Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 51

Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 51
51 MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016 Undir bláhvítri regnhlíf Desemberrigningin féll við Stjórnarráðshúsið þegar þessar dömur áttu leið hjá. Þær skýldu sér undir regnhlíf sem virkaði vel í hægviðrinu. Eggert Mannkynið er enn einu sinni statt á afdrifaríkum krossgötum þar sem ráðist getur hvort stað- bundin stríð breytast í allsherj- arbál eða hvort tekst að afstýra slíkum voða og taka af alvöru sameiginlega á viðfangsefnum sem við blasa og kalla á sjálf- bærar lausnir. Púðurtunnan í Mið-Austurlöndum hefur að vísu verið lengi til staðar sem arfleifð nýlendutímans og stofnunar Ísr- aelsríkis, en um þverbak hefur keyrt frá síð- ustu aldamótum. Gömlu nýlenduveldin, Bret- ar og Frakkar, bera ásamt Bandaríkjunum meginábyrgð á þeim staðbundnu styrjaldar- átökum sem þarna hafa geisað frá lokum kalda stríðsins en með borgarastyrjöldinni í Sýrlandi og samningaferlinu um kjarnorku- mál Írana eru Rússar orðnir fyrirferð- armiklir þátttakendur í framvindunni. Þetta víðlenda svæði hefur í okkar tíð verið leik- völlur olíuhagsmuna vesturveldanna sem fléttast saman við átök innan múslimaheims- ins. Sameinuðu þjóðirnar hafa allt frá stofnun 1945 leikið hér stórt hlutverk, yfirleitt í við- leitni til að bera klæði á vopnin. Afar miklu skiptir hver verður hlutur þeirra á framvindu mála í nafni alþjóðasamfélagsins. Í því sam- bandi beinast augu m.a. að Samningnum um viðskipti með vopn (Arms Trade Treaty), sem miklu skiptir að verði í heiðri hafður og styrktur enn frekar. Frumkvæði forseta Kosta Ríka Takmörkun á tilraunum með kjarnorkuvopn og bann við kjarnorkusprengingum var á dögum kalda stríðsins viðfangs- efni milli risaveldanna og skilaði árangri á vettvangi Sameinuðu þjóðanna í áföngum á tímabilinu 1963-1996. Dreifing hefðbund- inna vopna fékk lengi vel ekki þá athygli sem skyldi, en árið 1997 beitti Óscar Arias, forseti Kosta Ríka og friðarverðlaunahafi Nóbels,sér fyrir umræðu um hömlur á sölu og dreifingu hefðbundinna vopna og fékk ýmsa málsmetandi einstaklinga í lið með sér. Málið komst á dagskrá Allsherjarþings SÞ 2006 þar sem samþykkt var tillaga um athugun og reglur fyrir viðskipti með slík vopn. Aðeins Bandaríkin greiddu þá atkvæði gegn tillög- unni, en Obama forseti breytti þeirri afstöðu fljótlega eftir að hann tók við af Bush í Hvíta húsinu. Eftir ráðstefnu á vegum SÞ 2012 hófst undirbúningur að Samningnum um við- skipti með hefðbundin vopn, sem Allsherj- arþingið samþykkti vorið 2013 með aðeins þremur mótatkvæðum (Norður-Kórea, Íran og Sýrland), en 23 ríki sátu hjá, m.a. Kína, Indland, Rússland og Sádi-Arabía. Samning- urinn öðlaðist síðan gildi á aðfangadag jóla 2014 eftir að 50 ríki höfðu fullgilt hann. Svo ánægjulega vildi til að Ísland var fremst í þeim hópi, herlaust land eins og frum- kvöðullinn Kosta Ríka. Friðlýsing gegn kjarnavopnum Árangursrík barátta forseta Kosta Ríka fyrir eftirliti og takmörkunum á sölu hefð- bundinna vopna er lýsandi dæmi um þau áhrif sem talsmenn fámennra ríkja geta haft á al- þjóðavettvangi í baráttu fyrir góðum málstað sem snertir alla heimsbyggðina. Þetta smá- ríki í Mið-Ameríku, 51 þús. km2 að flatarmáli og með 4,4 