Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 26
26 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
gengið vonum framar og þær bækur
sem þeir hafi unnið séu mjög vel
unnar. „Fram að þessu var ekki
hægt að treysta þessum textaskönn-
um, það rugluðust bandstrik og ís-
lenskir stafir og sértákn. Þegar
fyrsti skammtur kom til baka frá
Indlandi lásum við því allt saman til
þess að átta okkur á gæðunum og
niðurstaðan var mjög góð, tækninni
hefur greinilega fleygt fram, þannig
að nú orðið látum við nægja að taka
stikkprufur til að ganga úr skugga
um að allt sé í lagi og þetta hefur
verið í svo góðu lagi að það hefur
komið okkur á óvart, satt best að
segja.“
Að sögn Egils hefur Forlagið látið
vinna um tvöhundruð titla á þennan
hátt og sú vinna er unnin eftir til-
teknu skipulagi. „Við veltum því
töluvert fyrir okkur í upphafi með
hvað hætti væri skynsamlegast að
gera þetta, hvort við ættum að taka
staka höfunda eða tiltekin ár og
vinna okkur þannig nær nútíman-
um, eða kannski taka tilteknar gerð-
ir bóka, skáldsögur eða ævisögur
eða barnabækur.
Niðurstaðan var sú að byrja á að
taka heil höfundarverk og þannig
erum við að vinna þetta núna, tökum
höfundarverk höfunda Forlagsins
og þannig eru fáanleg til dæmis
fyrstu verk Einars Más Guðmunds-
sonar, Einars Kárasonar og Auðar
Jónsdóttur og fleiri sem hafa verið
ófáanleg árum og jafnvel áratugum
saman,“ segir Egill og bætir við að
þannig hyggist Forlagsmenn vinna
væðinguna áfram, en þó með stöku
undantekningum: „Við erum að taka
inn alls kyns öðruvísi bækur með-
fram þessu, en þegar við erum búin
að taka marga eða flesta þeirra höf-
unda sem eiga stór höfundarverk
förum við sennilega að horfa til tíma
og mér finnst líklegt, án þess þó við
séum búin að taka ákvörðun um það,
að við byrjum nær okkur í tíma og
vinnum okkur afturúr.“
Útilokað að bækurnar hefðu
verið prentaðar aftur
- Þú nefnir að margar af þessum
bókum hafi ekki verið til árum eða
áratugum saman, er ekki líklegt að
þær hefðu aldrei verið endurprent-
aðar?
„Ég leyfi mér að segja að það sé
nánast útilokað að þær hefðu verið
prentaðar aftur nema þá sem hluti
af einhverjum ritsöfnum.“
Rafbækur Forlagsins er hægt að
kaupa á vefsetri fyrirtækisins, for-
lagid.is, en þær eru einnig allar fá-
anlegar á vef Amazon. Amazon gæt-
ir að því að rafbækur sem þar hafa
verið keyptar séu aðeins aðgengileg-
ar í Kindle-lesspjaldi kaupandans,
eða í gegnum aðgang hans að
Kindle-forritinu á snjalltækjum eða
í tölvum. Hvað rafbækurnar sem
kaupa má á vef Forlagsins varðar,
og einnig þær sem fást hjá eBæk-
ur.is, þá er notuð tiltekin gerð af af-
ritunarvörn til að koma í veg fyrir
ólögmæta dreifingu á þeim. Þetta
hefur gert kaupin heldur flóknari og
jafnvel verið til trafala.
Egill segir að fyrirtækið sé nú að
leggja af þessa gerð afritunarhindr-
unar og hyggist taka upp það sem
hann kallar vatnsmerki, en þá er
ósýnilegum texta komið fyrir í bók-
unum og því hægt að rekja hvaðan
viðkomandi eintak kom ef bók er
dreift á ólögmætan hátt. „Við erum
að færa okkur úr því sem kallað hef-
ur verið „hörð“ afritunarvörn og yfir
í vatnsmerkin, enda hefur sú lausn
gefist vel á Norðurlöndunum og
ólögleg dreifing ekki aukist eftir að
útgefendur tóku að færa sig yfir í þá
lausn. Okkar von er sú að með því að
gera það þægilegra fyrir fólk að
kaupa rafbækur muni rafbóka-
markaðurinn stækka, enda á hann
heilmikið inni.“
Verð á rafbókum er alla jafna
heldur lægra en á bókum sem gefn-
ar eru út á pappír, þó að Egill segi
að prentkostnaður sé ekki nema
fjórðungur af útgáfukostnaði hverr-
ar bókar. „Við miðum verð rafbók-
anna við verð á ódýrustu fáanlegu
útgáfu á prenti, en hvað Petsamo
Arnaldar Indriðasonar varðar, til að
mynda, þá gefur við um 40% afslátt
af henni miðað við það sem hún
kostar mest, en svo fást bækur For-
lagsins á alveg niður í örfá hundruð
króna. Ég hugsa að meðalverð raf-
bóka Forlagsins liggi í um 1.500
krónum. Verðið er mjög breytilegt,
en það sem ræður helst verðlagning-
unni er aldurinn.“
Margir safna heilu og
hálfu höfundarverkunum
- Eru til kaupendur að þessum
gömlu verkum?
