Fréttatíminn - 08.04.2016, Side 50
GOTT
UM
HELGINA
Ungir sem aldnir vísindaáhuga-
menn ættu að leggja leið sína í
Háskólabíó á laugardaginn, þar
sem haldin verður stærri vísinda-
sýning en nokkurntímann hefur
sést á Íslandi. Tuttugu hópar
vísindamanna úr öllum heims-
hornum leggja leið sína til Íslands
til að taka þátt í sýningunni, sem
er ætluð öllum aldurshópum. Sér-
staklega getur verið skemmtilegt
fyrir krakka að kynnast vísindum
á sýningunni. Meðal þess sem að
vænta er verður sýning á hvernig
glæpir eru leystir með aðferðum
réttarmeinafræði. Sprengjugengið
svokallaða verður á sínum stað
með læti í þágu vísinda. Ævar
vísindamaður verður kynnir á við-
burðinum.
Hvar? Háskólabíó.
Hvenær? Laugardaginn 9. apríl
klukkan 12-17.
Hvað kostar? Ókeypis inn fyrir
alla fjölskylduna.
Sprengjur sprengdar
og glæpir leystir
í Háskólabíói
Hlemmi verður breytt í sölutorg
listamanna í dag á Reykjavík Zine
and Print Fair. Þar verða til sölu
teikningar, plaköt, bækur lista-
manna, teiknimyndasögur, tímarit
og „zines“.
Hvar? Hlemmur.
Hvenær? Föstudaginn 8. apríl frá
klukkan 16-20.
Fjölbreytt dagskrá verður á há-
tíðinni AK Extreme á Akureyri um
helgina. Hún fer fram í Hlíðar-
fjalli, miðbænum og Sjallanum.
Aðal viðburður hátíðarinnar er
heljarinnar skíðastökk þar sem
fimm stórum gámum hefur verið
staflað saman og myndaður stökk-
pallur í bænum. Brettafólk sýnir
kúnstir sínar í allskyns stökkum
og brellum. Einnig verður keppt í
bruni og á snjósleðum.
Í Sjallanum kvöldin 7. og 8. apríl
koma fram Gísli Pálmi, Úlfur Úlf-
ur, Agent Fresco, Emmsjé Gauti,
GKR, Sturla Atlas, AUÐUR, dj
Flugvél og Geimskip, Kött Grá Pjé,
Aron Can.
Hvenær? 7. - 10. apríl.
Hvar? Akureyri í Hlíðarfjalli og
Sjallanum.
Hvað er betra eftir viku af trommuleik á Austurvelli en að dilla sér fram
á nótt í afrískri sveiflu? Afríka 20:20 stendur fyrir Afríkuballi í Iðnó þar
sem trommuleikarinn Bangoura og félagar tromma fyrir dansi og spiluð
verða afrísk dægurlög. Afríka 20:20 er félag með það að markmiði að
stuðla að auknum menningarlegum samskiptum milli Íslendinga og
þjóða Afríku. Dillaðu þér fram á nótt í afrískri sveiflu.
Hvar? Iðnó.
Hvenær? Föstudaginn 8. apríl klukkan 21.
Hvað kostar? 1500 krónur.
Á listahátíðinni Vinnslan sýna
30 listamenn verk í vinnslu í öll-
um sýningarrýmum Tjarnarbíós.
Húsið verður undirlagt listum
allt frá sviðinu sjálfu til salerna.
Boðið verður upp á myndlist,
lifandi tónlist, gjörninga, dans,
leikhúsverk og myndbandalist.
Listahátíðin er árleg og veitir
gestum dýpri skilning á starfi og
listsköpun listamanna úr ólíkum
listgreinum.
Hvar? Tjarnarbíó.
Hvenær? Laugardaginn 9. apríl,
klukkan 19.30-23.
Tjarnarbíó verður verk
í vinnslu
Afrísk sveifla
Hlemmur selur list
Snjóbretti og rapp
á Akureyri
50 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016