ríkis- stjórnar bar keim af því að báðir formenn stjórnarflokkanna voru til- tölulega ungir, ríkir og myndarlegir. Silfurskeiðadrengir voru þeir kall- aðir sem héldu hönd í hönd inn í stjórnarráðið, annar var erfðaprins Engeyjarættarinnar og hinn ríkur og vel tengdur inn í auðmannaklíku Framsóknarflokksins. Hafi nýir Jón Sigurðsson segist vona að Sigmundur Davíð eigi framtíðina fyrir sér. Hún verði þó varla í stjórn- málum, þá verði hann að stíga niður til okkar hinna og fá sjónina aftur. Mynd | Hari Mynd | Hari Mynd | Hari Fyrrverandi formanni Framsóknarflokksins verður hugsað til grískra harmleikja þegar Sigmund Davíð ber á góma. Sigmundur gerði mikið til að vera maður fólksins. Stilla sér upp í liði með alþýðunni gegn elítunni. En fólkið snerist að lokum gegn honum og fjölmennustu mótmæli Íslands- sögunnar voru haldin til að fá hann til að segja af sér. 18 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.