Morgunblaðið - 15.12.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2016
Björn Jóhann Björnsson
bjb@mbl.is
„Það er ekki hægt að kenna ein-
göngu nagladekkjum um svifryks-
mengun í Reykjavík. Meginvandinn
er að göturnar eru ekki þrifnar og
við notum vitlaust malbik,“ segir
Ólafur Guð-
mundsson, tækni-
stjóri EuroRAP á
Íslandi, í tilefni
fréttar í Morgun-
blaðinu í gær af
mikilli svifryks-
mengun í Reykja-
vík sl. laugardag,
sem var sextán
sinnum meiri en
heilsuverndar-
mörk segja til
um. Þar komu m.a. fram áhyggjur
heilbrigðisfulltrúa af aukinni notkun
nagladekkja.
„Ég er satt best að segja orðinn
leiður á þessari umræðu ár eftir ár í
sambandi við svifrykið. Alltaf koma
sömu fréttirnar um að nagladekkin
og tíðarfarið séu sökudólgurinn og
svifrykið sé öllu öðru að kenna en því
sem raunverulega er um að kenna.
Auðvitað eiga dekkin sinn þátt en ég
hef séð margar rannsóknir sem sýna
að hlutur nagladekkjanna sé ekki
nema á bilinu 10 til 15 prósent,“ segir
Ólafur.
Hann segir vandann mega rekja
til þess að malbikað sé með íslensku
grjóti þegar ætti að nota kvarts, vit-
laust bik sé notað og slitlagið sé of
þunnt.
„Hingað til lands komu þýskir sér-
fræðingar síðastliðinn vetur sem sáu
líka að malbikið er of kalt þegar við
leggjum það. Við notum ekki ein-
angraða malbikunarvagna en þegar
bikið kemur út úr vélunum má það
ekki vera kaldara en 120 gráður, áð-
ur en valtarinn fer yfir það. Ef það er
kaldara þá er límingin farin úr því.
Þjóðverjarnir sáu það á yfirborði
gatnanna hvað hafði verið lagt of kalt
og hvað ekki,“ segir Ólafur og nefnir
Álftanesveg og hluta Miklubrautar
sem dæmi um þetta.
Drullunni leyft að safnast upp
Hann segir þessi atriði gera það
að verkum að malbikið endist mjög
stutt. Rásir í götunum séu ekki út af
nagladekkjum heldur vegna þess að
bikið sé lagt of þunnt, það fljóti út
undan sjálfu sér og þunga umferð-
arinnar.
Ólafur bendir á að ein gata í
Reykjavík, gamla Hringbrautin, hafi
enst meira en 15 ár. Þar hafi verið
notaður afgangur úr Hvalfjarðar-
göngunum, norsk möl með hágæða-
biki og lagt með réttum hætti. Svip-
aða sögu megi segja um slitlagið á
Reykjavíkurflugvelli. Þar hafi verið
notast við innflutt hráefni og allt
gert samkvæmt bókinni.
„Annars er aðalvandinn að við
þrífum ekki göturnar, borgin leyfir
drullunni að safnast upp,“ segir Ólaf-
ur en hann hefur ásamt fyrirtækinu
Hreinsitækni, Arion banka, Vega-
gerðinni og fulltrúum Reykjavíkur-
borgar unnið að tilraunaverkefni
sem gengur út á að þrífa ákveðna
gatnahluta og kanna mengun þar á
eftir. Einnig leggja sérfræðingar frá
stofnunum og háskólasamfélaginu
hönd á plóginn. Fyrstu niðurstöður
lofa góðu og telur Ólafur mikilvægt
að allir þessir aðilar taki höndum
saman til að halda borginni hreinni
og finni réttar og skilvirkar aðferðir.
Það sé hægt með því að þrífa göt-
urnar, minnka salt- og sandnotkun
og draga jafnframt úr notkun nagla-
dekkja. Tilraunir með rykbindingu
hafi ekki gengið eftir og telur Ólafur
þetta fyrst og fremst snúast um þrif
og betri hráefni í slitlaginu, ásamt
aðferðum við lagningu.
Ólafur segist hafa orðið var við
það á ferðum sínum um Evrópu að
götur þarlendra borga séu tandur-
hreinar, enda þrifnar reglulega.
Nefnir hann Prag sem dæmi.