„Ég rýni rækilega í söluskýrslur
frá Amazon og sé þar að breiddin er
mikil og fæ ekki betur séð en að
margir séu að safna heilu og hálfu
höfundarverkunum. Þannig eru
dæmi um að einstaklingar hafi
keypt allt höfundarverk Einar Más
og Einars Kárasonar í sömu vik-
unni. Það að auka framboðið stækk-
ar markaðinn og nóvember síðastlið-
inn var söluhæsti mánuður frá því
við hófum sölu á rafbókum og nán-
ast tvöföldun frá sama mánuði fyrir
ári. Það sannar það mat okkar að
skortur á bókum hafi staðið mark-
aðnum fyrir þrifum.“
Skortur á bókum hefur staðið
markaðnum fyrir þrifum
Forlagið hefur látið snúa fjölda eldri bóka á rafrænt snið Kaupa vinnu af indversku fyrirtæki
sem tekur við gömlum bókum, skannar og skilar fullbúnum til rafrænnar útgáfu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Bækur Eldri bækur ganga í endurnýjun lífdaga þegar þær birtast í rafrænni útgáfu. Þannig er hægt að lesa áfram
bækur sem eru orðnar illfáanlegar í prentaðri útgáfu og hefðu ekki verið endurútgefnar á prenti.
Eins og fram kemur hér til hliðar
er verð rafbóka á vef Forlagsins
heldur lægra en á pappírsbókum.
Þannig kostar Petsamo eftir Arn-
ald Indriðason, hans nýjasta skáld-
saga, sem tekin er sem dæmi í
greininni, 5.390 kr. á vefsetri For-
lagsins, með 15% forlagsafslætti,
en rafbókarútgáfa hennar kostar
3.690 kr.
Annað dæmi: Passíusálmar Ein-
ars Kárasonar kosta 5.390 kr. inn-
bundnir en rafbókin kostar 3.690
kr. Sú bók er skrifuð sem eins kon-
ar framhald af skáldsögunni
Stormi eftir Einar sem kom út
2003 og var þríprentuð það ár og
gefin út í kilju ári síðar en hefur
verið ófáanleg. Nú er hægt að
kaupa Storm sem rafbók á 1.690
kr.
Á vef Amazon er hægt að finna
allar útgáfubækur forlagsins sem
seldar eru fyrir Kindle-lesspjöld og
eins fyrir Kindle-forrit sem til eru
fyrir allar gerðir snjalltækja og
tölvur. Þar kostar Petsamo Arn-
aldar 35 dali og 80 sent, sem sam-
svarar 4.015 kr.
Passíusálmar Einars Kárasonar
kosta aðeins minna, 35 dali og 6
sent, sem er 3.932 kr. en Stormur
14 dali og 97 sent, eða 1.679 kr.
Þetta eru asnar Guðjón, fyrsta
skáldsaga Einars Kárasonar sem
kom fyrst út hjá Máli og menningu
árið 1981, kostar þar 8 dali og 55
sent, eða sem nemur 958 kr. Fleiri
eldri bækur Einars eru fáanlegar á
því verði hjá Amazon, Endurfundir,
Heimskra manna ráð og Mér er
skemmt, en Kvikasilfur og Norður-
ljós kosta heldur meira, 8,98 dali,
eða 1.007 kr.
Gamalt og nýtt á góðu verði
RAFBÆKUR HÉR OG ÞAR
2.590
kr/per
mann
EldhusidSkalahlid.com • EldhusidSkalahlid@gmail.com • Sími 8976121 / 8937902
hangikjotsbakki
Hangikjöt / Tartalettur / Ítalskt salat /
Kartöflur í uppstúf / Rauðkál /
Grænar baunir / Laufabrauð
FRÉTTASKÝRING
Árni Matthíasson
arnim@mbl.is
Rafbókaútgáfa hér á landi hefur
ekki náð sama flugi og erlendis þótt
ýmsir hafi spreytt sig á henni.
eBækur.is hefur til að mynda verið
með raf- og hljóðbækur í sölu og
eins Eymundsson, Forlagið hefur
gefið út nýjar bækur á rafrænu sniði
undanfarin ár og eins Bókabeitan og
stöku útgefendur aðrir. Einnig má
nefna Lestu.is, sem gefur út raf-
bækur.
Kostnaður hefur verið hindrun
Fram til þessa hefur það staðið í
íslenskum bókaútgefendum að snúa
eldri útgáfum á
stafrænt snið,
enda er tals-
verður kostnaður
við það að skanna
textann eða slá
hann inn og vinna
síðan frekar áður
en hægt er að
brjóta hann um
upp á nýtt til
samræmis við
það sem mismun-
andi skjástærðir og tæki krefjast.
Þá var það að Jóhann Páll Valdi-
marsson, útgefandi Forlagsins, var
staddur í heimsókn hjá dönsku for-
lagi sem Forlagið hefur átt talsverð
samskipti við í gegnum árin og
komst þá að því að það forlag hefði
leyst sín rafbókavæðingarmál með
því að útvista verkefninu til Ind-
lands, þar sem bækurnar eru skann-
aðar og yfirfarnar, síðan brotnar um
og skilað fullbúnum til rafrænnar
útgáfu. Í kjölfarið höfðu Forlags-
menn samband við fyrirtækið ind-
verska og í framhaldi af því hófust
menn handa við að gefa eldri skáld-
verk útgáfuhæf fyrir snjalltæki og
tölvur.
Samstarfið við Indverjana
gengið vonum framar
Egill Jóhannsson, framkvæmda-
stjóri Forlagsins og formaður Fé-
lags íslenskra bókaútgefenda, segir
að samstarfið við Indverjana hafi
Egill
Jóhannsson