Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 22

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 22
unni, að ríkisstjórnarsamstarfið héngi ekki á bláþræði vegna um- ræðunnar núna. Skömmu síðar skundaði hann inn um dyrnar á Bessastöðum til að biðja forsetann að undirrita heimild til að rjúfa þing og boða til kosninga. Henni ætlaði hann að veifa framan í Sjálfstæðis- flokkinn. Forsetinn neitaði og ræddi við fréttamenn í beinni á Bessa- stöðum um efni fundarins, meðan Sigmundur ók sneyptur í burtu. Um miðjan sama dag ákvað Sig- mundur, í samráði við þingflokk sinn, að gera Sigurð Inga Jóhanns- son sjávarútvegs- og landbúnaðar- ráðherra að forsætisráðherra og framsóknarmenn virtust ekki sjá neina meinbugi á því að ríkisstjórn- in sæti til loka kjörtímabilsins, eftir að Sigmundi hafi verið varpað fyrir borð. Forsætisráðherra mætti þó ekki fréttamönnum eftir þingflokks- fundinn heldur læddist burt eins og þjófur að nóttu. Arftakanum, sem hann hafði sjálfur útnefnt, var falið að skýra stöðuna. Stórkostlegt pólitísk flétta Og allir myrða yndið sitt. Sigmund- ur Davíð var búinn til og borinn til valda af fólkinu og drepinn af því líka. Krossfestur, dáinn og grafinn á Austurvelli. Fjölmiðlar heimsins slógu því upp sem stórfrétt á þriðjudag að fyrsti þjóðarleiðtoginn hefði sagt af sér í kjölfar uppljóstrana í Panama-skjöl- unum. Undir kvöld þann sama dag kom síðan illa skrifuð fréttatilkynn- ing úr forsætisráðuneytinu, þar sem kemur fram, efnislega, að forsætis- ráðherrann hafi falið varaformanni flokksins að leysa sig af í forsætis- ráðuneytinu um ótilgreindan tíma. Forsætisráðherra þjóðarinnar sé því ekki búinn að segja af sér. En upprisan var skammvinn Þjóðin var agndofa og skoðana- kannanir voru birtar sem sýndu að fylgi hrundi af Framsóknar- flokknum og kallað er eftir nýjum alþingiskosningum. Erlendir fjöl- miðlamenn klóruðu sér í kollinum og sögðust ekki skilja hvað væri eiginlega um að vera á Íslandi. Faðir Sigmundar Davíðs, Gunn- laugur Sigmundsson, lýsti fram- göngu sonarins í Vísi sem flottri pólitískri fléttu. „Þetta var rosa skemmtilegur dagur og flott flétta,“ segir Gunn- laugur um aðgerðir sonar síns að kvöldi þriðjudags. „Ég heyrði í honum fyrir kvöldmat og þá var hann mjög keikur og hress. Ég veit að hann er bara með sinni konu í kvöld að tjilla, eins og unga fólkið segir það. Hann var mjög hress. Það er búið að girða niður um Árna Pál og Óttar Proppé – pjatt- rófuna þarna með aflitaða hárið. Helgi Pírati stendur eins og álfur út úr hól og veit ekkert hvað er að gerast.“ Þessi endir á ráðherra- ferli Sigmundar Davíðs er auðvitað harmleikur og það eru tragískir þræðir í hans persónu, það er alveg ljóst, segir Ólafur Elíasson fyrrum félagi Sigmundar Davíðs í Indefence hópnum. Hann segir að enginn sé ósnortinn af því sem hafi komið fyrir. Það sé þó ekki hægt að horfa fram hjá því að Sigmundur Davíð hafi verið sinnar gæfu smiður í málinu. „Já, orðspor okkar fór til fjand- ans á alþjóðavettvangi, við urðum hlægileg enn eina ferðina, en ég veit ekki á þessari stundu, hversu mikil áhrif það kemur til með að hafa,“ segir Eiríkur Bergmann. „Það er þó allavega erfitt, ef ekki ómögulegt, að reyna að halda því fram framvegis, að Ísland sé venju- legt norrænt lýðræðisríki.