Fréttatíminn

Issue

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 24

Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 24
lóaboratoríum lóa hjálmtýsdóttir Íslenskan þjóðin gerði byltingu í byrjun vikunnar. Eftir að Sig-mundur Davíð Gunnlaugsson forsætisráðherra afhjúpaði sig í viðtali við sænskan blaðamann á sunnudagskvöldið reis fólk upp og krafðist þess að hann tæki saman föggur sínar í stjórnarráðinu og færi heim. Þjóðin sagði honum upp. Auðvitað var það ekki svo að hver einn og einasti borgari hafi risið upp og mótmælt. Það gerist aldrei. En það voru nógu margir sem létu í sér heyra til að öllum varð strax ljóst að Sigmundi Davíð væri ekki sætt í embætti. Nema Sigmundi sjálfum. En öðrum var ljóst strax á sunnudagskvöldið að þjóðin myndi aldrei láta það yfir sig ganga að ráðherra sæti áfram eftir að hafa orðið uppvís að ósannindum og undanbrögðum. Aðeins 44 klukkustundum eftir að sýningu Kastljósþáttarins lauk tilkynnti Sigmundur Davíð þing- flokki Framsóknarmanna að hann vildi hætta. Þetta er mikið afrek hjá þjóð- inni. Forsætisráðherra hafði aldrei áður sagt af sér vegna hneykslis- mála á Íslandi. Það hefur sára- sjaldan gerst að ráðherrar hafi sagt af sér á Íslandi. Þrátt fyrir augljós brot tók það Hönnu Birnu Krist- jánsdóttur meira en ár að segja af sér sem innanríkisráðherra þrátt fyrir að lekamálið hefði þá verið til rannsóknar hjá opinberum aðilum mánuðum saman. Illugi Gunnars- son situr enn í menntamálaráðu- neytinu þótt öllum sé ljóst hvernig einkahagsmunir hans blönduðust inn í embættisfærslu hans. Í ljósi þess ber að fagna hversu fljótt og vel þjóðinni tókst að losa sig við Sigmund. Það bendir til að tímarnir séu að breytast. Og batna. En er þetta bylting? Og ef svo er; hvar erum við stödd í byltingunni? Þau okkar sem ólust upp á síðustu öld eru ágætlega meðvituð um hversu ólíkt íslenskt samfélag er ríkjunum í kringum okkur. Gamla Ísland var um margt líkara samfélögum austan járntjalds en ríkjum Vestur-Evrópu. Á Íslandi ríkti vanhelgt samband viðskipta, stjórnmála og ríkisvalds. Þótt hér hafi ekki verið eins flokks kerfi þá var eðli fjórflokkakerfisins ekki svo frábrugðið. Pólitískir hags- munir og viðskiptalegir hagsmunir runnu saman og urðu það sem kallað var íslenskir hagsmunir þótt þeir hafi alls ekki verið hagsmunir meginþorra fólks. Þvert á móti gat þetta kerfi af sér samfélag þar sem launafólk bjó við lakari kjör en í nágrannalöndunum, veikari rétt og minni völd. Ríkisvaldinu var beitt fyrir hagsmuni fyrirtækja en ekki almennings. Stjórnmálaflokkarnir réðu fjöl- miðlunum og því var öll umræða um samfélagsmál veikburða, af- vegaleidd og skökk. Saga frjálsrar fjölmiðlunar er miklu styttri á Ís- landi en í öðrum löndum. Það má vart sjá meira en vísi af henni fyrr en á áttunda áratugnum. Kerfi flokksblaða lagðist ekki af fyrr en undir lok síðustu aldar. Stjórn- málaflokkar gamla tímans reyna enn að hafa áhrif á fréttastefnu Ríkisútvarpsins. Það er sérstakt fagnaðarefni að fulltrúi Gamla Íslands skuli hafa fallið fyrir frjálsri fjölmiðlun á vegum Ríkisútvarpsins. Það er táknmynd þess að hið gamla mun ekki geta staðist hið nýja. Það er óhjákvæmilegt að Ísland muni færast í háttum og siðum að nágrannalöndunum. Þeir sem hafa viljað halda í Gamla Ísland eru dæmdir til að tapa. Það er byltingin sem við lifum á Ís- landi. Við höfum séð Kolkrabbann deyja og Sambandið, viðskipta- arma helmingaskiptaflokkanna tveggja. Og þótt þessum skepnum vaxi nýir armar þá eru þeir veikari og skammlífari en forverar þeirra. Við höfum séð skoðanakúgun stjórnmálastýrðrar fjölmiðlunar deyja og frjálsa fjölmiðlun rísa upp. Við fylgjumst með almenn- ingi gera háværari kröfur um að íslenskt samfélag verði líkara því sem fólk í nágrannalöndum býr við og hvernig stjórnmálaflokk- arnir beygðu sig undir þær kröfur í vikunni. Þetta er hin gleðilega bylting. Ís- land er að færast úr Austur-Evrópu til vesturs. Velkomnir til Vestur- Evrópu, Íslendingar. Gunnar Smári VELKOMIN TIL VESTUR- EVRÓPU Köllunarklettsvegi 1, 104 Reykjavík. Sími: 531 3300. ritstjórn@frettatiminn.is Útgefandi: Gunnar Smári Egilsson. Ritstjórar: Gunnar Smári Egilsson og Þóra Tómasdóttir. Fréttastjóri: Þóra Kristín Ásgeirsdóttir. Ritstjórnarfulltrúi: Höskuldur Daði Magnússon. Framkvæmdastjóri og auglýsingastjóri: Valdimar Birgisson. Fréttatíminn er gefinn út af Morgundegi ehf. og er prentaður í 83.000 eintökum í Landsprenti. GLÆSILEGAR BORGIR Í A-EVRÓPU Í BEINU FLUGI Við bjóðum uppá glæsilegar borgir í A-Evrópu. Tilvalið fyrir hópa, fyrirtæki og einstaklinga. Veldu tímann og farðu þegar þú vilt, 2,3,4 daga eða lengur. Verðlag er hagstætt bæði í mat og drykk. Þá er hægt að gera góð kaup á hinum ýmsu verslunum og mörkuðum. Við bjóðum uppá skoðunarferðir fyrir hópa og fyrirtæki. BÚDAPEST Í UNGVERJALANDI Ein af fallegri borgum Evrópu, hún er þekkt fyrir sínar glæsi byggingar sem margar eru á minjaskrá Unesco, forna menningu og spa/heilsulindir. Þar hefur í árhundruði blandast saman ýmis menningaráhrif sem gerir borgina svo sérstaka. Flogið er tvisvar í viku allt árið. GDANSK Í PÓLLANDI Hansaborgin Gdansk er elsta og fallegasta borg Póllands, saga hennar nær aftur til ársins 997. Glæsilegur arkitektúr, forn menning og tónlistar-hátíðir hafa gert borgina að vinsælustu ferðamannaborg Póllands. Flogið er tvisvar í viku allt árið. RIGA Í LETTLANDI Gamli og nýi tíminn mætast í borg sem ekki á sinn líka. Gamli bærinn í Riga er virkilegt augnayndi hvert sem litið er og setur borgina á stall með fallegri borgum Evrópu. Þar ber hæst kastalinn í Riga, kirkja Sankti Péturs og Dómkirkjan. Flogið er tvisvar í viku frá maí til október. VERÐ FRÁ 89.000.- WWW.TRANSATLANTIC.IS SÍMI: 588 8900 24 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016

x

Fréttatíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.