Fréttatíminn

Útgáva

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 72

Fréttatíminn - 08.04.2016, Síða 72
Þjónustuauglýsingar Auður I. Ottesen og eigin- maður hennar fluttu á Selfoss eftir hrun. Þau keyptu gamalt funkishús og hreinsuðu allt út úr því. Þau hafa síðan tekið allan garðinn í gegn og vinna nú að endurbótum á bílskúrnum. „Ég er að verða sextug og þetta er afmælisgjöf til mín, að fara að smíða aftur,“ segir Auður I. Ottesen, garðyrkjufræðingur og ritstjóri tímaritsins Sumarhúsið og garðurinn. Auður vinnur þessa dagana að endurbótum á bílskúr við hús sitt á Fossheiði á Selfossi. Hún og eigin- maður hennar, Páll Jökull Péturs- son, hyggjast nýta bílskúrinn, sem er 36 fermetrar, vel því þar á að vera lagergeymsla, smíðaverkstæði fyrir Auði og salur þar sem Auður getur haldið námskeið og Páll sýnt myndir sínar. Í kjól á gröfunni Auður lætur ekki sitt eftir liggja í framkvæmdunum enda er hún menntaður smiður og starfaði við smíðar áður en hún sneri sér að garðyrkju. „Ég múra líka og legg rafmagnsleiðslur og geri bara það sem þarf að gera,“ segir hún en fólk sem þekkir til Auðar segir að framkvæmdagleðin sé slík að hún sé alltaf að og gangi jafnvel til verka klædd í kjól. „Já, ég er mikið í kjólum á sumrin og berfætt. Svo var það eitt sumarið þegar kallinn fór í ljósmyndaferð að ég tók framgarðinn alveg í gegn. Ég setti bara á mig svuntu og mokaði allan garðinn með gröfu. Þarna var ég í ellefu daga. Það fannst mörgum skrítið að sjá miðaldra konu í kjól og með svuntu á gröfu. Ég tók gröfupróf fyrir löngu og það er voða lítið mál. Maður þarf bara að samræma fjórar hreyfingar og svo er helsta áskorunin að brjóta engar rúður.“ Hún er vön því að sumum finnist skrítið að sjá hana í hefðbundnum karlastörfum. „Þegar ég var að smíða árið 1981 áttu þeir það til að taka af mér hamarinn, alveg ósjálf- rátt. Og ef ég er á loftpressu vilja þeir taka hana af mér líka,“ segir hún í léttum dúr. Hreinsuðu allt út úr húsinu Auður og eiginmaður hennar bjuggu í Reykjavík en fóru að hugsa sér til hreyfings í kjölfar hrunsins. „Við vildum byrja upp á nýtt og við erum bæði Sunnlendingar. Við fundum þetta fína fúnkis-hús og fengum það á góðu verði frá banka. Það var reyndar ekki að ástæðu- lausu því það var sveppur í húsinu og 1.100 köngulær, það var alveg hersetið af köngulóm. Við sáum strax möguleikana við þetta hús og stærsti kosturinn var að það var ekkert búið að gera í garðinum, hann var mjög vanhirtur,“ segir Auður. Auður og Páll hreinsuðu allt út úr húsinu þegar þau fengu það afhent. Þau skiptu um lagnir og endurnýj- uðu bókstaflega allt. „Við vorum í þrjá mánuði að gera húsið íbúðar- hæft. Ég braut sjálf allt niður með loftpressunni,“ segir Auður. Hún segir að síðan þau fluttu inn hafi þau ekki ráðist í stórar fram- kvæmdir í húsinu, umfang þeirra hafi einfaldlega ráðist af því hvað þau hafi átt af peningum hverju sinni. „Okkur finnst gaman að það sé ekki allt fullkomið hjá okkur. Við fengum okkur til dæmis heitan pott áður en við fengum sturtu og bað- herbergið var ekki tilbúið fyrr en á þriðja sumri. Svo hef ég ekki sett gereftin á dyrakarmana þó ég eigi efnið tilbúið. Við erum bara með fullt af blómum til að gera þetta heimilislegt. Það verður líka að segjast að við höfum látið garðinn ganga fyrir. Framkvæmdir í hús- inu hafa goldið fyrir hann enda er garðurinn nú nánast fullkominn.“ Drekkur eigið kaffi á afmælinu Eins og áður sagði verður Auður sextug í sumar og eitt af því sem hún hefur einsett sér að gera af því tilefni er að drekka kaffi sem hún framleiðir sjálf. Auður og Páll fengu kaffiplöntu að gjöf þegar þau fluttu inn í húsið og er plantan nú farin að gefa af sér dýrindis kaffibaunir. „Plantan var 40 sentímetrar á hæð en er nú að nálgast 1,5 metra. Á öðru ári gaf hún af sér 6-7 baunir en nú er hún farin að blómstra á mismunandi tímum árs. Berin eru fyrst græn, svo gul og loks brún að lit og svo kroppar maður utan af henni. Þessar baunir ætla ég að brenna og mala og drekka svo á afmælisdaginn.“ Þessi kaffiplanta gefur ágæta hug- mynd um umfang ræktunarinnar sem Auður og Páll eru með heima hjá sér. Þar eru þau bæði með heitt og kalt gróðurhús og rækta bæði hefðbundnar tegundir en líka ætiþistla, apríkósur og sitthvað fleira sem flestir kaupa sér bara úti í búð. „Ég hyggst vera nokkuð sjálf- bær með ávexti, ber, grænmeti og krydd í framtíðinni.“ | hdm Í sumarkjól á skurðgröfu í garðinum Kaffiplanta Auðar er orðin stór og myndarleg. Á sextugsafmæli sínu í sumar ætlar Auður að drekka kaffi úr baunum af plöntunni.Hjónin Páll Jökull og Auður í kaffipásu í framkvæmdum. Auður gengur í öll störf við smíðar og garðvinnu. Hér er hún á skurðgröfunni úti í garði. Myndir | Páll Jökull Auður er nú á fullu við að taka bíl- skúrinn hjá sér í gegn. Hér er hún að byrja á millivegg sem lokar af smíðaherbergið hennar í skúrnum.  Fleiri myndir á frettatiminn.is 8 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Viðhald húsa
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Fréttatíminn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.