“ Hann bendir á að atburðir síð- ustu daga minni fremur á Rússland. Forsætisráðherrann hafi hrökklast frá sitji áfram sem formaður. Það gæti komið mönnum fyrir sjónir eins og hann ætli að stjórna eftir- manni sínum úr aftursætinu, líkt og Pútín, Medevev. Sigmundur Davíð vildi ekki mæta fréttamönnum í gær þegar tilkynnt var um eftirmann hans og dramatískir þingflokksfundir stjórnarflokkana voru að baki. Það er til marks um upplausnina að hahnn treysti sér ekki til að ávarpa þjóðina við þessar aðstæður. Það kom óvænt upp í hendurnar á keppinaut hans, í upphafi ferilsins, Höskuldi Þórhallssyni að tilkynna niðurstöðu þingflokksins, að því að virtist fyrir mistök. „Ég fyrirgef honum allt sem hann hefur sagt og gert síðustu daga því þetta er með þvílíkum ólíkindum og svo óbærileg pressa að hann hefur varla verið með sjálfum sér,“ segir Jón Sigurðsson. „Þessi grátlegu og barnalegu mistök að fara á fund forsetans til að ræða þingrof og kosningar án þess að hafa nefnt það við sam- starfsflokkinn en rætt um það á Fa- cebook. Hann veit ekki að breyting á stjórnarskránni 1991 útilokar þingrof við slíkar aðstæður. Hann hefði ekki getað fært forsetanum betri gjöf. Hann varð svo glaður að maður komst hreinlega við. Hann bara elskaði hann Sigmund þegar þetta gerðist. Þarna fékk hann það vald sem hann átti eftir að fá á ferli sín- um, valdið yfir þinginu. Ég vona að með tím- anum læri hann að lifa með þessu og eignist framtíð. En hún verður ekki í stjórn- málum nema hann stigi niður til okkar hinna og fái sjónina aftur.“ www.hi.is Á slóðum kræklingsins í Hvalfirði Laugardaginn 9. apríl kl. 11 Kræklingur er herramannsmatur en það þarf að kunna á hann, vita hvenær má tína hann og borða og hvernig á að elda hann. Halldór Pálmar Halldórsson, forstöðumaður Rannsóknaseturs Háskóla Íslands á Suðurnesjum, leiðir ferð upp í Hvalfjörð, fræðir þátttakendur og töfrar fram veislu í fjörunni. Þátttakendur mæti í stígvélum, með ílát fyrir kræklinginn og gjarnan með hlýja vettlinga og góða gúmmíhanska. Brottför er frá Öskju, náttúrufræðahúsi Háskóla Íslands, á einkabílum. Áætlað er að ferðin taki um 3 klukkustundir. Áður en ekið er af stað í halarófu verður hálftíma fræðsla í Öskju. Ferðin er liður í samstarfi Háskóla Íslands og Ferðafélags Íslands um göngu- og hjóla- ferðir undir yfirskriftinni „Með fróðleik í fararnesti“. Reynsla og þekking fararstjóra Ferðafélagsins og þekking kennara og vísindamanna Háskólans blandast saman í áhugaverðum ferðum um höfuðborgarsvæðið og næsta nágrenni þess. Þátttaka er ókeypis og allir eru velkomnir. Með fróðleik í fararnesti Valitor er stuðningsaðili Ferðafélags Íslands PI PA R \ TB W A • S ÍA • 1 61 86 2 Allar nánari upplýsingar á hi.is hafa átt von á því að vera spurð- ur út í þetta félag, beinlínis legið andvaka um nætur, en hann kaus að gera ekki neitt og skýra engum frá því í hvaða stöðu hann var búinn að koma sér í. Eitt er þetta aflandsfélag á Tortóla en hitt er að vera kröfuhafi í Landsbankanum. Mér finnst það óskiljanlegt. Og allur þessi tími sem líður frá þessu við- tali, hann gerir ekki neitt.“ Það virðast þó ekki hafa verið upplýsingarnar í Panama-skjölun- um sem riðu baggamuninn, heldur að Sigmundur Davíð skyldi gera sig að athlægi í sjónvarpi frammi fyrir allri heimsbyggðinni. Forsætisráð- herrann mátti upp að vissu marki verða sér til skammar á heima- velli. En vörn ráðherrans, að það þetta væri smámál sem væri runnið undan rótum óvildarmanna hans, Tortóla væri í raun og veru ekki skattaskjól, Svíþjóð væri það hins- vegar, hún kom ekki sérstaklega vel út sem landkynning. Fólk vissi ekki hvort það ætti að veltast um af hlátri eða gráta yfir þjóð sem veldi