Fréttatíminn

Ataaseq assigiiaat ilaat

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 80

Fréttatíminn - 08.04.2016, Qupperneq 80
16 | FRÉTTATÍMINN | HELGIN 8. APRÍL–10. APRÍL 2016 Kynningar | Viðhald húsa AUGLÝSINGADEILD FRÉTTATÍMANSS. 531 33 00 | auglysingar@frettatiminn.is Unnið í samstarfi við Eignaumsjón Það er því miður staðreynd að viðhaldi fasteigna á Íslandi er víða mjög ábótavant og oftar en ekki er beðið of lengi með að framkvæma eðlilegt viðhald þeirra. Starfsfólk Eignaumsjónar kannast vel við þetta og segir að algengt sé að til þess komi húsfélög þar sem ástand fasteignar er orðið mjög slæmt. Ís- lenska aðferðin hefur lengi verið sú að bíða með viðhald og viðgerðir þangað til í óefni er komið með tilheyrandi aukakostnaði og raski sem hægt hefði verið að koma í veg fyrir með reglu- bundnu viðhaldi. Langtíma viðhaldsáætlun En hvað er þá reglubundið viðhald og hvernig er best að sinna og fram- kvæma eðlilegt viðhald? Ein leið, að mati starfsfólks Eignaumsjónar, er að gera viðhaldsáætlun til lengri tíma. Í viðhaldsáætlun er sett upp skilmerkilega hvaða verkefni þarf að framkvæma einu sinni á ári, hvaða verkefnum þarf að sinna á 1-3 ára fresti, 3-5 ára á fresti og svo fram- vegis. Hjá nágrönnum okkar á Norður- löndum hafa slíkar viðhaldsáætlanir verið gerðar mjög lengi með góðum árangri og sýnir reynslan að góð langtímaáætlun í viðhaldi fasteigna leiðir til lægri kostnaðar. Starfsfólk Eignaumsjónar leggur nú ríkari áherslu á að viðskiptavinir fyrir- tækisins fari að hugsa um viðhald fasteigna sinna til lengri tíma. Samráð eigenda Eigendur í fjölbýli þurfa að koma sér saman um rekstur, viðhald og fjármál á löglega boðuðum fundum. Mál sem tengjast viðhaldi fasteignar eru því, eins og áður sagði, oft ekki rædd eða skilgreind nógu vel enda skortir oftar en ekki þekkingu. Nokkrar leiðir eru í stöðunni en hér að neðan er einfalt dæmi sem Eignaumsjón notar til að ráðleggja viðskiptavinum sínum: • Boða til löglegs húsfundar með eigendum þar sem fundarefni er t.d „Viðhaldsáætlun næstu 7-10 ára“. • Fá samþykkt fundarins til þess að ráða sérfróðan aðila til þess að gera ástandsskýrslu og kostnaðarmat á viðgerðum og viðhaldi. • Viðhaldsáætlun næstu 7-10 ára lögð fram á húsfundi með sundur- liðun á aðgerðum og kostnaði vegna þeirra. • Nauðsynlegar aðgerðir og viðhald sem strax þarf að framkvæma. • Viðhald og viðgerðir næstu 1-3 ára.• Næstu 3-5 ára.• Næstu 5-10 ára. Þegar slíkar áætlanir eru gerðar minnka líkur á óvæntum viðhalds- kostnaði, verðgildi eignarinnar heldur sér, heildarmynd fæst á allan rekstur og viðhald hússins ásamt því að greiðsludreifing í framkvæmdasjóð verður jafnari. Þannig helst fasteign í góðu og stöðugu ástandi. Þetta er í raun ekki eins flókið og margir ætla. Einnig þarf að vanda vel til verka um efnisval og gæði þeirra vöru sem notuð er til viðhalds og viðgerða í dag. Oft eru notaðir of ódýrir kostir við viðhald og viðgerðir á húsum sem eru í raun einskonar „einnota“ aðgerðir. Staðreyndin er sú að betra er að fjárfesta í góðum vörum sem oft eru dýrari í innkaupum en hafa lengri og betri endingartíma og verða þarf af leiðandi hagkvæmari þegar til lengri tíma er litið. Hvenær er „rétti tíminn“ fyrir viðhald? Eignaumsjón er leiðandi í heildarþjónustu í rekstrarumsjón bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis Eignaumsjón – þjónusta við eigendur fasteigna Eignaumsjón hefur verið leiðandi í heildarþjónustu í rekstrarumsjón bæði atvinnu- og íbúðarhúsnæðis. Í raun er Eignaumsjón skrifstofa húsfélags og heldur utan um fjármál og bókhald, sér til þess að aðal- og húsfundir séu haldnir ásamt útvegun og öflun tilboða í aðkeypta þjónustu og útvegun verktaka í minniháttar viðhaldsverk. En einnig er mikilvægt að koma viðhaldsframkvæmdum í farveg með öflun tilboða frá fagaðilum í gerð á ástandsskýrslum og kostnaðarmati við gerð viðhaldsáætlana. Eignaumsjón hefur þróað öflugan hugbúnað sem er sérsniðinn að þörfum hús- og rekstrarfélaga sem miðar m.a. að því að safna saman dýrmætum gögnum og sögu viðkomandi fasteignar. Með þessum búnaði, ásamt öflugu starfsfólki með haldgóða menntun og reynslu, mun Eigna- umsjón áfram leitast við að aðstoða eigendur fasteigna af fremsta megni. Starfsfólk Eignaumsjónar leggur ríka áherslu á að viðskiptavinir sínir hugsi um viðhald fasteigna til lengri tíma. Hyrjarhöfði 8 110 Reykjavík Sími 577-1090 Netfang: sala@vikurvagnar. is www.vikurvagnar.is Bjóðum við upp á endingar- góðar og hentugar kerrur, bæði íslenskar og frá Ifor Williams Höfum kerrur á staðnum til sýnis Seljum einnig og setjum undir dráttarbeisli á allar gerðir bíla Í GARÐINN OG SUMARBÚSTAÐINN
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Fréttatíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttatíminn
https://timarit.is/publication/944

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.