Fréttatíminn - 08.04.2016, Page 64
Spurt er… Hvernig
líður þér eftir vikuna?
HELGIN
Í ÆÐ
SÚRREALÍSKT
Hrafnkell Örn Guðjónsson
Mér líður í raun ömurlega og veit
ekki hvort ég á að gráta eða hlæja.
Á mánudag var maður reiður en nú
er ástandið svo súrrealískt að það er
eins og Fóstbræðraskets.
BUGUÐ OG ÞREYTT
Alma Mjöll Ólafsdóttir
Ég er bara frekar buguð á því. Það er
ótrúlegt hvað ástandið hefur mikil
áhrif á mann andlega. Ég kom heim
eftir gærdaginn alveg búin á því og
steinrotaðist. Síðan er maður líka
súr yfir þessum raunveruleika.
KVÍÐI OG ÓVISSA
Aldís Mjöll Geirsdóttir
Ástandið í þjóðfélaginu leggst ofan á
allt annað sem er í gangi í lífi manns.
Það styttist í prófin hjá mér og mikil
óvissa og kvíði fylgdu þessari viku.
Það kraumar í manni mikil reiði.
MÆLIRINN FULLUR
Kristján Sævald Pétursson
Eftir Kastljós sunnudagsins var ég
í sjokki. Mælirinn er fullur. Ég er
bjartsýnn svo lengi sem ríkisstjórnin
fer frá og við fáum að kjósa strax.
Gott að hlusta: DJ sett af hljómsveitunum
Sykur, Vök, Sísí Ey og Good Moon Dear spila
á Paloma á föstudagskvöldið. Það
heitir ekki Rafnæs af ástæðulausu
en þarna eru sameinaðir ólíkir
hljóðheimar undir hatti raftónlist-
ar. Gott og næs til að hlusta!
Gott að tína kræklinga: Skelltu þér
í kræklingaleit í Hvalfirði. Ferðafélag
barnanna stendur fyrir leitinni sem
hefst í náttúrufræðahúsi HÍ klukkan
11 á laugardag með fræðslu um kræk-
linga. Þaðan verður haldið af stað upp
í Hvalfjörð. Þátttaka ókeypis.
Gott að ralla: Hefur þig alltaf langað að prófa
að drifta? Fyrsta æfing sumarsins hjá driftdeild
AÍH verður í dag, föstudag, á Rallycross-braut-
inni við Ásbraut í Hafnarfirði. Allar
tegundir bíla velkomnar! Þú þarft bíl,
ökuskírteini, tryggingaviðauka og síð-
ast en ekki síst – löglegan hjálm.