slíkan leiðtoga í lýðræðislegum kosningum, ekki svo löngu eftir al- gert efnahagshrun landsins. Hann veitti Stöð 2 viðtal í há- deginu á mánudag, daginn eftir Kastljósið. Á sama tíma var hann á hlaupum undan fréttamönnum annarra miðla. Einum var boðið inn í hlýjuna, einn fékk að heyra viðbrögð ráðherra þjóðarinnar, sem var á vandræðalegan hátt, allt í senn, kotroskinn, kjánalegur, brjóstumkennanlegur, hrokafullur og sagði eins og gamall skólakenn- ari við fréttakonuna, „góð spurning hjá þér,“ eins og hún hefði verið tekinn upp að töflu og í huga ráð- herrans átti þetta eflaust að virka eins og föðurlegt klapp á kollinn. Svo sagði hann eitthvað um virta erlenda fjölmiðla sem sæju í gegn- um vitleysuna. Leiðtoginn og forsætisráðherrann Að sama skapi vörðu samflokks- menn Sigmundar Davíðs hann opinberlega. „Hann er leiðtoginn okkar,“ sagði Sigrún Magnúsdóttir umhverfisráðherra og í Indlandi tók Gunnar Bragi Sveinsson til varna fyrir Sigmund Davíð þegar erlendir blaðamenn spurðu hann út í málið. „Það er mjög undarlegt að klína andliti hans á veggspjald ásamt einhverjum glæpamönnum úti í heimi,“ sagði utanríkisráðherra Íslands. „Það er ósanngjarnt, dóna- legt og ætti ekki að sjást. Forsætis- ráðherra minn hefur ekkert rangt gert.“ Í meðvirkninni kristallast vand- inn, sem er langt í frá einangraður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Viðbrögðin minna meira á sértrúar- söfnuð eða stjórnmálamenn í ein- ræðisríki. Sigmundur Davíð hefur safnað um sig nýjum þingmönnum, stuðningsmönnum og ráðgjöfum sem elta hann í blindni fram af brúninni, ef því er að skipta. „Hann lærði ýmislegt af Davíð Oddssyni, til að mynda var hann harðhentur við þá sem fylgdu honum ekki að málum inni í flokkn- um,“ segir Jón Sigurðsson en það kann að eiga sinn þátt í því að þagga niður óþægilega gagnrýni sem hefði getað breytt stöðunni. Eiríkur Bergmann Einarsson bendir á að það hafi þó kvarnast talsvert úr stuðningsmannaliði Sigmundar Davíðs. Hann var um- kringdur stórum hópi jafningja, núna er þetta þröngur hópur við- hlæjenda. Þeir allra hörðustu hafa í raun sokkið dýpra og dýpra í bön- kerinn, það kannist fáir aðrir við útsýnið þaðan.“ Almannatenglar og ímyndar- fræðingar ræða sín á milli um hversu heimskulegir menn geti komist upp með að vera í opin- beru embætti. Það er eins og hitt umræðuefnið sé enn óviðeigandi, hversu heimskur maður geti verið, en verið samt kosinn í embætti. Áfram er unnið með sjúkdóms- einkennin en sjúkdómurinn látinn óáreittur. Fyrstu viðbrögð Sigmundar Dav- íðs eftir Kastljósþáttinn voru eftir því. Hann baðst afsökunar á því að hafa komið illa út úr viðtalinu. Hann baðst ekki afsökunar á því sem fjallað var um í þættinum, þaðan af síður ætlaði hann að fara frá. Síðar sama dag flykktist fólk í miðborgina á stærstu mótmæli Ís- landssögunnar og lýsti vantrausti á ríkisstjórnina og krafðist þess að for- sætisráðherrann segði af sér. Sneypuför til Bessastaða Að morgni þriðjudags sagði Sig- mundur í þættinum Bítið á Bylgj- Gunnar Bragi Sveinsson utanríkisráðherra brást við myndum af for- sætisráðherranum í vafasömum félagsskap á fundi með blaðamönnum á Indlandi. „My president has done nothing wrong.“ Í meðvirkninni krist- allast vandinn, sem er langt í frá einangraður við Sigmund Davíð Gunnlaugsson. Við- brögðin minna meira á sértrúarsöfnuð eða stjórnmálamenn í ein- ræðisríki. 22 | fréttatíminn | Helgin 8. apríl–10. apríl 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.