milljónir íbúa, nýtur álits og virð- ingar vegna framgöngu sinnar á alþjóðavett- vangi og framsækinnar stefnu innanlands með jöfnuð og umhverfisvernd að leiðarljósi. Fjórðungur landsins sem liggur að tveimur heimshöfum er friðlýstur í formi þjóðgarða. Fordæmi Kosta Ríka ætti að vera landi eins og okkar hvatning til að beita sér í þágu heimsfriðar og sjálfbærni á öllum sviðum með verndun hafsins og norðurslóða að leiðarljósi. – Dæmi um þetta er ákvæði í þjóðarörygg- isstefnu fyrir Ísland sem Alþingi samþykkti 13. apríl 2016 þess efnis „Að Ísland og íslensk landhelgi sé friðlýst fyrir kjarnavopnum, að teknu tilliti til alþjóðlegra skuldbindinga, í því augnamiði að stuðla að afvopnun og friði af Ís- lands hálfu“. Þetta er uppskera af máli sem oft hafði verið flutt á Alþingi frá árinu 1987, síðast af þingmönnum úr fimm stjórn- málaflokkum. Nú kemur það í hlut verðandi ríkisstjórnar að fylgja þeirri stefnu eftir í reynd með formlegri friðlýsingu lögsögunnar og kynningu málsins á alþjóðavettvangi. Miðlæg staða Íslands Lega Íslands sem eyríkis nyrst í Atlants- hafi hefur löngum skapað þjóð okkar sér- stöðu. Fyrr á öldum fylgdu henni bæði ókost- ir og sóknarfæri og hart var gengið að gróðurríki landsins og fiskimiðum, þar sem einnig útlendingar áttu hlut að máli. Nú þurf- um við umfram allt að gæta að umhverf- isbreytingum og verndun viðkvæmrar nátt- úru ekki síður en að menningararfi og tungutaki. Hvorutveggja er brothætt og því skiptir árvekni og þekking byggð á rann- sóknum meira máli nú en nokkru sinni. Höfuðatriði er að standa vörð um sjálfs- ákvörðunarréttinn því að hann er lykillinn að því að geta brugðist vitrænt við breyttum að- stæðum. Núverandi farvegir samskipta við aðrar þjóðir eru um margt ákjósanlegir, þar á meðal Norðurlandasamstarf og Norð- urskautsráðið, þar sem Ísland tekur við for- mennsku að tveimur árum liðnum. Fyrrver- andi forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, opnaði sýn og sóknarfæri til norð- urs með vettvanginum Arctic circle, sem á sinn hátt minnir á þátt forseta Kosta Ríka í að stemma stigu við hömlulausri vopnasölu. Enn hefur smáríkið Ísland, andstætt ESB- ríkjum, sjálfstæða rödd sem hljóma þarf um ókomin ár á vettvangi Sameinuðu þjóðanna. Eftir Hjörleif Guttormsson »Höfuðatriði er að standa vörð um sjálfsákvörð- unarréttinn því að hann er lyk- illinn að því að geta brugðist vit- rænt við breyttum aðstæðum. Hjörleifur Guttormsson Höfundur er náttúrufræðingur. Samningur Sameinuðu þjóðanna um viðskipti með vopn og frumkvæði smáríkja Heimsóknir skólabarna í kirkjur eru ávallt á forsendum skólans. Hæfir skólastjórnendur Reynsla mín, sem foreldri, er sú að skólastjórnendur séu mjög hæfir í störfum sínum og þar á meðal að meta út frá faglegum forsendum hvað sé viðeigandi í desember sem og á öðrum tímum skólaársins. Ég held það hljóti að vera óþægilegt fyrir skólastjórn- endur að finna frá foreldrum vantraust í sinn garð í þessum efnum. Ég tel að ákvörðun skólastjórnenda að setja á dagskrá vettvangs- ferð í kirkjuna í hverfinu á aðventu sé iðulega byggð á faglegum sjónarmiðum. Frelsi til þátttöku Umhugsunarverð finnst mér sú krafa sem skólastjórnendur reyna sumstaðar að upp- fylla, þ.e. að finna valkost fyrir þá sem ekki vilja taka þátt í þessum vettvangsferðum. Hvaða