Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 58

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 58
58 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 BÆKUR TOPPUR ehf Bifreiðaverkstæði TOPPUR er viðurkennt þjónustuverkstæði fyrir Skemmuvegi 34 • Kópavogi • Sími 557 9711 • toppur@toppur.is Ármúla 38 | Sími 588 5010 | hljomsyn.com Nýtt Verð 109.900,- Music System frá Tivoli Audio Líkt og ég nefndi áður er sam- keppni við annað fólk, hvort sem er í daglegu lífi eða hvað vinnuna varðar, einfaldlega ekki sá lífsstíll sem mér finnst eftirsóknarverður. Fyrirgefið mér þótt ég fullyrði hið augljósa, en heimurinn sam- anstendur af alls kyns fólki. Annað fólk hefur sín eigin gildi til að lifa eftir, og það sama á við um mig. Þessi mismunur býður upp á ágreiningsefni og blanda þessara ágreiningsefna getur skapað enn stærri misskilning. Af því leiðir að fólk verður stundum fyrir ósann- gjarnri gagnrýni. Það segir sig sjálft. Það er ekki mjög skemmtilegt að vera misskilinn eða gagnrýndur, þvert á móti er það frekar sárs- aukafull lífs- reynsla sem sær- ir fólk djúpt. Eftir því sem ég eldist hef ég smátt og smátt komist að þeirri niðurstöðu að þessi tegund óþæg- inda og særinda er nauðsynlegur hluti af lífinu. Ef hugsað er út í það er sú staðreynd að fólk er mis- munandi einmitt ástæða þess að því er kleift að skapa sitt eigið sjálf. Tökum mig sem dæmi. Ein- mitt sá eiginleiki minn að koma auga á tilteknar hliðar atburða sem annað fólk getur ekki, að líða öðru- vísi en öðrum manneskjum og velja önnur orð en þær, hefur gert mér kleift að skrifa sögur sem eru al- gjörlega mínar. Og vegna þessa höfum við þær óvenjulegu að- stæður að allmargir lesa það sem ég hef skrifað. Þannig að stað- reyndin að ég er ég og enginn ann- ar er einn af mínum bestu kostum. Tilfinningalegur sársauki er verðið sem manneskja verður að greiða til að vera sjálfstæð. Þetta er það sem ég trúi í grunninn og hef hagað mínu lífi í samræmi við. Á vissum sviðum í lífi mínu leita ég markvisst í einveru. Hún er meira og minna óhjá- kvæmileg, ekki síst fyrir mann í mínu starfi. En eins og sýra sem lekur úr flösku getur þessi tilfinn- ing einangrunar einnig ómeðvitað étið upp hjarta manneskju og leyst það upp. Það er líka hægt að hugsa þetta sem eins konar tvíeggjað sverð. Það verndar mig um leið og það skefur taktfast innan úr mér. Ég held að á minn hátt sé ég með- vitaður um þessa hættu – líklega að fenginni reynslu – og það sé ástæða þess að ég hef stöðugt þurft að stunda þessa hreyfingu, í sumum tilvikum ýtt sjálfum mér að endimörkum til þess að lækna ein- manaleikann sem ég finn innra með mér og til að setja hann í samhengi. Þetta hefur ekki beint verið vísvitandi aðgerð, heldur eðl- islæg viðbrögð. Til að orða þetta nákvæmar: Þegar ég verð fyrir ómaklegri gagnrýni (séð af mínum sjónarhóli að minnsta kosti), eða þegar ein- hver sem ég var viss um að myndi skilja mig gerir það ekki, fer ég og hleyp aðeins lengur en venjulega. Með því að hlaupa lengur er engu líkara en ég geti líkamlega gert út af við óánægju mína. Um leið renn- ur upp fyrir mér hversu máttlaus ég er, hve takmarkaðir hæfileikar mínir eru. Ég verð líkamlega með- vitaður um þessa veikleika. Og ein af afleiðingum þess að hlaupa örlít- ið lengra en venjulega er að ég styrkist sem því nemur. Ef ég er reiður beini ég þeirri reiði að sjálf- um mér. Ef eitthvað veldur mér gremju nota ég hana til að bæta mig. Svona hef ég haft þetta allt mitt líf. Ég drekk hljóðlega í mig þá hluti sem hægt er að innbyrða og sleppi aftur síðar í eins breyttu formi og unnt er, sem hluta af söguþræði í skáldsögu. Ég held að fæstum myndi líka við persónuleika minn. Mögulega gætu fáir – örfáir, myndi ég giska á – heillast af honum, en sjaldgæft er að einhver kunni vel við hann. Hver í ósköpunum gæti haft hlýjar tilfinningar, eða því sem næst, í garð manneskju sem gerir ekki málamiðlanir en læsir sig í staðinn inni í skáp hvenær sem vandamál kemur upp? Eða getur atvinnurit- höfundur nokkurn