„Göturnar í Reykjavík voru þrifn-
ar hér áður fyrr en þessu var hætt
fyrir um 10 árum af þáverandi meiri-
hluta, eða dregið verulega úr,“ segir
Ólafur en hrósar tveimur sveitar-
félögum á höfuðborgarsvæðinu,
Garðabæ og Hafnarfirði. „Þau létu
hreinsa göturnar hjá sér núna um
daginn, á meðan Reykjavík gerir
ekki neitt. Það er meginástæðan fyr-
ir svifryksmenguninni. Það sem
þyrlaðist upp síðasta laugardag er
bara uppsafnað gamalt svifryk síðan
í sumar, af því að það er ekkert þrif-
ið. Ef við létum hreinsa göturnar
tvisvar eða þrisvar í mánuði þá væri
Reykjavík ekki ein skítugasta borg
Evrópu.“
Snýst um þrif á götum en ekki nagla
Ólafur Guðmundsson gagnrýnir hve illa götur Reykjavíkur eru þrifnar Telur óþrif valda svif-
ryksmengun en ekki nagladekk eingöngu Lélegt og of þunnt lag af malbiki dragi úr endingunni
Reykjavík Svifryk þyrlast upp við hreinsun á götum Reykjavíkur.
Ljósmyndir/Ólafur Guðmundsson
Prag Rykinu er ekki fyrir að fara á götum Prag, bendir Ólafur á í fréttinni.Ólafur
Guðmundsson
Kristján H. Johannessen
khj@mbl.is
Sú forgangsröðun stjórnvalda sem
birtist í fjármálaáætlun fyrir árin
2017-2021, sem samþykkt var á Al-
þingi sl. vor, og í frumvarpi til fjár-
laga fyrir árið 2017 er að mati Al-
þýðusambands Íslands (ASÍ) hvorki
til þess fallin að styðja nægilega vel
við hinn efnahagslega né hinn fé-
lagslega stöðugleika og verður að
óbreyttu ekki grundvöllur sáttar á
vinnumarkaði. Kemur þetta fram í
umsögn ASÍ um frumvarpið.
Er þar bent á að áfram sé gert ráð
fyrir miklum umsvifum og uppgangi
á vinnumarkaði sem mun auka enn-
frekar á spennu í hagkerfinu.
„Við slíkar aðstæður er brýnt að
hagstjórnin ýti ekki undir ofþenslu
og óstöðugleika og vinni á móti pen-
ingamálastefnunni. Að öðrum kosti
verða afleiðingarnar og viðbrögð
Seðlabankans fyrirsjáanleg. Verð-
bólguþrýstingur eykst, vextir hækka
og þrýstingur á krónuna eykst. Nú
þegar er til staðar slaki í ríkisfjár-
málunum og sú hagstjórnarstefna
sem birtist í fjármálaáætlun og
frumvarpi til fjárlaga mun enn auka
á hann,“ segir m.a. í umsögn ASÍ.
„Þetta er áfall fyrir okkur“
Samkvæmt því fjárlagafrumvarpi
sem nú liggur fyrir er gert ráð fyrir
að 212 milljónir króna renni í hafna-
bótasjóð, en í nýsamþykktri sam-
gönguáætlun er hins vegar gert ráð
fyrir 1.158 milljónum króna í sjóðinn.
„Sökum þessa hefur siglingasvið
Vegagerðarinnar tjá okkur að ekki
verði hægt að hefja framkvæmdir
við endurbyggingu á brjótnum í Bol-
ungarvík árið 2017 eins og upp var
lagt með,“ segir í umsögn Bolung-
arvíkurkaupstaðar, en um er að
ræða endurnýjun á gömlu stálþili í
höfninni í Bolungarvík. Þilið er frá
árinu 1963 og er sagt „afar lúið og
hættulegt“ og líklegt til þess að
brotna, en þegar það gerist mun það
hefta aðgengi að höfninni og auka
verulega kostnað vegna endurbóta.
„Þetta er áfall fyrir okkur í Bol-
ungarvík enda höfum við undirbúið
þessa framkvæmd um nokkurra ára
skeið. […] Ef fjárfestingar í hafnar-
mannvirkjum stoppa og höfnin hætt-
ir að þróast er framtíð okkar í
hættu,“ segir einnig í umsögn.
Í umsögn Samtaka atvinnulífsins
segir að „afar erfitt sé að átta sig á
niðurstöðum fjárlagafrumvarpsins í
heild og einstökum málaflokkum
vegna þess að framsetningu frum-
varpsins hefur verið breytt og einnig
skortir töfluyfirlit um niðurstöðurn-
ar og samanburð við fyrri ár.“
Frumvarp til
fjárlaga vefst
fyrir mörgum
Ekki grundvöllur sáttar, segir ASÍ
Morgunblaðið/Þorkell
Arnarhvoll Umsagnir eru komnar
fram um frumvarp til fjárlaga.