Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 70
6 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016
Viðhald húsa
Sigurður Helgi Guðjóns-
son, formaður Húseigend-
afélagsins, segir að það
sé skammgóður vermir
að spara í undirbúningi
framkvæmda.
Góður undirbúningur í hvívetna er
mjög mikilvægur og einnig það að
velja góðan og ábyrgan verktaka. Of
mörg dæmi eru um viðhaldsfram-
kvæmdir sem farið hafa illa af stað
og endað illa og í flestum tilfellum er
um að kenna slælegum undirbúningi
og einnig röngu vali á verktökum.
Hvernig á að undirbúa?
Ekki er til nein einhlít regla um það.
Verk eru mismunandi og aðstæður
sömuleiðis. Í fjöleignarhúsum þarf að
liggja fyrir lögleg ákvörðum. Þegar
hún er komin er rétt að fá hlutlausan
sérfræðing til að meta ástand húss-
ins og viðgerðarþörf. Í því ástands-
mati felst yfirleitt gróf lýsing á ástandi
ásamt sundurliðuðum verkliðum
með áætluðum magntölum. Húseig-
endur eru hvattir til að snúa sér til
tæknimanna og fyrirtækja sem fram-
kvæma slíkt mat en framkvæma þau
ekki sjálfir eða fá fúskara til þess.
Sé um minni verk að ræða er hægt
að óska eftir tilboðum frá verktaka,
byggðum á magntölum og verklýs-
ingu samkvæmt ástandsmati. Við
stærri verk eru úttektaraðilarnir
jafnan fegnir til að fullgera útboðs-
og verklýsingu og standa að útboði. æ
Skýr, skriflegur verksamningur
Að velja verktaka er ekki auðvelt verk.
Þannig er alls ekki víst að sá sem býð-
ur lægst sé með hagstæðasta boðið
þegar upp er staðið. Líta þarf til fleiri
atriða svo sem hvort verktaki hafi full-
nægjandi fagréttindi, hvort af honum
fari gott orðspor og hvort hann virð-
ist fjárhagslega burðugur til að ljúka
verki. Þegar verktaki hefur verið val-
inn er gengið til samninga við hann.
Seint verður nægjanlega brýnt fyrir
fólki mikilvægi þess að gera skriflegan
samning við verktaka hvort sem er
um lítil eða stór verk að ræða. Allt of
algengt er að enginn skriflegur samn-
ingur sé gerður eða að ekki sé vand-
að til samningsgerðar að öðru leyti.
Skapar það hættu á óþarfa ágreiningi
og deilum síðar meir um atriði sem
hæglega hefði mátt koma í veg fyrir
með skýrum og ítarlegum samnings-
ákvæðum.
Svartir sauðir
Í þessum geira eða bransa eru því
miður margir svartir sauðir sem oft
hafa enga eða takmarkaða fagþekk-
ingu á viðgerðum. Þessir aðilar bjóða
gjarnan töfralausnir, bæði í efnum
og aðferðum. Húseigendur þurfa að
varast þessa aðila. Yfirleitt stenst fátt
og enginn verksamningur gerður og
jafnvel um vinnu að ræða án reikn-
ings, sem er ekki eingöngu ólöglegt
heldur stórvarasamt. Án fullgilds
reiknings hefur húseigandi ekkert í
höndunum sem sannar hvað var gert
eða að viðeigandi verktaki hafi yfir-
leitt komið nálægt verki og húsinu.
Reikningslaus viðskipti lögbrot
Því miður eru töluverð brögð að
reikningslausum viðskiptum og virð-
ast sumir húseigendur telja sig spara
á því. Rétt er að ítreka að yfirleitt of-
metur verkkaupi hag sinn í þeim við-
skiptum. Verkkaupi stendur eftir án
nokkurs eða veikburða réttar gagn-
vart verktaka og ábyrgð á verki er
engin. Einnig er mikilvægt að benda
á að virðisaukaskattur fæst aðeins
endurgreiddur af vinnu við nýsmíði,
endurbætur og viðgerðir á húsnæði,
ef reikningar frá verktaka eru full-
gildir.
Aðkoma byggingarfulltrúa
Vegna steypuviðgerða, sem hafa í för
með sér niðurbrot og endurgerð hluta
burðarvirkja, klæðninga og glugga-
skipta verður að afla byggingarleyf-
is. Ef fyrirhugaðar eru viðgerðir á
sprungum og múr nægir að tilkynna
það til byggingarfulltrúa með skrif-
legri greinagerð um eðli verksins,
hver hafi með því eftirlit og sjái um
framkvæmd þess. Þess er krafist
að iðnmeistarar standi fyrir fram-
kvæmdum slíkra viðhaldsverka. Þeir
skulu hafa sérþekkingu á viðhalds-
vinnu og árita yfirlýsingu hjá bygg-
ingafulltrúa um ábyrgð sína.
Uppgjör og eftirmál
Í minni verkum er oft svo um samið
að fasteignareigandi inni verkkaup
af hendi í einni greiðslu þegar verki
er lokið. Í stærri verkum tíðkast það
hins vegar að greitt er eftir framvindu
verksins. Þá er nauðsynlegt að fast-
eignareigandi fylgist sem best með
framvindu verksins og að reikningar
verktaka séu sundurliðaðir og skýrir.
Lokauppgjör á síðan að fara fram eftir
að verki telst lokið. Mikilvægt er að
taka út framkvæmdina og frágang á
verkinu áður en lokagreiðsla fer fram.
Komi þá fram við skoðun að verk sé
að einhverju leyti gallað getur fast-
eignareigandi skorað á verktaka að
bæta úr og ljúka verkinu á fullnægj-
andi hátt.
Gallar
Jafnvel þótt fasteignareigandi eða
eftirlitsaðili á hans vegum hafi tek-
ið verkið út nákvæmlega við verk-
lok geta síðar komið í ljós gallar á
verkinu. Lög mæla svo fyrir um að
fasteignareigandi skuli í síðasta lagi
tveimur árum eftir að verki lauk að
hafa uppi athugasemdir um galla því
eftir þann tíma er réttur hans til að
bera þá fyrir sig fallinn niður. Réttur
til að bera fyrir sig galla á verki getur
þó fallið niður fyrr þar sem lög áskilja
að verktaka sé tilkynnt án verulegs
dráttar um gallanna eftir að fasteign-
areigandi varð þeirra var. Tryggi-
legast er að hafa uppi slíkar athuga-
semdir skriflega.
Góður undirbúningur
er lykilatriði
Sigurður Helgi
Guðjónsson.
flísar fyrir vandláta
PORCELANOSA
Skútuvogi 6 - Sími 568 6755
Sími 412 2500 - sala@murbudin.is - www.murbudin.is
Fyrir pallinn og stéttina
Kletthálsi Reykjavík
Reykjanesbæ
ODEN EÐAL OLÍA á palla.
Hágæða Silikonalkyd efni. 3 l.
4.390
Mako penslasett
590
Bio Kleen pallahreinsir
895
5 lítrar kr. 3.295
Landora tréolía
2.690
Meister fúgubursti með krók #4360430
2.690 (með auka vírbursta)
Lavor Galaxy 140
Háþrýstidæla
140 Max Bar
450 lítrar/klst
1900W
9 kg
19.990