tímann verið vel liðinn? Ég hef ekki hugmynd. Kannski einhvers staðar í heim- inum. Það er erfitt að alhæfa. Ég verð að segja, fyrir mitt leyti, eftir að hafa stundað skáldsagnaskrif í mörg ár, að ég á mjög erfitt með að sjá fyrir mér að einhver heillist af mér persónulega. Að fólki mis- líki við mig, hati og fyrirlíti, virðist einhvern veginn eðlilegra. Ekki það að ég sé feginn þegar það gerist. Jafnvel ég er ekki ánægður þegar einhverjum mislíkar við mig. En það er önnur saga. Snúum okkur aftur að hlaupum. Ég hef tamið mér hlaupalífsstíl á nýjan leik. Ég byrjaði á alvöru hlaupum og er núna í stífum hlaupum. Hvað þetta gæti táknað fyrir mig, nú þegar ég er á ofanverðum sextugs- aldri, veit ég ekki enn. En ég held að þetta hljóti að tákna eitthvað. Kannski ekkert mjög djúpt, en það hlýtur að felast merking í þessu. Hvað um það, nú um stundir hleyp ég mjög mikið. Ég bíð þar til síðar með að hugsa um hvað þetta allt saman táknar. (Að fresta því að hugsa um eitthvað er eitt af því sem einkennir mig, færni sem ég hef slípað til með aldrinum.) Ég pússa hlaupaskóna mína, nudda sólarvörn á andlit og háls, stilli úr- ið og dríf mig af stað. Staðvind- arnir gæla við andlitið, hvítur hegri fyrir ofan mig teygir fæturna beint aftur líkt og af skyldurækni á með- an hann flýgur um himininn, og ég hlusta á uppáhaldið mitt, Lovin’ Spoonful. Á meðan ég hljóp laust hugsun niður í huga minn: Jafnvel þótt tími minn í hlaupum batni ekki er ekki margt sem ég get gert við því. Ég hef elst, og tíminn hefur tekið sinn toll. Það er engum að kenna. Þetta eru reglur leiksins. Rétt eins og á rennur til sjávar er það að eldast og hægja á sér ein- faldlega náttúruleg framvinda, og ég verð að sætta mig við það. Það getur verið að það sé ekki mjög ánægjulegt ferli, og það sem ég uppgötva í kjölfarið ekki gleðilegt. En hvaða valmöguleika hef ég hvort sem er? Ég hef, á minn hátt, notið lífsins hingað til, þótt ég geti ekki sagt að ég hafi notið þess í botn. Ég er ekki að reyna að monta mig eða neitt slíkt – hver í veröld- inni myndi monta sig af einhverju svona? – en ég er ekki klárasta manneskja í heimi. Ég er sú mann- gerð sem verður að prófa eitthvað líkamlega, í raun snerta eitthvað, áður en ég skil það almennilega. Sama hvað um ræðir, þá þarf ég bara að sjá það með eigin augum til að sannfærast. Ég er líkamleg, ekki vitsmunaleg, manneskja. Auð- vitað er ég sæmilega greindur – í öllu falli held ég það. Ef ekki, gæti ég ekki skrifað skáldsögur. En ég er ekki týpan sem vinnur bara eft- ir kenningum eða lógík, ekki týpan sem fær orku úr hugvitssamlegum vangaveltum. Það er ekki fyrr en ég tekst á við raunverulega lík- amlega byrði og vöðvar mínir byrja að stynja (og stundum öskra) sem kviknar á skilningnum hjá mér og mér tekst að ná utan um hlutinn. Það þarf ekki að taka fram að það getur tekið tímann sinn, og kostað erfiði, að fara í gegnum hvert stig, skref fyrir skref, og komast að niðurstöðu. Stundum tekur það of langan tíma, og þegar ég er loksins sannfærður er það of seint. En hvað er til ráða? Ég er bara þessi manngerð. Á meðan ég hleyp segi ég sjálf- um mér að hugsa um á. Og ský. En í meginatriðum er ég ekki að hugsa um neitt. Það eina sem ég geri er að halda áfram að hlaupa í mínu eigin notalega, heimatilbúna tómi, minni eigin nostalgísku þögn. Og þetta er allyndislegt fyrirbæri. Hvað sem aðrir segja. Hlaup gera út af við óánægju AFP Árið 1982 seldi japanski rithöfundurinn Haruki Murakami djassbar sem hann átti og einsetti sér að starfa aðeins sem rithöfundur. Liður í því að snúa sólarhringnum við, fara að vaka á daginn og sofa á nóttunni, var að fara að hlaupa og ári síðar hafði hann hlaupið, upp á sitt eindæmi, frá Aþenu til borgarinnar Maraþon. Í bókinni Það sem ég tala um þegar ég tala um hlaup segir Murakami frá þessum umskiptum, en bókin er í senn ferðabók og minningabók. Hlaupari Haruki Murakami hlaut á dögunum Hans Christian And- ersen-bók- mennta- verðlaunin .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.