valkosti fá börn og foreldrar þegar vettvangsferð er fyrirhuguð á Þjóðminjasafn- ið, í Seðlabankann eða á Klambratún? Það virðist vera svo að meiri sveigjanleiki sé í boði varðandi þátttöku í þessum dagskrárlið skóla- starfsins en öðrum. Ef það á að viðhafa slíkan sveigjanleika finnst mér að hann mætti einnig eiga við um aðrar vettvangsferðir og jafnvel námsefnið, heilsurækt og félagslíf. Trúboð, er það rétt hugtak? Þeir sem gagnrýna heimsóknir skólabarna í kirkjur segja á stundum að þar fari fram trú- boð, sem ég tel ekki réttnefni. Það orð er mjög gildishlaðið og þröngt og er ekki lýsandi fyrir vettvangsferðir skólabarna í kirkjuna í sínu hverfi. Kirkjan í hverfinu er svo miklu meira og annað í okkar samfélagi. Tónlistarfólk leiðir þar öflugt starf, byggingarnar sjálfar bera gjarnan sköpunarkraftinum vitni, högg- myndalist, málaralist, saga og menning mætir okkur þegar inn er komið. Sjálfboðaliðar, fólk- ið sjálft, í hverjum söfnuði annast reksturinn og gjarnan er uppbyggilegum frásögum miðl- að í bland við fallega tóna og aðra list. Um hvað fjalla trú og lífsskoðanir? Þegar við tölum um trú og lífsskoðanir finnst mér sú umræða varða þann grundvöll sem við stöndum á. Sú umræða varðar til dæmis hvernig við tökumst á við dauðann og þann missi þegar einhver sem er okkur kær deyr. Hún varðar einnig hvernig við hlúum að nýju lífi, nýrri manneskju sem fæðist í þennan heim. Þessi skil við upphaf og endi lífs eru auðvitað mikil undur og öll stöndum við í raun jafn ráðþrota frammi fyrir þeim staðreyndum. Ég tel einnig að trú og lífs- skoðanir snerti það hvernig við lifum lífinu. Mér er ekki tamt að tala um sjálfan mig sem trúaðan eða flíka því sérstaklega að ég sé kristinn. Ég tel að það sé ekki til heilla að flokka fólk í þannig hópa og eru slíkir merki- miðar sjaldan til þess fallnir að segja sannleik- ann um fólk. Mismunun er stórt orð Að sjálfsögðu er ég sammála þeim sem ekki vilja að börn upplifi mismunun. Ég er hins vegar þeirrar skoðunar að þetta sé svona hálf tilbúið vandamál, því af hverju eiga börn og foreldrar að hafa svona mikið val varðandi þátttöku í vettvangsferð í kirkjuna í hverfinu sínu, þegar við sem foreldrar höfum nær ekk- ert að segja um aðra dagskrárliði skólastarfs- ins? Mér finnst orðið mismunun í þessu sam- hengi mjög stórt orð. Við erum að tala um eina vettvangsferð, samveru á fallegum stað með sögu, söng og kertum. Mér finnst illa farið með þetta mikilvæga orð þegar það er notað í þessu samhengi. Mismununin blasir við víða og birtist miklu frekar í því að sum börn eiga ekki möguleika á því að sækja tónlistarskóla eða fara í sum- arbúðir vegna fjárskorts eða fátæktar, svo dæmi sé tekið. Eða þegar vorferð foreldra- félagsins er hjólaferð og í ljós kemur að nokkrir í bekknum eiga bara ekki hjól. Og þannig mætti áfram telja, svo ég tali nú ekki um stöðuna og ástandið í öðrum heimshlutum og þau forréttindi sem við búum við hér á landi í samanburði við fjölmarga staði í heim- inum. Um vettvangsferðir skólabarna á aðventu Eftir Þorvald Víðisson Þorvaldur Víðisson »Hvaða valkosti fá börn og foreldrar þegar vettvangs- ferð er fyrirhuguð á Þjóð- minjasafnið, í Seðlabankann eða á Klambratún? Höfundur er biskupsritari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.